Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
Sunnudagur, 19. maí 2013
Meirihluti Breta vill yfirgefa ESB
Ef kosið væri nú í Bretlandi um aðild að ESB yrði meirihlutafylgi við úrsögn úr ESB. Aðeins 30% eru fylgjandi verunni í ESB en 46% vilja að Bretar segi sig úr sambandinu. Um fjórðungur tekur ekki afstöðu til málsins.
Fyrirsögn Morgunblaðsins hefði því alveg eins mátt vera að meirihluti þeirra sem taka afstöðu til málsins séu því fylgjandi að fara úr ESB. Það er að vísu löng fyrirsögn. En miðað við upplýsingarnar yrði úrsögn úr ESB samþykkt ef kosið yrði nú. Þannig virkar lýðræðið. Eða hvað?
Tæpur helmingur Breta vill út úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. maí 2013
Evran veldur dýpstu efnahagslægð á Ítalíu í 40 ár
Ítalir glíma við dýpstu efnahagslægð í 40 ár, ekki síst vegna evrunnar sem veldur því að ítalskur útflutningur hefur farið halloka fyrir útflutningi Þjóðverja. Fjöldamótmæli voru vegna þessa í Róm í dag. Fjögur af hverjum tíu ungmennum fá ekkert að starfa. Er ekki öruggt að væntanleg ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stöðvar ESB-viðræðurnar strax og tryggir að Íslendingar hafni aldrei aftur í stefnumoðspytti fráfarandi ríkisstjórnar?
Ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag.
Í heild hljóðar frétt RUV svo:
Þúsundir Rómverja kröfðust þess á útifundum í dag að stjórnvöld einbeittu sér frekar að því að búa til störf en draga saman ríkisútgjöld. Heimsókn Angelu Merkel Þýskalandskanslara í Páfagarð virðist hafa hleypt illu blóði í marga mótmælendur.
Tvö af stærstu verkalýðsfélögum Ítalíu stóðu fyrir kröfugöngunum í dag. Nákvæmur fjöldi þátttakenda liggur ekki fyrir en búist hafði verið við að minnsta kosti fimmtíu þúsund manns.
Þótt mótmælin hafi farið friðsamlega fram var mikill hiti í fólki enda gengur ítalska þjóðin nú í sína dýpstu efnahagslægð í fjóra áratugi. Skuldir ríkisins eru töluvert umfram landsframleiðslu og atvinnuleysi er 11,5 prósent.
Fjögur af hverjum tíu ungmennum fá ekkert að starfa. Enrico Letta, nýr forsætisráðherra landsins, hét því þegar hann tók við embætti að atvinnusköpun yrði forgangsverkefni ríkisstjórnar sinnar. Þau fyrirheit hafa enn ekki ræst, heldur vinnur stjórnin að breytingum á lögum um eignaskatt, sem mælst hefur misjafnlega fyrir.
Reuters-fréttastofan hafði eftir nokkrum mótmælendum í dag að þolinmæði þeirra gagnvart nýju stjórninni væri strax á þrotum. Nokkrir héldu á skiltum sem sýndu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í nasistabúningi, en þau Frans páfi áttu stuttan fund í Páfagarði nú síðdegis þar sem þau ræddu meðal annars skuldakreppuna í Evrópu.
Eftir fundinn sagði Merkel í samtali við fréttamenn að hagkerfi ættu að þjóna fólki en ekki öfugt. Hún viðurkenndi hins vegar að á því hefði oft orðið misbrestur undanfarin ár.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 18. maí 2013
Lofsöngur til Evrópu!
Af þessu tilefni er hér birtur lofsöngur til Evrópu, sem finnsk-sænska söngkonan Arja Saijonmaa flutti fyrir nokkru. Þá var ekki inni í myndinni að unglingar færu í heimsreisu, heldur var látið nægja að fara í puttaferðalag eða lestarferðalag um Evrópu.
Textinn sem Arja syngur á sænsku ber merki þess tíma, svona í kringum 1980 ..
Arja Saijonmaa: Jag vill leva i Europa (YouTube)
Á íslensku gæti upphafið hljóðað einhvern veginn svona, í mjög svo lauslegri þýðingu:
Við tókum ferju til Travemunde
ferð okkar byrjaði svo
fjórir einfaldir ferðalangar
í gömlum og slitnum Renó
Við ætluðum á ýmsa staði
þótt kynn'okkar væru treg
En til að spara bensín og pening
gat hópurinn haldið sinn veg
Við lágum yfir landakorti
til að finna greiða leið
til Nice gegnum Hamborg og Brussel
og helst lík'um Genfar-reið
við vorum allir nokkuð vel sigldir
og höfðum óskir á alla lund
um nýja og spennandi staði
þar sem hægt var að ægja um stund.
Ég vil búa í Evrópu
ég vil elska og syngja hér
ég vil hlæja og gráta og dansa
mig svimar af ást á þér
er ég hugsa um alla Evrópu
og um alla sem búa hér!
.......
(Baráttukveðjur til Íslendinganna í Malmö í kvöld frá Heimssýn!!)
Vonar að hollenska lagið vinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 21.5.2013 kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 18. maí 2013
Níu af sautján evrulöndum eiga í kreppu
Nýjustu tölur sýna að hagkerfi evrusvæðisins hefur dregist stöðugt saman síðasta eitt og hálft ár, og níu af sautján Evrulöndum eru í kreppu, þar af er eitt landanna Frakkland.
Þetta kemur fram á visir.is
Þar kemur ennfremur fram þetta:
Þýskaland og Frakkland, stærstu hagkerfi evrusvæðisins, viðurkenna að samstarf þeirra sé lykillinn að því að ráða fram úr erfiðri stöðu evrulandanna. Ráðamenn eru enn ósammála um forgangsröðun verkefna.
Forseti Frakklands, François Hollande, vill að öll sautján ríki evrusvæðisins samþætti skuldir sínar og vill leyfa hagkerfinu að blómstra, án þess að ráðist sé í niðurgreiðslu skulda af hálfu stjórnvalda, sem myndi skila sér í hærri sköttum, skerðingu á þjónustu og færri tækifæri á atvinnumarkaði.
Angela Merkel er ekki sammála forseta Frakklands um að samþætta skuldir þjóðanna sautján. Hún vill að ríkisstjórnir ráðist í niðurfellingu skulda ríkissjóða áður en lengra er haldið.
Hollande, sem er sósíalisti, vill stefna að því til langs tíma að búa til eina allsherjar ríkisstjórn yfir öllu evrusvæðinu. Merkel óttast að slík áform gætu orðið til þess að Þýskaland endi á að borga brúsann fyrir lönd sem standa ekki jafn vel að vígi fjárhagslega.
Þessi frétt endurspeglar þann ágreining sem verið hefur á milli Þjóðverja og Frakka um þróun evrusvæðisins. Þetta er jafnframt viðurkenning á þeim mikla vanda sem meðal annars evran hefur skapað íbúum svæðisins.
Hér á landi eru ýmsir enn þeirrar skoðunar að Ísland eigi að fara sömu leið og evruríkin sem nú glíma við mikinn vanda.
Eigum við að trúa því að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ætli að gefa afslátt af þeirri skýru stefnu sem flokksmenn þeirra hafa samþykkt að stöðva tafarlaust viðræðurnar við ESB?
Eigum við að trúa því að þessir flokkar muni vinna gegn þeirri stefnu sinni að Ísland eigi að vera utan ESB með því að efna til ótímabærrar þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna sem þeir flokkar eru á móti?
Eigum við að trúa því að þessi flokkar ætli að sökkva í sama stefnumoðspyttinn og Vinstri grænir féllu í fyrir fjórum árum?
Nei, við skulum treysta því að svo verði ekki!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. maí 2013
ESB saumar að Færeyingum
ESB ætlar að taka hart á móti Færeyingum í deilum um veiðar í Atlantshafi, eins og meðfylgjandi frétt á visir.is ber með sér. ESB ætlar greinilega að taka deilurnar við Færeyinga og Íslendinga í nokkrum skrefum:
ESB gefur Færeyingum mánaðarfrest í síldardeilunni
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í dag að Færeyingar hefðu eins mánaðar frest til að svara ESB um hvort þeir ætluðu að endurskoða ákvörðun sína um stóraukinn kvóta úr síldarstofninum í Norður Atlantshafi.
Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að ef svar komi ekki innan þessa fresta munu refsiaðgerðir ESB á hendur Færeyingum taka gildi. Þær fela m.a. í sér bann á sölu á færeyskri síld og síldarafurðum innan ESB sem og löndunarbann á færeysk síldarskip í öllum höfnum sambandsins.
Deila þessi hefur staðið frá því í desember í fyrra. Þá ákváðu Færeyingar að segja sig frá samningaviðræðum um síldaveiðar í Norður Atlantshafi. Auk þeirra og ESB áttu Íslendingar, Norðmenn og Rússar aðild að þessum viðræðum. Í framhaldinu ákváðu Færeyingar einhliða að auka síldarkvóta sinn um 145% frá þeim kvóta sem þeir höfðu fengið árið áður.
Hinar þjóðirnar, og ESB, höfðu áður ákveðið að skera síldarkvótann niður um 26% en það var talið nauðsynlegt til þess að viðhalda stofninum í þeirri stærð sem hann er núna.
Fimmtudagur, 16. maí 2013
Evran dregur Pólverja niður
Eins og þessi frétt ber með sér þá er evran að draga Pólverja niður jafnvel þótt þeir séu ekki komnir með þann gjaldmiðil enn. Ófarir evrunnar valda nú efnahagssamdrætti í Póllandi.
Það er hluti af samningi Pólverja við ESB að þeir skulu taka upp evru í fyllingu tímans. Harðar deilur eru þó um það í Póllandi. Meirihluti þingmanna og almennings vill ekki taka það í mál. Stjórnin verður hins vegar að vinna að upptöku evrunnar.
Evran veldur hægagangi efnahagslífsins um alla álfuna, hvort sem þjóðir nota þennan gjaldmiðil beint eða ekki.
Evrópa dragbítur á Póllandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 16. maí 2013
Evran skapaði falska öryggiskennd
Jaðarríkin á evrusvæðinu eru í spennitreyju myntbandalagsins sem skapaði um tíma öryggiskennd sem því miður reyndist fölsk.
Um þetta fjallar meðal annars pistill Harðar Ægissonar, blaðamanns í viðskiptakálfi Moggans í dag.
Hörður segir:
Það er merkilegt að fylgjast með þróun mála á evrusvæðinu. Gengi evrópskra hlutabréfa - jafnvel í kauphöllum margra jaðarríkja evrusvæðisins - hefur hækkað talsvert á síðustu mánuðum. Evran hefur sömuleiðis meira og minna haldið verðgildi sínu gagnvart helstu alþjóðlegu myntum. Vísbendingar um aukna áhættusækni fjárfesta á mörkuðum berast á sama tíma og hagtölur sýna samdráttarskeið.
Hvað veldur þessu? Ljóst er að þrátt fyrir að dregið hafi úr umróti á evrópskum fjármálamörkuðum - og minni líkur séu nú taldar á uppbroti myntbandalagsins - þá fer því fjarri að evrukreppan sé að líða undir lok. Sá djúpstæði vandi sem stefnusmiðir myntbandalagsins glíma við á alls ekki rætur sínar að rekja til fjármálakreppunnar sem braust út haustið 2008. Bankakreppa evrusvæðisins er aðeins birtingarmynd kerfislægra galla evrunnar.
Samtímis því að hafist var handa við að koma evrunni á fót um miðjan tíunda áratug síðustu aldar varð samleitni í vaxtakjörum þeirra ríkja sem stefndu að upptöku evrunnar. Varnarorð um að slík skipan mála gæti aldrei staðið til lengdar án pólitísks sambandsríkis og ríkisfjármálabandalags voru virt að vettugi.
Óeðlilegt árferði
Það sem fylgdi í kjölfarið kom því ekki á óvart. Nánast ótakmarkað lánsfé á lágum vöxtum kynti undir ósjálfbærri lánsfjárbólu í jaðarríkjunum. Í krafti þess að ríkisstjórnum og einkaaðilum bauðst að sækja sér lánsfé á meira og minna sömu kjörum og Þýskaland gat niðurstaðan að lokum aldrei orðið með öðrum hætti. Í þessu mjög svo óeðlilega árferði á fjármagnsmörkuðum, sem upptaka evrunnar átti ekki síst þátt í að skapa, varð til gríðarlegt ójafnvægi á greiðslujöfnuði innan evrusvæðisins og samkeppnishæfni margra jaðarríkjanna fór hratt þverrandi gegn kjarnaríkjunum í Norður-Evrópu. Við venjulegar aðstæður myndi slíkt ójafnvægi leiðréttast af sjálfu sér með gengislækkun. Í spennitreyju myntbandalags er það hins vegar ekki valkostur.
Evran skapaði falska öryggiskennd. Þrátt fyrir að ójafnvægi á greiðslujöfnuði innan myntbandalagsins hafi verið til staðar allt frá því að evran var kynnt til sögunnar þá varð þetta ekki að vandamáli fyrr en með alþjóðlegu fjármálakreppunni. Frá og með árinu 2008 stöðvaðist innstreymi lánsfjármagns til verst stöddu evruríkjanna. Bankar og fyrirtæki þurftu í kjölfarið að snúa sér til peningamálayfirvalda í viðkomandi ríkjum sem fjármögnuðu viðskiptahallann í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans - betur þekkt sem Target2. Seðlabankar kjarnaríkja evrusvæðisins, fyrst og fremst Þýski seðlabankinn, eiga um 800 milljarða evra kröfu á Evrópska seðlabankann sem aftur byggist á kröfum á seðlabanka jaðarríkjanna.
Á síðustu misserum hafa sést vísbendingar um hægfara aðlögun á þessari skekkju í greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans. Skuld jaðarríkjanna í gegnum Target2-kerfið hefur til að mynda minnkað um 200 milljarða. Sú þróun helst í hendur við hratt minnkandi viðskiptahalla. Samkvæmt nýjustu spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verður jafnvægi á greiðslujöfnuði flestra jaðarríkjanna á næsta ári.
Atvinnuleysi eða viðskiptahalli?
Er þetta til marks um að verst stöddu evruríkjunum sé að takast að endurreisa samkeppnisstöðu sína með lækkun á hlutfallslegum launakostnaði og kerfislægum efnahagsbótum? Tæplega. Ástæðurnar eru fremur efnahagssamdráttur í kjölfar aðhaldsaðgerða sem hefur orsakað hrun í innlendri eftirspurn og um leið minnkandi innflutning einkageirans. Aukið atvinnuleysi endurspeglar þá staðreynd að tekist hefur snúa viðskipahallanum yfir í afgang sökum efnahagssamdrátts.
Rétt eins og hagfræðingurinn Gavyn Davies hefur bent á þá þýðir þetta - miðað við óbreytta stefnu Þýskalands sem lánveitanda til þrautavara á evrusvæðinu - að stefnusmiðir jaðarríkjanna standa frammi fyrir vali á milli þess að viðhalda áfram miklu atvinnuleysi eða auknum viðskiptahalla sem mun reynast sífellt erfiðara að fjármagna. Hvorugur kosturinn getur talist góður. Viðvarandi atvinnuleysi og efnahagsstöðnun blasir við jaðarríkjunum út þennan áratug. Að lokum munu kjósendur snúast gegn þessari ósjálfbæru skipan mála.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. maí 2013
Viðvarandi efnahagslægð á evrusvæðinu
Erlendum fjölmiðlum er tíðrætt um viðvarandi lægð í efnahag evruríkjanna. Ástæðan fyrir lægðinni er ekki hvað síst evran sjálf þótt fleira komi til. Æ fleiri evruríki hafa nú lent í kreppu eins og hún er almennt skilgreind.
Þannig greinir Financial Times frá því í dag að evrublökkin (eru farnir að nota sama tungutak um evrusvæðið og um Austurblökkina á sínum tíma) búi nú við lengstu efnahagslægð frá því evran var innleidd, og að atvinnuleysi sé nú í hæstu hæðum. Landsframleiðsla svæðisins dróst saman um 0,2% á fyrsta ársfjórðungi, en það vekur þó sérstaka athygli að þróunin í Frakklandi og Þýskalandi er á ólíkan veg, en Þýskaland er hið eina af stóru ríkjunum þar sem var hagvöxtur í upphafi árs eftir nokkurn samdrátt í lok síðasta árs.
Það kemur svo sem ekki á óvart miðað við þessa þróun að þrátt fyrir mikil inngrip Seðlabanka Evrópu í fjármál bankanna þá hefur gengi evrunnar látið undan síga. En það er í sjálfu sér líka ágætt fyrir þau lönd á evrusvæðinu sem eiga um sárt að binda. Þau þurfa á gengislækkuninni að halda.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 14. maí 2013
Stuðningur Frakka við ESB snarminnkar
Eftir að evrukreppan hélt innreið sína að fullu hefur stuðningur Frakka við ESB snarminnkað. Þetta kemur fram í frétt á vef Financial Times í dag.
Fram kemur að 77% Frakka telja að efnahagssamvinnan í Evrópu hafi haft slæm áhrif á frönsk efnahagsmál. Nú er svo komið að hlutfall Frakka sem eru jákvæðir í garð Evrópusambandsins er meira að segja lægra en gildir um Breta. Hlutfall jákvæðra í Frakklandi í garð ESB er aðeins 41%, en var um 60% fyrir aðeins ári síðan.
Ennfremur kemur fram í könnuninni að Frakkar eru lítt hrifnir af frekari miðstýringu efnahagsmála í Evrópu.
Mánudagur, 13. maí 2013
Fjárfestar spá nýrri evrukreppu í sumar
Meirihluti evrópskra fjárfesta telur að ný evrukreppa muni skella á í sumar. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunnar á vegum matsfyrirtækisins Fitch Ratings.
Þetta kemur fram á visir.is í dag.
Þar kemur ennfremur fram:
Fjallað er um málið á vefsíðu börsen. Þar segir að fjárfestar þeir sem tóku þátt í könnuninni stjórni samanlagt fjármagni sem nemur um 8.600 milljörðum evra.
Fram kemur að 59% af þessum fjárfestum reikna með nýrri evrukreppu í sumar. Þar af segja 29% að sú ró sem komist hefur á fjármálamarkaði í Evrópu undanfarnar vikur og mánuði verði ekki langlíf. 30% segja að markaðir hegði sér ekki eðlilega í augnablikinu og horfi framhjá merkjum um að efnahagsleg framtíð Evrópu lítur ekki vel út sem stendur.
Afgangurinn eða 41% telur hinsvegar að það versta sé yfirstaðið hvað varðar skuldakreppuna á evrusvæðinu. Gífurleg inngrip seðlabanka Evrópu hafi bjargað stöðunni og aukið bjartsýni á framtíðina.
Fitch Ratings hallast að skoðunum þeirra svartsýnu í hópi fyrrgreindra fjárfesta. Fitch bendir á þversögnina sem ríkir í efnahagsmálum Evrópu þar sem á aðra hönd hefur verið mikill uppgangur í kauphöllum álfunnar en á hina höndin haldi atvinnuleysi stöðugt áfram að vaxta í flestum löndum hennar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 157
- Sl. sólarhring: 325
- Sl. viku: 2566
- Frá upphafi: 1165940
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 2222
- Gestir í dag: 127
- IP-tölur í dag: 127
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar