Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur efnahagur á uppleið en evrusvæðið hefur heldur dalað

bjartsynÞessi frétt er dæmigerð fyrir þá auknu bjartsýni sem ríkir um efnahagsmál hér á landi. Á sama tíma berast fréttir af því að evrusvæðið svamli enn svo að segja í fjöruborðinu og komist varla á þurrt land. Ríkissjóður hefur tvívegis fengið góð kjör á erlendum mörkuðum eftir bankakreppuna og nú stefnir í að viðskiptabankarnir fari á erlendan markað.

Ríkisstjórnin, og þá einkum Samfylkingin, tifar þó enn á því að ekkert verði gott nema með ESB og evru.

Samt er skuldatryggingaálag á Ísland lægra en það sem gildir fyrir Spán, Írland, Portúgal, Ítalíu og fleiri evrulönd.

 Sjá nánar: Eurostat.

Sjá einning: CNBC


mbl.is Styttist í erlenda lánsfjármögnun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evruríkið Kýpur þarf neyðaraðstoð

russmabEvruríkið Kýpur hefur verið í miklum vandræðum eftir að Grikkir hófu sína þrautagöngu. Efnahagur ríkjanna á þessu svæði er nátengdur og Kýpverjar hafa farið fram á neyðaraðstoð eins og fleiri evruríki. Furstarnir í Brussel telja hins vegar að mafíósar í austurhluta Evrópu hafi fengið að leika of lausum hala á Kýpur og vilja hreinsa til áður en neyðaraðstoð er veitt.

Ýmsir telja að Kýpur muni verða ESB mun þyngri baggi en hlutur eyríkisins í hagkerfi evrunnar segir til um.

Sjá Viðskiptablaðið: ESB setur lán til Kýpur á ís

Sjá nánar:  http://www.piie.com/blogs/realtime/?p=3280 The Coming Cyprus Challenge for the Euro Area


ESB höfðar ekki til Íslendinga

no_euUngir ESB-sambandsríkis-sinnar viðurkenna að framtíð evrunnar er óljós, samanber meðfylgjandi frétt. Í henni kemur einnig skýrt fram að þetta hafa ekki verið samningaviðræður heldur aðlögunarviðræður (accession talks... EU accession).

Þessir Evrópusambandsríkissinnar draga í efa réttmæti þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi ( A questionable referendum ...). Við vitum þá hvernig þetta yrði í ESB; sem sagt minna lýðræði.

Sambandsríkissinnarnir skilja greinilega mætavel að Íslendingar hafi lítinn áhuga á ESB. Þeir skilja líka að stjórnarflokkarnir óttist fylgistap vegna þjónkunar þeirra við Brussel-valdið.

Þeir skilja að Íslendingar vilja ekki kokgleypa reglur sambandsins í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum. En þeim þykir það greinilega leitt!

Sjá hér heimasíðu sambandsríkissinnanna:  http://www.thenewfederalist.eu/Iceland-in-or-out-please-decide,05481 


mbl.is „ESB þarf ekki annað Bretland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölga þoskhausar sér hraðar í ESB?

torskAlgeng er sú fullyrðing ESB-aðildarsinna að framleiðsla og útflutningur aukist ef við förum í ESB. Áður hefur verið bent á að útflutningur frá Íslandi jókst meira frá 1995 til 2011 en t.d. frá Finnlandi sem tók upp evru.

Þorskurinn er undirstöðuútflutningsafurð Íslendinga.

Þorskhausar láta sig það litlu varða hvort land er í ESB eða ekki. Hann gerist varla graðari í ESB  að ósk stjórnvalda. Hann heldur sínu striki.

Makríllinn er allt annarrar gerðar. Hann flækist um og flakkar.

G. Tómas Gunnarsson fjallar ágætlega um það í nýlegum pistli hvað við getum lært af makrílnum. Hann sýnir okkur hvað myndi gerast í þessum efnum ef við værum í ESB. Í öllu falli myndi útflutningur fiskafurða varla aukast.


Aronska ESB-sinna?

Það var athyglisvert að heyra hinn gamalreynda sendiherra Einar Benediktsson lýsa mögulegum styrkjum frá ESB til verkefna háskólamanna af ýmsu tagi.

Það var ekki laust við að orð sendiherrans fengju hlustendur til að leiða hugann að Aronskunni sálugu.

Ég held við ættum samt að geta treyst því að fræðasamfélagið tekur aðeins þátt í svona verkefnum á forsendum fræðanna.


Blekkingar í ESB-umræðunum

bjorn_bjarnasonBjörn Bjarnason skrifar athyglisverðan leiðara á vef Evrópuvaktarinnar um þær blekkingar sem viðhafðar hafa verið varðandi umsóknina um aðild að ESB.

Í leiðarnum segir Björn meðal annars:

  • Áður en sótt var um aðild létu aðildarsinnar í veðri vaka að niðurstaða viðræðna yrði kynnt innan 18 mánaða.
  • Aðildarsinnar hafa ekki viljað viðurkenna hið rétta eðli viðræðnanna. Þær snúast um aðlögun að kröfum og lögum ESB en ekki sérlausnir.
  • Utanríkisráðherra Eistlands segist vonsvikinn vegna hægagangs í viðræðunum við Íslendinga þótt utanríkisráðuneyti Íslands láti eins og óvenjulega hratt og skipulega sé að málum staðið.
  • Utanríkisráðherra Íslands hefur hafnað því fram til 17. janúar 2013 að makríldeilan hafi áhrif á aðildarviðræðurnar.
  • Þeir sem töldu að Ísland yrði sett í alþjóðlegan skammarkrók eftir að Icesave-samningunum var hafnað segja nú að slit á ESB-viðræðunum muni stórskaða alþjóðastöðu Íslands.

Það er rétt að vekja athygli á ýmsum áhugaverðum pistlum og fréttum á vef Evrópuvaktarinnar.  


Leiðbeiningar fyrir umsóknarríki að ESB lýsa aðlögunarskrúfu

sigmundurdavidgunnlaugsSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins las upp athyglisverðan texta í Silfri Egils áðan.

Textinn lýsti því hvernig ríki sem sækja nú um aðild að ESB eiga að uppfylla allar reglur sambandsins áður en samningur getur tekið gildi.

Hlutverk ESB er að vera með svipuna á lofti og sjá til þess að umsóknarríkið hlýði leiðbeiningunum.

Það er ástæða fyrir þá sem misstu af Silfrinu að líta á það í endursýningu í kvöld og leggja sérstaklega við hlustir þegar Sigmundur greinir frá þessum leiðbeiningum.


ESB-umsóknin atvinnubótavinna í augum Bjartrar framtíðar?

gvvG. Valdimar Valdimarsson, einn af forystumönnum Bjartrar framtíðar, bar fram athyglisverð rök í Silfri Egils í dag varðandi ESB-umsóknina.

Hann sagði að það væri búið að leggja í svo mikla vinnu hjá ýmsum opinberum starfsmönnum við umsóknarferlið og svo margir starfsmenn væru að sinna þessu í stjórnkerfinu að það mætti ekki hætta þessu.

Þetta fer nú að hljóma ansi líkt því að það megi ekki hætta umsóknarferlinu vegna þess að það sé svo góð atvinnubótavinna fyrir nokkra opinbera starfsmenn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2013
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 28
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 1147
  • Frá upphafi: 1233499

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 971
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband