Leita í fréttum mbl.is

Grikkir selja flugvelli upp í evruskuldir

Til að losna við skuldir og draga úr evruskjálftanum verða Grikkir nú að selja Þjóðverjum sína bestu flugvelli. Það er krafa Evrópusambandsins, Evrubankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Mbl.is segir svo:

Grísk stjórn­völd til­kynntu í dag að þau hefðu gengið frá sölu á fjór­tán flug­völl­um í land­inu til þýska fyr­ir­tæk­is­ins Fra­port en samið var um söl­una í 2015 í tengsl­um við sam­komu­lag um alþjóðleg­ar lána­fyr­ir­greiðslur til lands­ins til þess að koma í veg fyr­ir að það yf­ir­gæfi evru­svæðið.

Flug­vell­irn­ir sinna inn­an­lands­flugi í Grikklandi og voru áður í eigu gríska rík­is­ins. Aðþjóðleg­ir lána­drottn­ar lands­ins, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Evr­ópu­sam­bandið, settu það sem skil­yrði fyr­ir lána­fyr­ir­greiðslum að grísk stjórn­völd færu út í um­fangs­mikla einka­væðingu rík­is­eigna.

Meðal ann­ars er um að ræða flug­völl­inn í Þessalón­íku og á eyj­un­um Mý­konos, Santor­ini og Korfú sem eru vin­sæl­ir ferðamannastaðir. Þýska fyr­ir­tækið greiðir 1,2 millj­arð evra fyr­ir flug­vell­ina og skuld­bind­ur sig til þess að starf­rækja þá og viðhalda næstu 40 árin.


mbl.is Grikkir selja fjórtán flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fraaport (Fraport AG Frankfurt Airport Services) er að mestu í eigu þýska sambandsríkisins Hesse og ríkisverks Frankfurtborgar (Hesse og Stadtwerke Frankfurt).

Í raun er þetta langþráður varnarsamningur Evrópusambandsins við sjálft sig (Þýskaland) gegn velmegun í Grikklandi. Kostnaðinum við uppbyggingu var velt yfir á Grikki en hagnaðinum er svo skipað út til Þýskalands.

Þetta er jú Evrópusambandið sem á fagmáli nefnist Grosswirtschaftsraum Deutschlands.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2017 kl. 21:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Kostnaðinum við uppbyggingu var velt yfir á Grikki en hagnaðinum er svo skipað út til Þýskalands.

Alveg frábærlega upplýsandi fyrir Þýska skipulags gáfu rennandi á Evrópusambands smurningu Frakka. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2017 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 826
  • Frá upphafi: 1117718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 728
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband