Leita í fréttum mbl.is

Viljum ekki lengur kíkja í pakkann!

G. Tómas Gunnarsson skrifar oft áhugaverða pistla um Evrópumál. Hér er einn þeirra.

Hér segir hann:

Það er ljóst að áhugi fyrir því að ganga í Evrópusambandið fer minnkandi á Íslandi. En það virðist nokkuð ljóst í þessari könnun að "viðræðusinnum" og þeim sem vílja " kíkja í pakann, fer einnig fækkandi.

Sjá fleiri pistla hér: http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/ 


Meginlandsfloti ESB kæmi í kjölfar makríls

trawler.jpgMakrílmálið er mjög athyglisvert. Okkar fólk virðist vera að reyna að standa sig og fylgja fram hagsmunum Íslands gegn nánast sameinuðu hagsmunaafli og hótunum frá Evrópu um þvingunaraðgerðir.

Þetta vekur óneitanlega upp spurningar um stöðuna værum við í ESB. Þá yrðum við að taka því sem að okkur yrði rétt.

Ein spurning sem vaknar er hvernig háttað yrði eftirliti með veiðum ESB-skipa úr svona flökkustofnum á okkar veiðisvæðum?

Ætli það myndi ekki slæðast eitthvað meira en makríll ofan í lestar meginlandsflotans? Hann myndi alla vega gera sig heimakominn miðað við útbreiðslu makrílsins.

Það er bara vonandi að íslensk yfirvöld og hagsmunaaðilar standi fast á rétti sínum í þessu efni.


mbl.is Skammta sér einhliða 90% kvótans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran getur ekki lifað af segir Esko Aho fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands

Esko Aho fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands sem verður ræðumaður á Viðskiptaþingi, samanber meðfylgjandi frétt, sagði nýverið að evran gæti ekki lifað af á núverandi grunni.

Það væri fróðlegt að heyra hvernig Aho metur stöðuna núna. Ennfremur hvort hann telur að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu henti vel Finnum sem búa við meiri þenslu en svæðið að meðaltali.

 Fyrrum forsætisráðherra Finnlands, Esko Aho, verður...

Finnar eru farnir að átta sig á því að því að sama vaxtastefna hentar ekki fyrir allt evrusvæðið.

Sumir orða þetta þannig að í stað þess að vextirnir séu „one size fits all“ þá séu vextirnir „one size fits none.“


mbl.is Fyrrverandi forsætisráðherra á Viðskiptaþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn, aðlögunarþvingunin og stjórnarskráin

Atli Gíslason alþingismaður ritar grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Greinin heitir: Össur, víglína ESB-umsóknarinnar er um stjórnarskrána.

Greinin vekur upp ýmsar spurningar um þær aðferðir sem beitt er í aðlögunarþvinguninni sem menn kalla umsóknarviðræður.

Atli segir meirihluta Alþingis hafa samþykkt frumvörp er feli í sér framsal á fullveldi Íslands, en það feli í sér brot á stjórnarská Íslands.

Þjóðin var ekki spurð að því hvort hún vildi þessa aðlögunarvegferð að ESB.

Ríkisstjórnin þorði heldur ekki að spyrja þjóðina um afstöðu til tillögu stjórnlagaráðs um framsal á fullveldi í hinni ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í haust.

Þeir stjórnmálamenn sem með brögðum eru að þvinga Íslandi inn í ESB fara í raun á bak við þjóðina.

Grein Atla er á blaðsíðu 25 í Morgunblaðinu í dag.


Meirihluti landsmanna vill draga umsókn að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum

Niðurstaða skoðanakönnunar sem birt er í Fréttablaðinu í dag bendir til þess að nú vilji meirihluti landsmanna annað hvort draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum. Samtals styðja 51,6 prósent landsmanna aðra hvora þessa leið. Hins vegar vilja 48,5 prósent ljúka viðræðunum samkvæmt könnuninni.

Eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu hefur þeim fækkað verulega sem vilja ljúka aðildarviðræðum. Fyrir rúmu ári, í desember 2011, vildu 65 prósent ljúka viðræðum.

Það er greinilegt samkvæmt þessu að þeim fækkar stórlega sem styðja stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í þessu máli.

Viðbót: Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig ýmsir fjölmiðlar stilla þessu upp, m.a. í fyrirsögnum. Evrópuvaktin fjallar aðeins um það.


Vextir á Spáni þyrftu að vera mínus 17,7%!

Finnar eru í Evrópusambandinu og komnir með evru við mismunandi hrifningu íbúanna. Í vefritinu Helsinki Times er fjallað um þann vanda sem það skapar fyrir Finna að vera á evrusvæðinu. Þar er minnt á að evrusvæðið sé margskipt hvað efnahagsstöðu og efnahagsþróun varðar og að sama vaxtastefna henti ekki öllum þessum svæðum.

Þannig segir að miðað við algenga viðmiðun (Taylor-reglu) ættu stýrivextir að vera 6,8% í Hollandi og 2,9% í Finnlandi. Stýrivextirnir eru hins vegar 0,75% vegna mikils samdráttar og lítillar verðbólgu á svæðinu í heild að meðaltali. Fyrir vikið er verðbólgan í hærri kantinum í nokkrum löndum, m.a. Finnlandi, en þar er hún 3,2% og ýmsir óttast verðbólguþrýsting og myndu vilja hærri stýrivexti.

Aðalvandinn er hins vegar á suðurjaðri evrusvæðisins. Þannig segir greinarhöfundur að stýrivextir þyrftu að vera mínus 15,7 prósent í Grikklandi miðað við þessa algengu viðmiðunarreglu (þ.e. ef það væri framkvæmanlegt), og mínus 17,7 prósent á Spáni!

eu bond yields 7 countries

Grikkland, Spánn, Portúgal og fleiri jaðarlönd glíma hins vegar við nokkuð háa vexti, t.d. á skuldum ríkisins, sem eru í hærri kantinum. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum á tíu ára skuldabréfum ríkisins um 7% í Portúgal, ríflega 5% á Spáni og  11% á Grikklandi.

Þótt vextir hafi lækkað eitthvað síðustu vikur eru þó margir þeirrar skoðunar að vegna áframhaldandi samdráttar á svæðinu, ekki hvað síst þar sem ástandið er verst eins og í ofangreindum löndum, þá muni skulda- og vaxtabyrðin þar ekki fara minnkandi og svo gæti farið að hún verði óviðráðanleg, þrátt fyrir alla aðstoðarpakkana.

Hér á landi er þó útlit fyrir að skuldir ríkisins fari lækkandi ef áætlanir fyrir næsta ár ganga eftir.

Það þykir ýmsum eftirtektarvert á alþjóðlegum mörkuðum.


Aukin bjartsýni og fólk flytur heim

trawler_734905.jpgÁ sama tíma og aðildarumsókn Íslands er að renna út í sandinn færir Hagstofan okkur þær fréttir að nú flytjist fleiri til landsins en frá.

Íslandsbanki túlkar þetta þannig að þetta sé vegna þess að hér sé atvinnulíf að færast til betri vegar með auknum hagvexti og aukinni atvinnu.


Pétur hittir naglann á höfuðið

Þetta er allt satt og rétt hjá Pétri.

Óvissan um örlög aðildarbeiðni Íslands að ESB hefur aukist.

Sumir vilja helst gleyma henni fram yfir kosningar.

Grundvallarlöggjöf ESB liggur fyrir og Ísland breytir henni ekki í þessum samningaviðræðum.

Pétur hefur gott auga fyrir því sem er að gerast í þessum málum.

Pétur H. Blöndal, alþingismaður.


mbl.is „Geti gleymt skömminni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2013
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 155
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 1274
  • Frá upphafi: 1233626

Annað

  • Innlit í dag: 136
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband