Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Fimmtudagur, 22. mars 2012
Hvorki dollar né evra
Upptaka annars gjaldmiðils en krónunnar felur í sér framsal á fullveldi. Ef Kanadadollar yrði lögeyrir á Íslandi væri fullveldisframsalið óformlegt en tækjum við upp evru yrði framsal á fullveldinu formlegt.
Reynsla okkar eftir hrun kennir að krónan sé ómetanlegt verkfæri til að jafna byrðum af efnahagskreppunni milli þjóðarinnar annars vegar og hins vegar að gefa viðspyrnu af botni kreppunnar. Á Íslandi er meiri hagvöxtur en í evrulandinu Írlandi, sem einnig lenti í bankakreppu, og hér er atvinnuástand mun betra en hjá frændum okkar á eyjunni grænu.
Krónan er gjaldmiðill fullvalda Íslands.
Kanadadalur settur á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. mars 2012
Fjármálabandalag ESB í uppnámi
Þriggja vikna fjármálabandalag Evrópusambandsins, sem á að vera hornsteinn í baráttunni við skuldakreppuna, er í uppnámi eftir að fjármálaharðlínulandi Holland braut kjarnaákvæði sáttmálans um ríkissjóðshalla.
Samkvæmt nýrri skýrslu verður fjárlagahalli Hollands 4,6 prósent en sáttmálinn kveður á um 3 prósent halla eða minni. Ríkisfjármálahallinn er sérstaklega neyðarlegur fyrir Holland þar sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins skrifuðu nýlega grein þar sem hvatt var til að lönd (les Grikkland) sem ekki virtu meginreglur fjármálabandalagsins yrðu rekin úr Evrópusambandinu.
Pólitískri og fjármálalegri kreppu Evrópusambandsins er hvergi nærri lokið.
Grikkir fá fyrstu greiðsluna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. mars 2012
Ný ríkjabandalög í stað ESB
Evrópusambandið er að liðast í sundur, spurningin er aðeins hvort það gerist hratt eða hægt. Aftur er engin spurning að með evrunni tók Evrópsambandið stökkbreytingu sem leiðir til úrkynjunar og dauða sambandsins.
Einn gjaldmiðill krefst þess að eitt ríki standi honum að baki. Evrópusambandið verður ekki að ríki næstu áratugina enda enginn áhugi fyrir því meðal íbúa ríkjanna 27 sem mynda sambandið.
Tilraunir verða gerðar með ný ríkjabandalög til að þróa milliríkjasamstarf Evrópuþjóða. Forsætisráðherra Íslands var ásamt túlki boðið á slíka samkomu ekki alls fyrir löngu.
Útvaldir á fundi um framtíð ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. mars 2012
Þjóðirnar sem eru hættar við evru
Danir, Svíar og Pólverjar hafa lagt öll áform á hilluna um að taka upp evru og Bretar munu ekki næstu mannsaldra svo mikið sem íhuga upptöku. Í sáttmálum Evrópusambandsins er krafa um að aðildarþjóðir taki upp mynt sambandsins.
Brusselvaldið reynir ekki að þvinga þjóðir að taka upp evru. Það væri eins og að skipa manni inn í brennandi hús.
Allir vita að evru-samstarfið er ónýtt, búið að vera í sinni núverandi mynd. Allir nema ESB-sinnar á Íslandi.
Sunnudagur, 18. mars 2012
Þýskur agi smurður spillingu
Þjóðverjar eru þekktir fyrir aga, ráðdeild og ábyrgð. Samkvæmt samanburðartölum er Þýskaland 14. minnst spillta ríkið í heiminum. Samt sem áður kostar spilling í Þýskalandi 250 milljarða evra árlega, segir í niðurstöðum nýrrar skýrslu. Spilling sunnar í álfunni er ekki til umræðu en þar er hún víða landlæg.
Íslendingar eru ekki þekktir fyrir aga, ráðdeild og því síður ábyrgð. Spilling þrífst ábyggilega á Íslandi, þótt dult fari.
En hver trúir því að við aðild að Evrópusambandinu myndi Ísland eingöngu læra góða siði og háttu af sessunautum sínum í Brussel?
Spilling kostar Þjóðverja 250 milljarða evra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 17. mars 2012
Frosti ræðir stöðuga krónu hjá Framsókn
Krónan eignast sífellt fleiri talsmenn. Frosti Sigurjónsson talar í dag, laugardag, kl. 11:30 hjá Framsóknarflokknum á Hverfisgötu 33 um krónuna og framtíðarsýn í peningamálum þjóðarinnar.
Frosti sameinar það að vera frumkvöðull, nýsköpunarmaður og pólitískt athafnaskáld; hann var drifkrafturinn í aðgerðunum sem felldu Icesave II-samninginn.
Krónan er undir stöðugum árásum frá ESB-sinnum. Markmiðið ESB-sinna er að grafa undan krónunni og skapa vantrú þjóðarinnar á getu sinni til að fara með forræði eigin mála. Íslendingar með sjálfstraust færu aldrei inn í Evrópusambandið.
Kenna öðrum þjóðum að spara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. mars 2012
ESB-umsókn byggð á ónýtri evru
Evran veldur tuga prósenta atvinnuleysi í jaðarríkjum Evrópusambandsins og dæmir hagkerfi Íra, Spánverja, Portúgala og Grikkja til langtímakreppu. Tilraunin með evruna, sem er ekki nema tíu ára gömul, sýnir að einn gjaldmiðill fyrir mörg hagkerfi leiðir til hörmunga.
Síðasta vörn ESB-sinna fyrir heimskulegustu umsókn allra tíma, ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins, er að lofsyngja evruna - gjaldmiðill sem er í dauðateygjunum. Sértrúarhneigð Samfylkingar kemur hvergi betur fram en í taumlausri dýrkun á ónýtum gjaldmiðli.
Evrópusambandið mun ekki búa við evruna öllu lengur. Annað tveggja gefur undan, þolinmæði Þjóðverja eða samfélagsfriðurinn í Suður-Evrópu.
Hér á Íslandi eigum við að bíða og sjá hverju fram vindur í Evrópusambandinu og afturkalla strax samfyklingarumsóknina um aðild.
Evran raunhæf eftir 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2012
ESB-brýning Samfylkingarsértrúar
Sértrú Samfylkingar á Evrópusambandinu var staðfest á tveim þingum í dag. Á alþingi bað Jóhanna Sig. um þjóðarsátt um sértrú Samfylkingar á evru og ESB-aðild. Á Iðnþingi brýndi flokkssystir Jóhönnu, Oddný G. Harðardóttir, sem tímabundið er iðnaðarráðherra, aðildarfélög Samtaka iðnaðarins um stuðning við sértrúarhreyfinguna.
Örvænting sértrúarsafnaðarins yfir glötuðum málstað, ESB-umsókninni, er slík að dómgreindin fýkur yfir hæðir.
Þannig segir Oddný að á næsta kjörtímabili, þ.e. á næstu fimm árum, getum við uppfyllt Maastricht-skilyrðin en það eru fjögur skilyrði fyrir inngöngu í myntsamstarf ESB: lág verðbólga, þjóðarskuldir innan við 60% af þjóðarframleiðslu, árlegur ríkissjóðshalli innan við 3% prósent af þjóðarframleiðslu og vextir í hóflegu samhengi við evru-vexti.
Punkturinn sem Oddný fattar ekki er þess: ef við getum náð Maastricht-skilyrðunum með krónunhagkerfi er engin ástæða til að fara í evruhagkerfið - þar sem allt er á hverfandi hveli.
Aftur til þín, Oddný.
Getum uppfyllt Maastricht skilyrðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. mars 2012
Spánverjar krefjast fiskveiðiréttinda við Ísland
Í umræðu um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins á Evrópuþinginu tók spænskur þingmaður til máls og krafðist þess að Íslendingar opnuðu landhelgina fyrir fiskveiðiflota Evrópusambandsins. Þá sagði spænski þingmaðurinn ótækt að íslensk lög bönnuðu fjárfestingar útlendinga í útgerð og vinnslu.
Hér er hlekkur á umræðurnar. Spánverjinn tekur til máls á 29 mínútu.
Evrópuþingið styður aðild Íslands að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. mars 2012
ESB-aðlögun án umboðs alþingis
En eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar, samanber bls. 9 í útgáfu Evrópusambandsins
Accession negotiations concern the candidate's ability to take on the obligations of membership. The term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 100,000 pages of them. And these rules (also known as the acquis, French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
Aðildarviðræður snúast um getu umsóknarríkis til að axla skyldur sem aðildarríki. Hugtakið aðildarviðræður getur valdið misskilningi. Aðildarviðræður eru með áherslu á skilyrði og tímasetningar á innleiðingu umsóknarríkis á ESB gerðum u.þ.b. 100 000 blaðsíður. Þessar gerðir, betur þekktar sem acquis, (franska, og þýðir það sem hefur verið samþykkt) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki snýst þetta fyrst og fremst um að semja um hvernig og hvenær ESB gerðir og starfshættir séu innleiddir.
Af þessu má ljóst vera að viðræður eru ekki samningar í neinum venjulegum skilningi heldur útfærsla á aðlögun umsóknarríkis að Evrópusambandinu.
Ríkisstjórn Íslands er ekki með umboð frá alþingi til að aðlaga stjórnkerfið kröfum Evrópusambandsins. Umsóknina um aðild á að afturkalla.
Aðeins aðlögun að ESB framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 102
- Sl. sólarhring: 359
- Sl. viku: 2511
- Frá upphafi: 1165885
Annað
- Innlit í dag: 90
- Innlit sl. viku: 2181
- Gestir í dag: 90
- IP-tölur í dag: 89
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar