Leita í fréttum mbl.is

Ósvífin hótun ESB í garð Íslendinga

ossi„Þið skuluð bara hafa það verra af, ef þið gerið ekki eins og við segjum ykkur!“

Svona hljóða viðbrögð forkólfa ESB ef ríki hegða sér ekki eins og ESB vill. Þannig sendu þau Cameron tóninn um daginn.

 Nú er það Evrópumálaráðherra Írlands sem í boði Össurar Skarphéðinssonar sendir Íslendingum þau skilaboð að ef við klárum ekki aðildarviðræðurnar og göngum frá samningi þá skulum við hafa verra af.

 Þetta kemur fram á vb.is rétt í þessu:

Íslendingar verða að taka ákvörðun um aðild að Evrópusambandinu þegar samningar liggja fyrir, að sögn Lucindu Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands. Hún segir það geta skaðað samband Íslands og Evrópusambandsins ákveði íslensk stjórnvöld að draga umsókn sína um aðild til baka. Hún gerir ráð fyrir því að aðildarviðræðurnar haldi áfram eftir þingkosningar í apríl þrátt fyrir að hægt hafi á aðildarferlinu.

 


Steingrímur stendur í lappirnar í makrílmálinu

makrillÞað er gott hjá Steingrími að standa fast í lappirnar í markílmálinu. Það er líka athyglisvert hversu málflutningur hans er málefnalegri en utanríkisráðherra sem kennir Norðmönnum bara um yfirganginn. Þetta eru líka ágætisrök hjá Steingrími, eins og mbl.is lýsir þeim:

Aðalatriðið sé, að á undanförnum árum hafi orðið meiriháttar breytingar á göngu makríls sem hafi í fært sig inn í íslenska fiskveiðilögsögu. Um gríðarlegt magn sé að ræða. Menn telji að um 1,5 milljónir tonna af makríl hafi verið í íslenskri lögsögu á síðasta ári. Um 30% af öllum makrílstofninum hafi verið við Ísland í leit að fæðu og það hafi mikil áhrif á lífríkið.

Ráðherrann bendir að á að við þessar aðstæður fái Ísland stöðu strandríkis samkvæmt alþjóðalögum og eigi rétt á því að fá sanngjarnan hluta af kvótanum.

„Því miður, þá getum við ekki haft makrílinn hér í svona miklum mæli; að hann fái hér frítt fæði og húsnæði,“ sagði Steingrímur.


mbl.is „Makríllinn fær ekki ókeypis hádegisverð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur Skarphéðinsson er skíthræddur

ossiÞað er athyglisverð ábending hjá Evrópuvaktinni að Össur Skarphéðinsson þori ekki að skamma ESB vegna ákvörðunar um sameiginlegan makrílkvóta ESB og Norðmanna.

Evrópuvaktin segir:

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fríar Mariu Damanaki sjávarútvegsstjóra og Evrópusambandið af allri ábyrgð á sameiginlegri ákvörðun Norðmanna og ESB um að taka 90% af því sem talinn er leyfilegur heildarafli makríls á Norðaustur-Atlantshafi á árinu 2013. Utanríkisráðherra segir Norðmenn hafa krafist þessarar niðurstöðu enda séu þeir „lamaðir af ótta“ vegna þingkosninga í Noregi í september 2013. Hann varar þó ESB við að „leika sér að eldi“ gagnvart aðildarumsókn Íslands í makríldeilunni.


Svíar vilja semja við ESB upp á nýtt eins og Bretar

SjöstedtUmræða er nú hafin í Svíþjóð um það hvort Svíar eigi að reyna að semja upp á nýtt við ESB líkt og forystumenn íhaldsmanna í Bretlandi hafa boðað. Upplýsingavefur Svía um ESB greinir frá þessu.

Það er Jonas Sjöstedt leiðtogi sænska Vinstriflokksins sem hefur þessa umræðu.

Meðal þess sem Jonas vill semja við ESB upp á nýtt er að fá bindandi ákvörðun um að Svíar þurfi ekki að taka upp evru, reglur sem meini óeðlileg undirboð á vinnumarkaði, semja þurfi um betri umhverfismarkmið og að Svíar losni við landbúnarðarstefnu ESB.

 

 


Sextíu prósenta atvinnuleysi á Spáni meðal ungs fólks!

spannatvinnulausFjölmiðlar greina frá því í morgun að atvinnuleysi haldi áfram að aukast á Spáni um leið og framleiðsla dregst enn saman, þrátt fyrir vonir og væntingar um annað.

Visir.is segir svo frá í dag:

 Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum. Sextíu prósent atvinnubærra Spánverja undir tuttugu og fimm ára aldri er nú án atvinnu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem yfirvöld á Spáni birtu í dag.

Þar kemur fram að fjórðungur atvinnubærra manna sé nú á atvinnuleysisskrá í þessu fjórða stærsta hagkerfi Evrópu. Atvinnulausum fjölgaði um tæp tíu prósent á síðasta ári. Síðustu mánuði hefur efnahagslífið á Spáni dregist saman en líklegt er að efnahagslægðin ríki fram á næsta ár.


Forystumönnum í ESB er bannað að segja satt

gosiForystumenn í ESB mega ekki segja sannleikann. Þeir mega undir engum kringumstæðum segja að nokkuð sem aflaga hefur farið sé evrunni eða myntsamstarfinu að kenna. Stjórnkerfi evrulandanna og ESB-landanna endurómar þessa lygi - og jafnvel hluti stjórnkerfa fleiri landa.

Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu fer að hluta til með fleipur í því sem haft er eftir honum í meðfylgjandi frétt.

Fjölmargir hagfræðingar - og þarf nú ekki neinn hagfræðing til - hafa bent á að einn helst vandi sem Ítalía hefur búið við undanfarið er skert samkeppnisstaða vegna þess að Ítalir eru læstir inni í gengissamstarfi á meðan verðlagsþróun er allt öðruvísi á Ítalíu en í samkeppnislandinu Þýskalandi. Þjóðverjar hafa getað haldið launum og verði niðri, vörur þeirra hafa verið ódýrari en Ítala, þær selst betur, viðskiptaafgangur verið hjá Þjóðverjum á meðan viðskiptahalli hefur verið hjá Ítölum - sem hafa fyrir vikið safnað skuldum sem þjóð.  Þetta mega forystumenn ESB og ESB-sinnar aldrei viðurkenna.

Nóbelsverðlaunahafinn Krugman sagði í bók sem kom út á síðasta ári (End this depression now) að opinberar skuldir Ítala hefðu að mestu leyti verið tilkomnar fyrir nokkrum áratugum og að þeir hefðu verið á góðri leið með að lækka þær áður en evran var tekin upp. Þá syrti aftur í álinn.

En forystumenn í ESB mega ekki segja sannleikann um sumt. Þá eru þeir teknir á teppið. Dæmi um slíkt eru vel þekkt.


mbl.is Engar óviljugar þjóðir í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bágstödd börn og bognir bananar í ESB

svongbornNýlega voru sagðar fréttir af svöngum skólabörnum í Portúgal. Hungrið sverfur einnig að í Grikklandi og víðar í ESB þar sem atvinnuleysið er í tveggja stafa tölu. Sums staðar er t.d. helmingur ungs fólks án atvinnu.

Nú er mikil mildi að börnin fá að borða bogna banana og skakkar gulrætur. Fyrir fáeinum árum var það nefnilega reglugerðarbundið í hnefaþykkum doðröntum að henda skyldi öllu grænmeti sem var ekki rétt að lögun.

Reglugerðarfargan á vinnumarkaði í ESB á sinn þátt í atvinnuleysinu þar. Atvinnuleysi sem veldur upplausn í stórum samfélögum á evrusvæðinu.

ESB-sinnar vilja ræða um lífskjör í ESB-málinu.

Forsetinn bendir á að velgengni er oft meiri utan ESB.

Góð atvinna er undirstaða lífskjara. Ef foreldrarnir hafa ekki vinnu hafa börnin minna til hnífs og skeiðar. ESB-sinnar virðast ekki skilja þetta.


Grexit! ... Brexit! ... Hvað verður næst?

BrexitVandamál evrusvæðisins eru eins og hlaupandi verkur sem kemur og fer á mismunandi stöðum á líkamanum.

Hann byrjaði sem Grexit, þ.e. möguleiki á úrsögn Grikkja úr myntsamstarfinu. Þeim verk hefur verið haldið í skefjum þótt meinið sé enn til staðar.

Nú er rætt um Brexit, það er mögulega úrsögn Breta, sem þó hafa átt við minni vandamál að stríða en flest evrulöndin. Vandi Breta er að vera í kompaníi með ESB.

Ekki skánar þetta. AGS segir að samdráttur verði á evrusvæðinu á næsta ári, samanber meðfylgjandi frétt.

Financial Times segir í dag að atvinnuleysi verði áfram helsti höfuðverkur Evrópu. Alls eru 26 milljónir manna á evrusvæðinu án atvinnu, eða 11,8%. Og verkurinn á bara eftir að versna áður en hann skánar.


mbl.is Spá 3,5% hagvexti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2013
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 7
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 685
  • Frá upphafi: 1232776

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 593
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband