Leita í fréttum mbl.is

Málþing á mánudag um hættur ESB-aðildar

Mánudaginn 19. nóvember efnir Íslenskt þjóðráð – IceWise til málþings á veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð við hlið Keiluhallarinnar kl. 17:15. Sérstakur gestur verður breski þingmaðurinn Kate Hoey, sem er þingmaður Verkamannaflokksins í Vauxhall í Lundúnum. Kate er frá Norður-Írlandi. Hún er skeleggur málssvari þess, að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi um aðild að Evrópusambandinu. Fyrirlestur Kate nefnist: Hættur Evrópuaðildar - The Dangers of Joining the EU.

Fullveldisákvæði í nýrri stjórnarskrá

Fullveldinu er borgið í þeirri stjórnarskrá sem við búum við í dag. Tilraunir að Samfylkingar að þynna varnir fullveldisins í drögum að nýrri stjórnarskrá verður að stöðva.

Lágmark er að setja nýtt ákvæði um að aukinn meirihluta þurfi á alþingi til að samþykkja lög og þingsályktanir er varða fullveldi landsins.

Tillagan sem liggur fyrir um stjórnarskrá Samfylkingar er með öllu óboðleg þegar kemur að fullveldisframsali. Þar segir

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.


mbl.is Tillögu stjórnlagaráðs breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöfaldur meirihluti á Íslandi gegn ESB

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, yfir 57 prósent er mótfallin aðild Íslands að Evrópusambandinu. Jafnframt er staðfestur meirihluti þjóðarinnar, yfir 53%, hlynntur því að afturkalla umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.

Þessi tvöfaldi meirihluti gegn ESB-ferli ríkisstjórnar Samfylkingar og VG undirstrikar umboðsleysi Össurar og Brussel-strákana í utanríkisráðuneytinu.

Ísland hefur ekkert að gera í Evrópusambandið og andstaðan við misheppnaðan Brussel-leiðangur vinstriflokkanna eykst jafnt og þétt.


mbl.is Fjölgar sem vilja afturkalla ESB-umsóknina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur um Evrópumál í hádeginu mánudag 12. nóv.

Evrópuvaktin stendur að fundi með Alþjóðamálastofnun HÍ og RNH í stofu 201 í Odda, félagsvísindahúsi Háskóla Íslands, mánudaginn 12. nóvember klukkan 12-13 um samrunaþróun innan ESB og samkeppnishæfni Evrópu. Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe, í London flytur fyrirlesturinn og svarar fyrirspurnum.

Mats Persson nefnir fyrirlestur sinn How Further Integration Could Hurt Europe’s Competitiveness Hvernig samrunaþróunin innan ESB getur torveldað samkeppnishæfni Evrópu.

Open Europe er hugveita, sem starfar í tengslum við forystumenn í bresku atvinnulífi og hefur skrifstofur í London og Brussel. Einnig hefur þýsk systurstofnun Open Europe opnað skrifstofu í Berlín. Aðstandendur hugveitunnar eru hlynntir samstarfi Evrópuríkja, en telja, að samrunaþróunin innan Evrópusambandsins geti gengið of langt. Nauðsynlegt sé að örva hagvöxt og samkeppnishæfni í Evrópu og hverfa af leið miðstýringar. Stjórnarformaður Open Europe er Leach lávarður af Fairford.

Mats Persson fæddist í Bankeryd í Svíþjóð og hefur lokið meistaraprófi frá Hagfræðiskólanum í London, LSE. Hann hefur verið forstöðumaður Open Europe frá 2010, en var áður stjórnmálaráðgjafi í Washington-borg í Bandaríkjunum. Hann bloggar reglulega á heimasíðu Telegraph í London.

Áhugamenn um þróun mála innan ESB og stjórnmála í Evrópu með hliðsjón af umræðum um ESB-málefni í einstökum löndum hafa aðgang að daglegu yfirliti á vefsíðu Open Europe. Þar eru tekin saman höfuðatriði í fréttum dagblaða í fjölmörgum löndum.


17,2 milljarðar á ári til ESB

Ísland yrði að borga 17,2 milljarða króna á ári til Evrópusambandsins ef við yrðum aðilar að sambandinu. Ragnar Arnalds reiknar gjald Íslands á Vinstrivaktinni. Ísland getur gert sér vonir um að fá tilbaka hluta fjárhæðarinnar í formi styrkja.

Vegna þess að Ísland er ríkara land en þorri aðildarríkja Evrópusambandsins munum við allaf borga með okkur til sambandsins. Fyrir hálfu öðru ári giskaði utanríkisráðuneytiðað við gætum sótt til Brussel 12 milljarða og miðaði þá við að aðildargjöldin yrðu 15 milljarðar.

Stærstu sjóðir Evrópusambandsins eru byggða- og landbúnaðarsjóðir. Styrkir úr þeim sjóðum eru háðir mati sérfræðinga í Brussel. ESB-sinnar á Íslandi hafa alveg gleymt því að útskýra fyrir þjóðinni hvers vegna sérfræðingar í Brussel viti betur en Íslendingar sjálfir hvernig eigi að styrkja landbúnað og dreifðar byggðir.


Kostnaðurinn af Villa og Viðskiptaráði

Auðmennirnir sem settu Ísland á hausinn fjármögnuðu Vilhjálm Egilsson, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Vilhjálmur segir Ísland nyrsta Afríkuríkið og Viðskiptaráð er orðið að ,,viðræðusinna" sem undir fölskum formerkjum vill Ísland í Evrópusambandið.

Vilhjálmur Egilsson, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð stuðluðu að þjóðargjaldþroti Íslands. Það kemur úr hörðustu átt þegar þessir sömu aðilar þykjast þess umkomnir að vanda um fyrir Íslendingum um hvert við stefnum með efnahagslegt fullveldi okkar.

Hrunverjar verða ekki leiðarljós þjóðarinnar á ný.


mbl.is Segir Ísland nyrsta Afríkuríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: ESB-andstæðingar og girðingarfólkið

Jón Baldur L'Orange skrifar um minnislista sem birtist á Heimssýnarblogginu og tók til afstöðu þátttakenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Minnislistinn, sem byggði á svörum frambjóðenda við spurningu Vilborgar Hansen, flokkaði frambjóðendur í andstæðinga aðildar og fylgjendur. Jón Baldur bætir um betur og flokkar svörin með meiri nákvæmi.

Listi Jóns Baldurs er eftirfarandi:

Á móti aðild Íslands að ESB. Punktur!
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
Elín Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur
Friðjón R. Friðjónsson, ráðgjafi
Gunnlaugur Snær Ólafsson, upplýsingafulltrúi
Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri
Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi
Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður
Sævar Már Gústavsson, sálfræðinemi við HR
Þorgerður María Halldórsdóttir, háskólanemi

Loðið svar, eða kemur sér undan að svara því sem spurt var um:
Jón Gunnarsson, alþingismaður 

Fylgjandi aðild að ESB eða, aðild að ESB kemur til greina við réttar aðstæður.
Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri Íslenskra bóka
Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri
Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari 
Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur

 


ESB-flokkarnir tapa fylgi

Flokkarnir sem ætluðu að gera Ísland aðila að Evrópusambandinu tapa næstu kosningum, samkvæmt Gallup. Stórflótti er brostinn á fylgi Samfylkingar og VG og engar líkur á að þessir flokkar komist nálægt því að mynda ríkisstjórn eftir kosningar.

Málatilbúnaður vinstriflokkanna er í innbyrðis mótsögn. Atvinnulífið og efnahagskerfið rétti sig af eftir hrun vegna þess að Ísland er fullvalda og með eigin gjaldmiðil. Vinstriflokkarnir njóta ekki góðærisins vegna þess að ESB-umsóknin fórnar fullveldinu og flytur forræði íslenskra mála til Brussel.

Þjóðin metur fullveldið meira en svo að hún gefi vinstriflokkunum nýtt tækifæri að svíkjast undan merkjum þjóðfrelsis.


mbl.is Eykur fylgi sitt í öllum kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2012
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.7.): 46
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 1232815

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 619
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband