Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
Fimmtudagur, 14. desember 2006
Hvaða hafa þeir sagt um hið fyrirhugaða evrópska stórríki?
Það liggur fyrir að stefnt er leynt og ljóst að því innan Evrópusambandsins að breyta sambandinu smám saman í eitt ríki hliðstæðu við Bandaríki Norður Ameríku. Hér er hins vegar ekki á ferðinni eitthvað sem verið er að gera í sátt og samvinnu við íbúa aðildarríkja Evrópusambandsins heldur gæluverkefni elítunnar sem ræður ríkjum innan sambandsins og sem hefur takmarkaðan áhuga á að standa í því að taka tillit til sjónarmiða almennings í þeim efnum. Fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins, sem engan veginn er tímabært að afskrifa þó henni hafi verið hafnað af bæði Frökkum og Hollendingum í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðasta ári, er lykilatriði í hönnun þessa evrópska stórríkis sem beinlínis hefur verið kallað Bandaríki Evrópu ("United States of Europe") af ýmsum forystumönnum Evrópusambandsins. En hvað hafa forystumennirnir beinlínis sagt opinberlega um þetta mál? Hér á eftir fara nokkur dæmi um það.
The Constitution is the capstone of a European Federal State. (Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, Financial Times, 21. júní 2004)
The European Union is a state under construction. (Elmar Brok, formaður utanríkismálanefndar Evrópusambandsþingsins)
Our constitution cannot be reduced to a mere treaty for co-operation between governments. Anyone who has not yet grasped this fact deserves to wear the dunce's cap. (Valéry Giscard dEstaing, formaður stjórnarskrárnefndar ESB, í ræðu í Aachen 29. maí 2003)
Our continent has seen successive attempts at unifying it: Caesar, Charlemagne and Napoleon, among others. The aim has been to unify it by force of arms, by the sword. We for our part seek to unify it by the pen. Will the pen succeed where the sword has finally failed? (Valéry Giscard dEstaing, formaður stjórnarskrárnefndar ESB, í ræðu í Aachen 29. maí 2003)
We know that nine out of 10 people will not have read the Constitution and will vote on the basis of what politicians and journalists say. More than that, if the answer is No, the vote will probably have to be done again, because it absolutely has to be Yes. (Jean-Luc Dehaene, fyrrv. forsætisráðherra Belgíu og varaformaður stjórnarskrárnefndar ESB, Irish Times, 2. júní 2004)
Creating a single European state bound by one European Constitution is the decisive task of our time. (Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, The Daily Telegraph, 27. desember 1998)
Transforming the European Union into a single State with one army, one constitution and one foreign policy is the critical challenge of the age, German Foreign Minister Joschka Fischer said yesterday. (The Guardian, 26. nóvember 1998)
We must now face the difficult task of moving towards a single economy, a single political entity .. For the first time since the fall of the Roman Empire we have the opportunity to unite Europe. (Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í ræðu í Evrópuþinginu 13. október 1999)
Are we all clear that we want to build something that can aspire to be a world power? In other words, not just a trading bloc but a political entity. (Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar ESB, 13. febrúar 2001)
Anyone in Britain who claims the constitution will not change things is trying to sweeten the pill for those who don't want to see a bigger role for Europe. The constitution is not just an intellectual exercise. It will quickly change people's lives. (Lamberto Dini, fyrrv. forsætisráðherra Ítalíu, The Sunday Telegraph, 1. júní 2003)
In Maastricht we laid the foundation-stone for the completion of the European Union. The European Union Treaty introduces a new and decisive stage in the process of European union, which within a few years will lead to the creation of what the founding fathers dreamed of after the last war: the United States of Europe. (Helmut Kohl, fyrrv. kanslari Þýskalands, apríl 1992)
Federalism might make eurosceptics laugh but, with the creation of the euro, the halfway stage would be reached. Four key organisms would have a federal or quasi-federal status: the Central Bank, the Court of Justice, the Commission and the Parliament. Only one institution is missing: a federal government. (M. Jacques Lang, talsmaður franska þingsins í utanríkismálum, The Guardian, 22. júlí 1997)
European government is a clear expression I still use, you need time, but step by step, as in the Austrian case, the European Commission takes a political decision and behaves like a growing government. (Romano Prodi, fyrrv. forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, The Independent, 4. febrúar 2000)
Monetary union is there, the common currency is there. So our main concern nowadays is foreign policy and defence. The next step, in terms of integration of the European Union, will be our constitution. We are today where you were in Philadelphia in 1787. (Jean-David Levitte, sendiherra Frakka í Bandaríkjunum, á blaðamannafundi 3. apríl 2003)
The process of monetary union goes hand in hand, must go hand in hand, with political integration and ultimately political union. EMU is, and was meant to be, a stepping stone on the way to a united Europe. - Wim Duisenberg, fyrrv. bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins)
The last step will then be the completion of integration in a European Federation ... Such a group of States would conclude a new European framework treaty, the nucleus of a constitution of the Federation. On the basis of this treaty, the Federation would develop its own institutions, establish a government which, within the EU, should speak with one voice ... a strong parliament and a directly elected president. Such a driving force would have to be the avant-garde, the driving force for the completion of political integration ... This latest stage of European Union ... will depend decisively on France and Germany. (Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, í ræðu sem haldin var í Humboldt University 12. maí 2000)
There is no example in history of a lasting monetary union that was not linked to one State. (Otmar Issing, fyrrv. aðalhagfræðingur þýska seðlabankans, 1991)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. desember 2006
Leiðarahöfundur Daily Telegraph segir evruna dauðadæmda
Leiðari í breska stórblaðinu Daily Telegraph í gær fjallar um evruna og verður ekki annað sagt en að fyrirsögnin sé afgerandi: "A doomed currency". Þar segir að tilkoma evrusvæðisins hafi verið byggð á þeim samningi að Þýskaland, það aðildarríki Evrópusambandsins sem stóð sterkast að vígi efnahagslega, leggði niður þýska markið gegn því að hin aðildarríkin myndu ekki skaða hinn nýja gjaldmiðil, evruna. "Nú, tæpum átta árum síðan, er þetta andvana fædda verkefni að fara í sundur á saumunum," segir í leiðaranum. Þess má geta að Andrés Magnússon, blaðamaður, fjallaði einnig um þetta mál í gær á bloggsíðu sinni.
Lykilatriði í þessu máli er sá mikli og vaxandi munur sem einkum er á milli efnahagskerfa ríkja í suður- og norðurhluta evrusvæðisins. Gjá er að myndast þar á milli. Fyrir vikið eru miðstýrðir stýrivextir Seðlabanka Evrópusambandsins orðnir "gríðarlegur, pólitískur dragbítur", eins og segir í leiðara Daily Telegraph. Á síðasta ári kallaði ítalski stjórnmálaflokkurinn Norðurbandalagið eftir því að ítalska líran yrði aftur tekin í notkun í stað evrunnar og nú hefur forsætisráðherra Frakklands, Dominique de Villepin, farið fram á að ríkisstjórnum aðildarríkja evrusvæðisins verði veitt á ný vald til að hafa áhrif á gengi evrunnar. Nokkuð sem leiðarahöfundur segir að myndi þýða náðarhöggið fyrir sjálfstæði Seðlabanka Evrópusambandsins.
Og ýmsir hafa orðið til að vara við þessari þróun. Breski HSBC bankinn í London, sá annar stærsti í heiminum, gaf út skýrslu sumarið 2005 þar sem segir í niðurstöðum að reynslan af evrusvæðinu sé svo slæm að það gæti verið sumum af aðildarríkjum svæðisins í hag að yfirgefa það og taka upp sína fyrri sjálfstæðu gjaldmiðla á ný. Í skýrslunni, sem ber heitið "European meltdown?", segir að Þýskaland, Ítalía og Holland hafi beðið skaða af aðild sinni að Myntbandalagi Evrópusambandsins og kynnu af þeim sökum á einhverjum tímapunkti að taka þá ákvörðun að segja skilið við það. Það sem einkum veldur þessu að mati bankans eru einmitt miðstýring Seðlabanka Evrópusambandsins á stýrivöxtum innan evrusvæðisins sem hefur leitt af sér ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir aðildarríki svæðisins og gert þeim erfitt fyrir að hafa eðlilega stjórn á efnahagslífi sínu.
Samkvæmt niðurstöðum annarar áhugaverðrar skýrslu, sem unnin var af bandaríska fjárfestingabankanum Morgan Stanley í apríl 2005, stendur evran frammi fyrir "banvænni þróun" sem gæti haft í för með sér endalok evrusvæðisins. Haft var eftir Joachim Fels, sérfræðingi hjá bankanum í málefnum evrusvæðisins, að stækkun Evrópusambandsins væri ekki síst áhyggjuefni en hún yki ekki líkurnar á efnahagslegum stöðugleika innan þess með svo mörg ólík ríki innanborðs. Þessi þróun kynni að leiða til þess að stjórnmálaflokkar, einkum í Þýskalandi, tækju upp þá stefnu að taka upp á ný innlendan gjaldmiðil sem yrði stöðugari en evran. Ef marka má skýrsluna eru tæknilegar og lagalegar hrindranir þess mjög litlar.
Í júní í sumar viðurkenndi dr. Otmar Issing, einn ötulasti talsmaður evrusvæðisins og sem þá hafði nýverið látið af störfum sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins, að efnahagslegar undirstöður svæðisins hafi verið gallaðar þegar það var sett á laggirnar á sínum tíma. Hann sagði að evrunni hefði verið hleypt af stokkunum áður en verkefnið hafi verið nægilega undirbúið. "Ef myntbandalag á að starfa eðlilega þarf sveigjanlegur vinnumarkaður að vera til staðar og góðir markaðir. Þessi skilyrði hafa ekki verið uppfyllt frá byrjun," sagði hann m.a. í samtali við þýska dagblaðið Handelsblatt. Issing tók ennfremur undir það að evrusvæðinu stafaði ógn af mikilli spennu á milli norður- og suðurhluta þess vegna ólíkra aðstæðna innbyrðis sem hann sagði vera beina ávísun á vandamál í framtíðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Hagsmunir Íslands eða hagsmunir Evrópusambandsins?
Hvaða hagsmunum eru Evrópusamtökin íslensku að berjast fyrir? Hvers vegna bregðast forystumenn samtakanna ævinlega hinir verstu við ef einhver nefnir opinberlega að hugsanlega gæti verið hægt að tryggja hagsmuni Íslands gagnvart Evrópusambandinu með betri hætti en nú er gert með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) og án þess að ganga í sambandið sjálft? Hvers vegna vilja þeir ekki heyra minnst á að aðrar leiðir í því sambandi séu skoðaðar en Evrópusambandsaðild? Er það ekki einmitt ótvírætt Íslandi í hag að hafa úr sem flestum möguleikum að spila hverju sinni? Ef Evrópusamtökin bera hag Íslands fyrir brjósti, hvers vegna einblína þau þá á aðild að Evrópusambandinu og vilja ekki fyrir nokkurn mun að öðrum leiðum í þeim efnum sé nokkur gaumur gefinn? Hvaða hagsmunum eru Evrópusamtökin að berjast fyrir? Hagsmunum Íslands eða Evrópusambandsins?
Um þetta er m.a. fjallað í greininni "Evrópusamtökin og hagsmunir Íslands" eftir Hjört J. Guðmundsson sem birtist í Morgunblaðinu 10. desember sl. og berja má augum á bloggsíðu hans.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Fyrirhuguð stjórnarskrá ESB er lýsandi fyrir eðli sambandsins
Hér má sjá þrjár stjórnarskrár; fyrirhugaða stjórnarskrá Evrópusambandsins, stjórnarskrá Bandaríkjanna og stjórnarskrá Íslands. Fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins er hátt í 500 blaðsíður á meðan sú íslenska er aðeins 18 síður og sú bandaríska 44 síður með öllum viðaukunum, myndum, skýringatextum, efnisyfirliti, atriðisorðaskrá og formála. Fyrir utan þá augljósu staðreynd að stjórnarskrá sambandsins er í um tvöfalt stærra broti en hinar tvær.
Fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópusambandsins, ef hún verður að lokum samþykkt, felur í sér meira framsal á fullveldi frá aðildarríkjum sambandsins og til stofnana þess en áður. Hún kveður m.a. á um stofnun embættis sérstaks forseta Evrópusambandsins, sjálfstæða utanríkisstefnu þess og utanríkisþjónustu og að völd aðildarríkjanna verði ávallt víkjandi fyrir valdi sambandsins. Stjórnarskránni er ætlað að vera yfir alla aðra lagasetningu innan Evrópusambandsins hafin, þ.m.t. stjórnarskrár aðildarríkjanna.
Mörgum þykir stjórnarskráin lýsandi fyrir eðli Evrópusambandsins. Stærð hennar og umfang, auk torskilds texta, er til marks um það reglugerða- og skriffinskubákn sem sambandið er og hvernig reynt hefur verið, og enn er reynt með öllum ráðum, að koma stjórnarskránni í gagnið þrátt fyrir að hún hafi verið afþökkuð með afgerandi hætti af tveimur aðildarríkjum Evrópusambandsins (Frökkum og Hollendingum í þjóðaratkvæðagreiðslum á síðasta ári) sýnir vel þá lítilsvirðingu sem er ríkjandi hjá sambandinu gagnvart lýðræðinu og lýðræðislegum vilja fólks.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. desember 2006
Milton Friedman sagði sterkar líkur á að evrusvæðið liðaðist í sundur
Þann 16. nóvember sl. lést hinn þekkti bandaríski hagfræðingur Milton Friedman sem m.a. vann til Nóbelsverðlaunanna í hagfræði árið 1976. Í viðtali við fréttavefinn Euobserver.com 17. maí 2004 lýsti Friedman þeirri skoðun sinni að sterkar líkur væru á því að evrusvæðið kynni að hrynja innan fárra ára vegna þess að árgreiningur á milli aðildarríkja þess færðist stöðugt í aukana. Lagði hann áherslu á að þetta væri vitaskuld engan veginn öruggt, en hann teldi engu að síður sterkar líkur á því. Lagði hann til að fyrri gjaldmiðlar evruríkjanna yrðu teknir upp aftur.
Friedman sagðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af þeim erfiðleikum sem það hefði í för með sér að viðhalda myntbandalagi á milli ríkja með jafn ólík efnahagskerfi, menningu og tungumál. Hann sagðist telja að vandamál af þessum toga myndu ennfremur aukast við það að ný aðildarríki Evrópusambandsins, sem gengu í sambandið 1. maí 2004, tækju upp evruna.
Síðan þá hafa ófáir aðildar tekið undir þetta sjónarmið og má þar m.a. nefna HSBC bankann í London, næststærsta banka heimsins, fjárfestingabankann Morgan-Stanley og Bradford Delong, hagfræðiprófessor við Berkeley-háskóla í Kaliforníu. Og fleiri hafa orðið til að vara við þeirri spennu sem er á milli ólíkra aðildarríkja evrusvæðisins s.s. dr. Otmar Issing, einn ötulasti talsmaður evrusvæðisins og sem fyrr á þessu ári lét af störfum sem aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópusambandsins.
Friedman sagðist ennfremur enga trú hafa á því að Evrópusambandinu tækist að ná því markmiði sínu að verða samkeppnishæfasta efnahagssvæði heimsins árið 2010, eins og stefnt var að í byrjun aldarinnar en virðist nú endanlega hafa verð gefið upp á bátinn í Brussel. Þetta er fallegur draumur, góð von og ég óska þeim alls hins besta, heimurinn myndi hagnast á þessu. En ég held að möguleikarnir á að ná þessu markmiði séu afar litlir. Sagði hann að nokkuð ljóst væri að önnur efnahagssvæði í heiminum myndu ekki standa í stað á meðan að Evrópusambandið væri að reyna að byggja upp efnahagslíf sitt.
Að lokum sagði Friedman að það væri alveg ljóst að það sem stæði Evrópusambandinu einkum fyrir þrifum væri reglugerðafarganið innan þess. Efnahag sambandsins væri íþyngt um of með alls kyns reglugerðum og lögum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. desember 2006
"Pólitísk hnignun mun fylgja efnahagslegri hnignun ESB"
Alberto Alesina, prófessor við Harvard háskóla í Bandaríkjunum og meðhöfnudur að bókinni The Future of Europe - Reform or Decline, sagði í viðtali í þættinum Westminister Hour á BBC í gærkvöldi að efnahagsleg hnignun Evrópusambandsins væri óhjákvæmileg. Alesina sagði að Evrópusambandið hefði glatað getunni til að vaxa efnahagslega og að í framhaldi af efnahagslegri hnignun sambandsins myndi fljótlega fylgja pólitísk hnignun þess.
Alesina nefndi sem dæmi að íbúar Evrópusambandsins ynnu minna en íbúar Bandaríkjanna. Sú skoðun sé ríkjandi innan sambandsins að hægt sé að skapa meiri hagvöxt með færri vinnustundum. Hann sagði að þetta hefði verið hægt áður fyrr þegar framleiðni var mikil og vaxandi. En í dag stæðu menn frammi fyrir miklum samdrætti í framleiðslu innan Evrópusambandsins og afleiðingin yrði efnahagsleg og pólitísk hnignun.
Alesina kvaðst þó ekki hafa miklar áhyggjur af bresku efnahagslífi. Spurningin væri hins vegar sú hvort Evrópusambandið myndi "reyna að neyða upp á Breta ákveðnum stefnum sem Bretland vildi ekki endilega hafa að leiðarljósi."
Heimild:
In decline? (BBC 10/12/06)
Amazon.com:
The Future of Europe - Reform or Decline
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 9. desember 2006
Svíar vilja ekki evruna
Þann 15. september 2003 höfnuðu Svíar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evruna í stað sænsku krónunnar. Tæpu ári áður hafði þáverandi ríkisstjórn Svíþjóðar, undir forsæti Görans Perssonar, ákveðið að leggja málið í dóm sænskra kjósenda, enda sýndu þá skoðanakannanir að mikill meirihluti þeirra styddi upptöku evrunnar. Síðan hófst barátta andstæðra fylkinga um hylli kjósenda og niðurstaðan varð s.s. sú að dæmið snerist algerlega við og 56,1% Svía höfnuðu evrunni á meðan 41,8% studdu að hún yrði tekin upp.
Nær allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar studdu upptöku evrunnar auk verkalýðshreyfingarinnar og samtaka atvinnurekenda. Persson spáði því, rétt áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram, að ef Svía höfnuðu evrunni myndi það þýða miklar hörmungar fyrir sænskt efnahagslíf. Ætlunin var augljóslega sú að reyna að hræða fólk frá því að kjósa gegn henni. Raunin hefur hins vegar orðið allt önnur og hefur sænskt efnahagslíf gengið mjög vel síðan og mun betur en gerst hefur á evrusvæðinu.
Síðan evrunni var hafnað í Svíþjóð hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að stöðugur meirihluti Svía er andvígur upptöku hennar og ef eitthvað er hefur andstaðan aukist frá því sem var í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Það er því sennilega ekki að undra að ný ríkisstjórn mið- og hægrimanna í Svíþjóð hafi lýst því yfir að hún hafi engin áform uppi um að taka evruna á dagskrá á nýjan leik.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 9. desember 2006
Ef Ísland gengi í Evrópusambandið mætti ekki kalla evruna "evru"
Fram kemur í skýrslu frá Seðlabanka Evrópusambandsins 5. desember sl. að það sé algert skilyrði að evran, sameiginlegur gjaldmiðill sambandsins (sem aðeins tólf aðildarríki sambandsins nota þó enn sem komið er), sé stafsett "euro" í ritmáli allra aðildarríkjanna. Þannig sé óásættanlegt að evran sé t.a.m. stafsett "eiro" í Lettlandi og að Ungverjar skuli bera "o"-ið í lok "euro" fram með öðrum hætti en gert er annars staðar. Aðeins Grikkir hafa undanþágu frá þessari reglu þar sem þeir notast við annað letur.
Það er því ljóst að ef við Íslendingar tækjum upp á því að ganga í Evrópusambandið á einhverjum tímapunkti, og tækjum upp evruna í framhaldi af því (sem er skilyrði fyrir aðild nýrra ríkja að sambandinu), væri okkur hreinlega bannað að kalla hinn sameiginlega gjaldmiðil "evru" eins og gert er í dag. Menn yrðu því einfaldlega að gera sé að góðu að fara út í búð og versla fyrir júrós ("euros").
Það skal vel viðurkennast að hér eru ekki á ferðinni þyngstu rökin fyrir því að ganga ekki í Evrópusambandið, en þetta sýnir hins vegar vel þá miðstýringaráráttu sem ræður ríkjum innan sambandsins og hefur því miður fyrir löngu farið út fyrir öll skynsamleg mörk.
Heimild:
Want to adopt the euro? Spell it properly, says ECB (Times of Malta 06/12/06)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 8. desember 2006
ESB hefur eitt rétt til að undirrita milliríkjasamninga fyrir hönd aðildarríkja sinna
Aðildarríki Evrópusambandsins geta ekki undirritað tvíhliða samninga við Bandaríkin eða önnur ríki um loftferðir að mati ráðgjafa við hæstarétt sambandsins í Lúxemburg. Ef viðræður Evrópusambandsins við Bandaríkjanna um þau mál, sem nú standa yfir, sigla í strand geta aðildarríki sambandsins því ekki gripið til þess ráðs að semja einhliða við Bandaríkjamenn um loftferðir. Hæstiréttur Evrópusambandsins hefur áður úrskurðað að framkvæmdastjórn sambandsins hafi ein rétt til þess að undirrita milliríkjasamninga um loftferðir fyrir hönd aðildarríkjanna. Frá þessu var m.a. greint í The Wall Street Journal 17. nóvember sl.
Það sama á við um aðra milliríkja- og alþjóðlega samninga. Með aðild að Evrópusambandinu afsala ríki sér sjálfstæðum rétti sínum til að undirrita slíka samninga til stofnana sambandsins í Brussel, hvort sem það eru t.d. viðskiptasamningar (þ.m.t. fríverslunarsamningar), samningar um skiptingu fiskveiðistofna (svokallaðra deilistofna sem eru t.a.m. mikið hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga) eða samningar um loftferðir.
Heimild:
EU Adviser Urges Ban on Air Deals Made Bilaterally (Wall Street Journal 17/11/06)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 8. desember 2006
Financial Times viðurkennir að rétt hafi verið fyrir Breta að halda pundinu
Til þessa hefur hið heimsþekkta viðskiptablað Financial Times verið mikill talsmaður þess að Bretar tækju upp evruna í staðinn fyrir breska pundið. En í leiðara blaðsins 24. október sl. kveður við annan tón. Þar viðurkennir leiðarahöfundur að Bretar hafi ekki beðið skaða af því að halda í pundið eins og blaðið hafði áður og ítrekað spáð ásamt ófáum fleirum. Á sama tíma hafi evran ekki verið að skila sér sem skyldi.
Heimildir:
Sterling sits pretty as volatility vanishes (Financial Times 24/10/06)
Sterling sits pretty as volatility vanishes (Open Europe 24/10/06)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nýjustu færslur
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
- Nýtt ár
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 50
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 1985
- Frá upphafi: 1184392
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1710
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar