Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Þriðjudagur, 13. mars 2012
Delors: smáríkin tapa fullveldi í ESB
Eftir því sem stóru ríkin, einkum Þýskaland og Frakkland, vinna nánar saman að lausnum skuldakreppunnar minnkar hlutur smáríkjanna í Evrópusambandinu. Sá sem mælir þessi aðvörunarorð er Frakkinn Jacques Delors, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Delors var í forsæti fyrir þeim breytingum sem leiddu til Evrópusambandsins eins og það var við upptöku evrunnar. Tíu ár með evru og skuldakreppu að auki breyta sambandinu í stórríkjabandalag þar sem Frakkar og Þjóðverjar leggja línurnar í öllum meginmálum en smáríki eins og Danmörk fylgja í humátt á eftir.
Hvaða erindi á örríki eins og Ísland inn í stórríkjabandalagið ESB? Einhver?
Delors: Óánægjan með ESB orðin almenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. mars 2012
ESB myndi reikna niður lífskjör Íslendinga
Lífskjör á Íslandi eru betri en að meðaltali í Evrópusambandinu. Yrðu Íslendingar aðilar að ESB myndi aðildin hægt en örugglega draga lífskjör okkar niður í meðtalið. Evrópusambandið jafnar niður á við, eins og Styrmir Gunnarsson útskýrir á Evrópuvaktinni þegar hann ræðir stöðu frænda okkar Íra.
Nú er afborgun framundan í lok marz og Írar velta því fyrir sér hvort þeir eigi að borga. Félagsmálaráðherra Írlands Joan Burton hefur viljað tengja saman afgreiðslu þessa máls og þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisfjármálasamninginn. Hún vill að Írar samþykki hann ekki nema komið verði til móts við þá vegna bankaskuldanna.
Svör Seðlabanka Evrópu eru athyglisverð. Sá banki segir við Íra: Þið hafið svigrúm til að borga. Hvernig spyrja Írar. Þá segir Seðlabanki Evrópu:
Þið getið lækkað laun opinberra starfsmanna og dregið úr greiðslum velferðarkerfisins. Hvoru tveggja er hærra en á Spáni, í Slóveníu og í Slóvakíu en þessi þrjú ríki eru í hópi þeirra, sem hafa lagt fram peninga til að draga ykkur að landi.
Svona gerast kaupin á eyrinni innan Evrópusambandsins. Þessi veruleiki fæst ekki ræddur á Íslandi, hvorki á Alþingi né annars staðar. Það er eins og þessi veruleiki sé ekki til í hugum þeirra sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Innganga í Evrópusambandið fæli í sér niðurfærslu á lífskjörum Íslendinga. Er ekki kominn tími til að horfast í augu við staðreyndirnar og afturkalla umsóknina?
Sunnudagur, 11. mars 2012
Jóhanna staðfestir einangrun Samfylkingar
Jóhanna Sigurðardóttir staðfestir einangrun Samfylkingar í íslenskum stjórnmálum. Á flokksstjórnarfundi Samfylkingar segir forsætisráðherra og formaður flokksins að Samfylkingin ein tali fyrir Evrópusambandsaðild Íslands.
Hingað til hefur Samfylkingin átt nokkra stuðningsmenn ESB-aðildar í Sjálfstæðisflokknum. Þeim fer þó fækkandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður vill greiða atkvæði um framhald aðildarumsóknarinnar og Þorsteinn Pálsson tekur undir það sjónarmið.
Samfylkingin fékk 29 prósent atkvæða við síðustu þingkosningar og mælist með 19 prósent fylgi í skoðanakönnunum. Engar líkur eru á að einangruð Samfylking komi Íslandi inn í Evrópusambandið.
Samfylkingin ein með skýra ESB-stefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. mars 2012
Björn Bjarna: rangfærslur Þorgerðar Katrínar
ESB-sinninn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður rangfærir landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins þegar hún segir tillögu sína um að kjósa um framhald aðildarviðræðna við ESB í næstu þingkosningum.
Björn Bjarnason fyrrverandi dómsmálaráðherra ræðir tillögu Þorgerðar Katrínar á Evrópuvaktinni
Landsfundur í nóvember 2011 samþykkti að gert yrði hlé á ESB-viðræðunum og þær yrðu ekki hafnar að nýju fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Þorgerður Katrín þarf að rangfæra landsfundarályktun sjálfstæðismanna til að réttlæta tillögu sína. Hún er alls ekki í ágætu samræmi við vilja landsfundarins. Að óbreyttu verður þessi tillaga aldrei flutt í nafni Sjálfstæðisflokksins. Hún á ekki heldur neitt erindi í tengslum við þingkosningar þegar mestu skiptir að kjósa fólk á alþingi sem segir afdráttarlaust hvort það vilji aðild að ESB eða ekki.
ESB-sinninn Þorgerður Katrín reynir að kaupa sér pólitískt framhaldslíf með því að vísa ábyrgð á ESB-umsókn í þjóðaratkvæði. Þorgerði Katrínu væri nær að fylgja eftir samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins og leggja áherslu á að hlé verði gert á viðræðum við Evrópusambandið.
Vill kjósa um ESB í þingkosningum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. mars 2012
Grikkjum bjargað i nokkrar vikur, Portúgal næst
Afskriftir lánadrottna á grískum ríkisskuldum á að heita ,,frjáls" en er þvinguð. Með vafasömum aðferðum er komist hjá því að virkja samninga sem keyptir voru til trygginar á grískum ríkisskuldum. Þegar skuldatryggingar eru teknar úr sambandi verður því erfiðara að fyrir ríki að fá lánað - alþjóðlegir sjóðir einfaldlega treysta ekki að lántaki greiði tilbaka.
Ef Grikkir standa við skuldbindingar sínar og skera niður samkvæmt kröfum ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fer landið í tíu ára samdrátt - en mun samt skulda 120 prósent af landsframleiðslu árið 2020. Enginn trúir því að Grikkir munu láta það yfir sig ganga og því er rætt um þriðja björgunarpakkann.
Næsta ríki á skuldabál evrulands er Portúgal, segir í Telegraph.
Tæplega 84% samþykktu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. mars 2012
ESB stundar flokkspólitík á Íslandi
Evrópusambandið rekur sérstaka stofnun, Evrópustofu, til að koma á framfæri stefnumáli sem einn íslenskur stjórnmálaflokkur er með á dagskrá: aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins Samfylkingin er með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Allir aðrir starfandi flokkar á alþingi eru með flokkssamþykkir gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Evrópusambandið stundar flokkspólitík hér á landi sem ekki er leyfileg samkvæmt íslenskum lögum og brýtur í bága við Vínarsáttmálann um starfsemi sendiráða.
Innanríkisráðherra hlýtur að vekja athygli Evrópusambandsins á íslenskum lögum og alþjóðlegum samþykktum og fara fram á að fullveldi Íslands sé virt.
Innanríkisráðuneytið skoðar kynningu ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. mars 2012
ESB-samstaða í verki: kúgum Íslendinga
Meingallaðar reglur Evrópusambandsins leyfðu íslenskum útrásarbönkum að ryksuga upp sparifé í Bretlandi og Hollandi. Einkabankarnir fóru á hausinn og áhættusæknir sparifjáreigendur töpuðu.
Málið ætti þar með að vera dautt. Í Evrópusambandinu eru hins vegar ótal leiðir fyrir stórríkin að klekkja á smáríkjum. Breskur þingmaður vill sækja að Íslendingum í gegnum sjóði Evrópusambandsins sem hafa ekkert með bankastarfsemi að gera.
Tillaga breska þingmannsins heggur í sama knérunn og sjávarútvegsdeild Evrópusambandsins: ef Íslendingar beygja sig ekki undir ESB-vald á einu sviði skulum við klekkja á þeim á öðrum stað.
Ástæðan fyrir því að Evrópusambandið telur sig hafa í fullu tré við Íslendinga er þessi ólukkan umsókn Össurar og félaga um aðild að sambandinu. Er ekki heppilegast fyrir alla aðila að vík verði milli vinanna Íslands og Evrópusambandsins?
Vill stöðva greiðslur til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. mars 2012
Upptaka erlends gjaldmiðils er uppgjöf
Frosti Sigurjónsson tekur saman helstu rökin fyrir upptöku annars gjaldmiðils og segir þau léttvæg. Hann vitnar í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem sýnir svart á hvítu að aðeins fátæk ósjálfstæð þjóðríki láta sér til hugar koma að taka upp erlendan gjaldmiðil.
Svo er það evran. Þær þjóðir sem álpuðust inn í evru-samstarfið eru á leiðinni þar út, nema, auðvitað þau fátækustu í Suður-Evrópu.
Ísland er hvorki fátækt land né ósjálfstætt. Við fórnu hvorki fullveldi né krónu.
Mánudagur, 5. mars 2012
Litla ESB-hryllingsbúðin
Í Grikklandi er 30 til 40 prósent atvinnuleysi, ríkissjóður er gjaldþrota þrátt fyrir einn og hálfan alþjóðlegan björgunarpakka á tveim árum; árið 2020 verða skuldir Grikkja enn yfir 100 prósent af þjóðarframleiðslu - ef allt fer vel.
Og svo segir forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að það yrði hryllingur fyrir Grikki að yfirgefa evruna - sem er bein orsök þess efnahagshruns sem þjóð Sókratesar og Platóns stendur frammi fyrir.
Er ekki allt í lagi heima hjá Barroso?
Yrði hryllingur að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 5. mars 2012
Grikkir eru fórnarlömb Stór-Evrópu
Stór-Evrópa er verkefni sem hleypt var af stokkunum eftir tvö heimsstríð á síðustu öld, þar sem kveikan í báðum tilvikum var sambúðarvandi stórvelda álfunnar, einkum Þýskalands og Frakklands. Stór-Evrópa átti að leysa sambúðarvandann með því að þjóðir meginlandsins rynnu saman í eina.
Útópían um Stór-Evrópu var keyrð áfram af velviljuðum hugsjónamönnum með tilfinningu fyrir hagnýtum aðferðum. Evrópuvaktin orðar ferlið á þennan veg
Samstarf ríkja á meginlandi Evrópu byrjaði sem tollabandalag. Svo þróaðist það upp í efnahagsbandalag. Þriðja skrefið var gjaldmiðilsbandalag. Fjórða skrefið var ríkisfjármálabandalag, sem varð formlega til í gær. Fimmta skrefið verður pólitískt bandalag. Lokaskrefið verður ríkjasamband-Bandaríki Evrópu.
Hagnýtu aðferðirnar við að búa til Stór-Evrópu voru duldar almenningi. Grikkjum, ekki frekar en öðrum þjóðum, var sagt að samruninn fæli í sér afnám þjóðríkisins.
Vill að Grikkir þakki fyrir sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
- Er blásýra góð við þorsta?
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 159
- Sl. sólarhring: 324
- Sl. viku: 2568
- Frá upphafi: 1165942
Annað
- Innlit í dag: 131
- Innlit sl. viku: 2222
- Gestir í dag: 127
- IP-tölur í dag: 127
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar