Leita í fréttum mbl.is

Grikkir selja flugvelli upp í evruskuldir

Til að losna við skuldir og draga úr evruskjálftanum verða Grikkir nú að selja Þjóðverjum sína bestu flugvelli. Það er krafa Evrópusambandsins, Evrubankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Mbl.is segir svo:

Grísk stjórn­völd til­kynntu í dag að þau hefðu gengið frá sölu á fjór­tán flug­völl­um í land­inu til þýska fyr­ir­tæk­is­ins Fra­port en samið var um söl­una í 2015 í tengsl­um við sam­komu­lag um alþjóðleg­ar lána­fyr­ir­greiðslur til lands­ins til þess að koma í veg fyr­ir að það yf­ir­gæfi evru­svæðið.

Flug­vell­irn­ir sinna inn­an­lands­flugi í Grikklandi og voru áður í eigu gríska rík­is­ins. Aðþjóðleg­ir lána­drottn­ar lands­ins, Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og Evr­ópu­sam­bandið, settu það sem skil­yrði fyr­ir lána­fyr­ir­greiðslum að grísk stjórn­völd færu út í um­fangs­mikla einka­væðingu rík­is­eigna.

Meðal ann­ars er um að ræða flug­völl­inn í Þessalón­íku og á eyj­un­um Mý­konos, Santor­ini og Korfú sem eru vin­sæl­ir ferðamannastaðir. Þýska fyr­ir­tækið greiðir 1,2 millj­arð evra fyr­ir flug­vell­ina og skuld­bind­ur sig til þess að starf­rækja þá og viðhalda næstu 40 árin.


mbl.is Grikkir selja fjórtán flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fraaport (Fraport AG Frankfurt Airport Services) er að mestu í eigu þýska sambandsríkisins Hesse og ríkisverks Frankfurtborgar (Hesse og Stadtwerke Frankfurt).

Í raun er þetta langþráður varnarsamningur Evrópusambandsins við sjálft sig (Þýskaland) gegn velmegun í Grikklandi. Kostnaðinum við uppbyggingu var velt yfir á Grikki en hagnaðinum er svo skipað út til Þýskalands.

Þetta er jú Evrópusambandið sem á fagmáli nefnist Grosswirtschaftsraum Deutschlands.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.4.2017 kl. 21:03

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Kostnaðinum við uppbyggingu var velt yfir á Grikki en hagnaðinum er svo skipað út til Þýskalands.

Alveg frábærlega upplýsandi fyrir Þýska skipulags gáfu rennandi á Evrópusambands smurningu Frakka. 

Hrólfur Þ Hraundal, 13.4.2017 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 974072

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband