Leita í fréttum mbl.is

Segir evruna ekki hafa veriđ evruríkjunum til hagsbóta

ihtÍ dagblađinu International Herald Tribune birtist grein 19. desember sl. ţar sem Robin Shepherd, frćđimađur viđ rannsóknarstofnunina German Marshall Fund, heldur ţví fram ađ ţađ yrđi flestum hinum nýju ađildarríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu í óhag ađ taka upp evruna eins og ţau skuldbundu sig til ađ gera ţegar ţau gengu í sambandiđ áriđ 2004. Shepherd segir ađ raunveruleikinn sé einfaldlega sá ađ ţau tólf ríki Evrópusambandsins, sem ţegar nota evruna sem gjaldmiđil, hafi ekki haft neinn augljósan hag af ţví ađ taka hana upp. "Rökin fyrir ţví ađ taka upp evruna hafa of oft veriđ eitthvađ sem gert hefur veriđ ráđ fyrir í stađ stađreynda. Nćst ţegar einhver úr framkvćmdastjórn Evrópusambandsins heldur fyrirlestur um evruna ţá ćtti sá hinn sami e.t.v. ađ koma međ haldbćr rök fyrir ţví hvers vegna liggi svona á [fyrir nýju ađildarríkin ađ taka upp evruna] og útskýra hvađ máliđ í raun og veru snýst um," segir Shepherd í greininni.

Ţví má bćta viđ ađ máliđ snýst raunverulega um ţađ ađ evran var aldrei hugsuđ fyrst og fremst sem hagfrćđilegt fyrirbćri heldur pólitískt, sem stórt skref í áttina ađ ţví ađ breyta Evrópusambandinu í eitt ríki. Nokkuđ sem ófáir forystumenn sambandsins hafa ítrekađ viđurkennt opinberlega. Hér á eftir fara ţrjú dćmi af handahófi:

„Tilkoma evrunnar er sennilega mikilvćgasta samrunaskrefiđ frá ţví ađ samrunaferliđ hófst. Ţađ er ljóst ađ tíma sjálfstćđrar stefnumótunar [ađildarríkja Evrópusambandsins] í atvinnu- félags og skattamálum er endanlega lokiđ. Ţetta mun ţýđa ađ loksins verđur hćgt ađ afskrifa ýmsar ranghugmyndir um sjálfstćđ ţjóđríki [innan sambandsins].“ (Gerhard Schröder, kanslari Ţýskalands, The Hague, 19. janúar 1999)

„Tilkoma sameiginlegu myntarinnar felur í sér mesta afsal á fullveldi síđan Evrópubandalagiđ var stofnađ. Sú ákvörđun [ađ taka upp evruna] er fyrst og fremst pólitísks eđlis. Viđ ţurfum sameinađa Evrópu. Viđ megum aldrei gleyma ađ evran er einungis áfangi á ţeirri leiđ.“ (Felipe Gonzalez, fyrriv. forsćtisráđherra Spánar, í maí 1998)

„Sú vinna, ađ koma á myntbandalagi, mun eiga sér stađ samhliđa, og verđur ađ eiga sér stađ samhliđa, pólitískum samruna. Myntbandalag Evrópu er, og hefur alltaf veriđ hugsađ sem, áfangi í áttina ađ sameinađri Evrópu.“ (Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri evrópska seđlabankans)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 107
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 970588

Annađ

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 389
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 84

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband