Leita í fréttum mbl.is

Segir evruna ekki hafa verið evruríkjunum til hagsbóta

ihtÍ dagblaðinu International Herald Tribune birtist grein 19. desember sl. þar sem Robin Shepherd, fræðimaður við rannsóknarstofnunina German Marshall Fund, heldur því fram að það yrði flestum hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins í Austur-Evrópu í óhag að taka upp evruna eins og þau skuldbundu sig til að gera þegar þau gengu í sambandið árið 2004. Shepherd segir að raunveruleikinn sé einfaldlega sá að þau tólf ríki Evrópusambandsins, sem þegar nota evruna sem gjaldmiðil, hafi ekki haft neinn augljósan hag af því að taka hana upp. "Rökin fyrir því að taka upp evruna hafa of oft verið eitthvað sem gert hefur verið ráð fyrir í stað staðreynda. Næst þegar einhver úr framkvæmdastjórn Evrópusambandsins heldur fyrirlestur um evruna þá ætti sá hinn sami e.t.v. að koma með haldbær rök fyrir því hvers vegna liggi svona á [fyrir nýju aðildarríkin að taka upp evruna] og útskýra hvað málið í raun og veru snýst um," segir Shepherd í greininni.

Því má bæta við að málið snýst raunverulega um það að evran var aldrei hugsuð fyrst og fremst sem hagfræðilegt fyrirbæri heldur pólitískt, sem stórt skref í áttina að því að breyta Evrópusambandinu í eitt ríki. Nokkuð sem ófáir forystumenn sambandsins hafa ítrekað viðurkennt opinberlega. Hér á eftir fara þrjú dæmi af handahófi:

„Tilkoma evrunnar er sennilega mikilvægasta samrunaskrefið frá því að samrunaferlið hófst. Það er ljóst að tíma sjálfstæðrar stefnumótunar [aðildarríkja Evrópusambandsins] í atvinnu- félags og skattamálum er endanlega lokið. Þetta mun þýða að loksins verður hægt að afskrifa ýmsar ranghugmyndir um sjálfstæð þjóðríki [innan sambandsins].“ (Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, The Hague, 19. janúar 1999)

„Tilkoma sameiginlegu myntarinnar felur í sér mesta afsal á fullveldi síðan Evrópubandalagið var stofnað. Sú ákvörðun [að taka upp evruna] er fyrst og fremst pólitísks eðlis. Við þurfum sameinaða Evrópu. Við megum aldrei gleyma að evran er einungis áfangi á þeirri leið.“ (Felipe Gonzalez, fyrriv. forsætisráðherra Spánar, í maí 1998)

„Sú vinna, að koma á myntbandalagi, mun eiga sér stað samhliða, og verður að eiga sér stað samhliða, pólitískum samruna. Myntbandalag Evrópu er, og hefur alltaf verið hugsað sem, áfangi í áttina að sameinaðri Evrópu.“ (Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri evrópska seðlabankans)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 117
  • Sl. viku: 935
  • Frá upphafi: 1117827

Annað

  • Innlit í dag: 104
  • Innlit sl. viku: 831
  • Gestir í dag: 102
  • IP-tölur í dag: 102

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband