Leita í fréttum mbl.is

Viđvarandi langtímaatvinnuleysi víđa í Evrópu, en minnst á Íslandi

Nú er ţađ sláandi hve mikiđ hefur hćgt á hagvexti í Evrópu. Í ţví landi sem hefur drifiđ Evrópu áfram síđustu áratugi, Ţýskalandi, ríkir nú algjör stöđnun. Ţetta eru ekki góđar fréttir og ekki bćtandi á ţađ ástand sem ríkt hefur á vinnumörkuđum međ talsverđu atvinnuleysi víđa. Ţar er langtímaatvinnuleysiđ langverst, ţar sem stórir hópar, jafnvel heilu aldurshóparnir, hafa veriđ langtímum saman utan vinnumarkađar. Samkvćmt upplýsingum Eurostat var langtímaatvinnuleysi áriđ 2023 yfirleitt á bilinu 4-6% í Suđur-Evrópu en ađ jafnađi 1-2% í Norđur-Evrópu. Á Íslandi mćldist ţađ vart, eđa var 0,3% samkvćmt Eurostat, og verđur ekki annađ séđ en ađ ţađ sé hiđ lćgsta í Evrópu.


Jađarríkin í Evrópu líđa fyrir evruna

Í árdaga evrunnar var samleitni í hagţróun lykilhugtak, ţ.e. samleitni í verđbólgu, vöxtum, opinberum fjármálum og skuldum, auk gengis. Atvinna og hagvöxtur hefur hins vegar alltaf veriđ aukaatriđi međal evrutalsmanna. Nú fer lítiđ fyrir ţessari samleitniumrćđu, enda hefur komiđ á daginn ađ evran hentar ađildarríkjunum misvel. Jađarríkin hafa liđiđ fyrir evruna. Finnland er dćmi um jađarríki evrunnar ţar sem stöđnun eđa hćgagangur hefur ríkt vegna spennitreyju evrunnar og atvinnuleysi veriđ međ mesta móti. Spurning hvort Viđreisn telji aukiđ atvinnuleysi hér á landi ásćttanlegt til ađ fá evrudraum sinn uppfylltan?


Evrunni hafnađ ţar sem hún gćti grafiđ undan lífeyriskerfinu

Bćđi Danir og Svíar hafa hafnađ ţví í ţjóđaratkvćđagreislu ađ taka upp evru ţótt löndin séu í ESB. Siđustu 20 árin hefur umrćđa í löndunum um upptöku evru veriđ sáralítil. Í Danmörku var sá málflutningur hagfrćđinga áberandi ađ evran gćti grafiđ undan lífeyriskerfinu í landinu. Alţjóđlegar samantektir benda ítrekađ til ađ Danmörk sé ásamt Íslandi međ besta lífeyriskerfi í heimi. Ţví má spyrja hvort afleiđingin af stefnu Viđreisnar gćti orđiđ sú ađ grafa undan ţeirri sjóđsöfnun sem átt hefur sér stađ í lífeyrissjóđunum hér á landi síđustu hálfu öld?


Fjármálaeftirlitiđ óánćgt međ íţyngjandi regluverk ESB

Stjórnendur fjármálaeftirlita á Norđurlöndum hafa ítrekađ lýst yfir óánćgju sinni međ aukiđ og íţyngjandi regluverk ESB, nú síđast í sameiginlegu bréfi eins og Innherji á Vísir.is greinir nýlega frá. Á Íslandi er fjármálaeftirlitiđ hluti af Seđlabankanum og ţar á bć sem annars stađar á Norđurlöndum eru menn óánćgđir tímasóun starfsfólks í kringum hiđ flókna og stóra regluverk ESB í stađ ţess ađ starfsfólkiđ geti variđ tíma sínum í ađ verjast raunverulegri áhćttu og ógn sem steđjađ gćti ađ fjármálastarfseminni.

Eitt virđist sem sagt alveg víst. Međ sama áframhaldi, hvađ ţá međ fullri ađild ađ ESB, mun ţurfa ađ fjölga sérfrćđingum og öđru starfsfólki til ađ sinna ţví sem engu eđa litlu máli skiptir í íslensku samhengi. Meira ađ segja stjórnendum fjármálaeftirlits Seđlabankans og annarra fjármálaeftirlita á Norđurlöndum ţykir orđiđ nóg um.

 

Frétt á visir.is:

https://www.visir.is/g/20242645086d/nor-raenir-eftir-lits-stjorar-segja-brynt-ad-fjar-mala-reglu-verk-esb-verdi-ein-faldad

 


Er blásýra góđ viđ ţorsta?

Efnahagsvandamál Evrópusambandsins eru mikil og erfiđ viđureignar.  Meira ađ segja Ţýskaland hamast viđ ađ halda nefinu ofan sjávar.  

Ţjóđverjar gćtu eflaust fengiđ ókeypis kennslu hjá íslenska Evróputrúbođinu: Takiđ upp evru og allt mun lagast!

 

https://www.politico.eu/article/germany-economy-bad-worse-recession-gdp-robert-habeck/


Fyrrverandi dómari gengur erinda Evrópusambands

Ýmsir, ţar á međal Jón Bjarnason, eru hugsi yfir ţví ađ fyrrverandi dómari opinberi nánast trúarlegt samband sitt viđ Evrópusambandiđ. 

Jón rifjar af ţví tilefni upp ađ ţađ var engin tilviljun ađ bókun 35 var ekki međ í EES-pakkanum sem Alţingi samţykkti fyrir ţremur áratugum síđan.  Ţađ var nefnilega mat manna ađ EES-samningurinn vćri á mörkum ţess ađ standast stjórnarskrá og vćri bókunin međ vćri engin vafi lengur.  

Ćtli dómarinn hafi á ferli sínum fellt marga dóma sem smitađir voru af trúarhitanum?

 

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/

 


Myrkur og óöld

Í gćr sendi fv. dómari Alţingismönnum fyrirmćli um lagasmíđ međ grein í DV.  Í leiđinni útskýrđi hann ađ Íslendingar drćgju andann í gegnum EES og ađ ţeir sem ekki hlýddu Evrópusambandinu vćru grasasnar.  

Haraldur Ólafsson varđ til svars.  Hann segir m.a.: 

Davíđ Ţór fjallar um ţá „einföldu hugsun ađ forsenda fyrir sameiginlegum markađi á sviđi vöruviđskipta, ţjónustu, fjármagnsflutninga og vinnuafls sé ađ sömu reglur gildi alls stađar á honum.“  Ţađ er vissulega einföld hugsun, en hún er líka barnalega einfeldningsleg.  Allir vita, ađ allt ţetta sem nefnt er, er stundađ í stórum stíl um allan heim af sjálfstćđum ríkjum og allir vita ađ Íslendingar stunduđu blómleg viđskipti löngu fyrir daga EES-samningsins.

https://www.dv.is/eyjan/adsendar-greinar/2024/11/13/haraldur-olafsson-skrifar-myrkur-og-oold-heimi-evropusambands/


Óţćgileg léttúđ

Í nýrri grein í Morgunblađinu fer Hjörtur J. Guđmundsson yfir nokkur atriđi varđandi Sjálfstćđisflokkinn og ađild Íslands ađ Evrópusambandi. 

Ţví miđur er ţađ svo ađ sitthvađ í sögu flokksins undanfarna áratugi bendir í ţá átt ađ hann megi viđ ţví ađ verđa traustari en hann er í fullveldismálum.  Ţađ er mikils virđi ađ Hjörtur og ađrir Sjálfstćđismenn taki hraustlega til máls ţegar ţingmenn flokksins fara ađ leika sér međ fjöregg ţjóđarinnar, eins og um einnota leikfang sé ađ rćđa.  

 

https://www.fullveldi.is/?p=64103


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 62
  • Sl. sólarhring: 235
  • Sl. viku: 1181
  • Frá upphafi: 1233533

Annađ

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 1002
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband