Þriðjudagur, 8. nóvember 2011
Ómálefnaleg umsókn og umræða eftir því
Umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild Íslands að Evrópusambandinu er ómálefnaleg með því að hvorki var nýkjörið alþingi með umboð frá kjósendum að sækja um aðild sumarið 2009 né var breið samstaða um umsóknina í þjóðfélaginu. Þvert á móti var umsóknin keyrð í gegnum alþingi með pólitískri fjárkúgun af hálfu Samfylkingar og beinum svikum Vinstri grænna við kjósendur sína.
Af hálfu ríkisvaldsins er umræðan um Evrópusambandið keyrð áfram af blekkingum sem neitar einföldustu staðreyndum um ferlið sjálft, þ.e. að umsóknarríki fara í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið. Eftirtekjan er í samræmi málatilbúnaðinn: andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er aldrei meiri.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra situr uppi með ónýta aðildarumsókn. Til að bjarga andlitinu og fegra ömurlega ásýnd Samfylkingarinnar í málinu skipar Össur ,,samráðshóp í tengslum við samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu." Össur segir að samráðshópurinn eigi að stuðla að ,,málefnalegri" umræðu. Heyr á endemi.
Eina málefnalega útleið Össurar og samfylkingarhluta ríkisvaldsins í málinu er að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Salvör formaður ESB-samráðshóps |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 7. nóvember 2011
ESB ákveður gríska ríkisstjórn - og eigið andlát
Hótun Evrópusambandsins að Grikkjum yrði sparkað úr Evrópusambandinu ef þeir efndu til þjóðaratkvæðis um neyðarlán frá ESB dró þann dilk á eftir sér að gríska stjórnin féll. Íhlutun ESB í grísk innanríkismál er enn einn naglinn í líkkistu sambandsins.
Samkvæmt Telegraph veldur hótun leiðtoga Evrópusambandins gagnvart Grikkjum þeim ófyrirséðu afleiðingum að tiltrú á Evrópusambandið sjálf snarminnkar hjá þeim sem höfðu þó ekki Brusselvaldið í hávegum: fjármálamörkuðum.
Fjármálamarkaðir stunda veðmál um allar trissur þar sem í húfi er tilvist Evrópusambandsins. Hótun um brottrekstur ríkis úr sambandinu eykur óvissuna sem aftur elur á spákaupmennsku um framtíð ESB.
![]() |
Ný stjórn í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 6. nóvember 2011
Bretar íhuga stöðu sína í Evrópusambandinu
Breytingar á atkvæðavægi í ráðherraráði Evrópusambandsins, sem er æðsta valdastofnunin í Brussel, og fyrirsjáanlegur samruni ríkisfjármála evru-ríkja eru þyrnar í augum Breta. Hvorki finnst Bretum fýsilegt að verða ofurliðni bornir með atkvæðum evru-ríkja né vilja þeir framselja meira af fullveldi sínu til Brussel.
Bretland kaus að standa utan evru-samstarfsins og engar líkur eru að þeir gangi til liðs við evru-löndin 17 þegar fyrir liggur að það er uppskrift að efnahagsböli. Bretar vilja gjarnan eiga frjáls viðskipti við meginlandið en eru með fyrirvara á samrunaþróuninni.
Umrótið í Evrópusambandinu gæti leitt til þeirra varnarviðbragða Frakklands og Þýskalands að þau freisti þess að verja ávinninga samstarfs meginlandsþjóðanna með því að dýpka samstarfið.
Tveggja hraða Evrópusamband þar sem 17 evru-lönd mynda kjarna en hin tíu í samstarfi við kjarnann með ígildi EES-samnings er raunhæfur möguleiki.
Laugardagur, 5. nóvember 2011
Evran þarf áratugi; evruland verði Þýskaland
Kanslari Þýskalands vill að ríki í evru-samstarfinu taki upp þýskan aga í ríkisfjármálum, t.d. með því að banna ríkisfjárhalla með lögum. Angela Merkel er eflaust vel meinandi Þjóðverji og ber almenna velsæld íbúa evrulands fyrir brjósti.
Á hitt er að líta að frá stofnun Þýskalands árið 1871 hefur íbúum meginlands Evrópu í tvígang boðist að verða þýskir þegnar. Í bæði skiptin var tilboði Þjóðverja hafnað.
Evruland gæti þróast í Þýskaland á löngum tíma. Líklegra er þó að Grikkir haldi áfram að vera Grikkir og Spánverjar spænskir. Gjaldmiðill breytir ekki þjóðum.
![]() |
Löng leið að bata á evru-svæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. nóvember 2011
ESB leggur línurnar í grískum stjórnmálum
Forsætisráðherra Grikklands boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán Evrópusambandsins vegna skuldavanda ríkissjóðs. Evrópusambandið lagðist gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni og allt bendir til að vilji valdhafanna í Brussel ráði för á kostnað ríkisstjórnarinnar í Aþenu.
Evrópusambandið þrýstir á myndun þjóðstjórnar í Grikklandi. Þjóðstjórn felur í sér að allir stjórnmálaflokkar Grikklands verða ábyrgir gagnvart Evrópusambandinu. Engin stjórnarandstaða býður fram valkosti þar sem öll stjórnmálaöfl hafa játað Brussel trúnaði.
Leppstjórn Evrópusambandsins í Aþenu eykur ekki trú alþjóðar á lýðræði.
![]() |
Vill að mynduð verði samsteypustjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Grikkjum settir úrslitakostir
Forsætisráðherra Grikkja boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu um neyðarlán frá Evrópusambandinu. Leiðtogar Evrópusambandsins segja að þjóðaratkvæðið muni snúast um það hvort Grikkir verði áfram í evru-samstarfinu eða ekki.
Tveir ráðherrar grísku ríkisstjórnarinnar hafa opinberlega andmælt tillögu forsætisráðherra landsins um þjóðaratkvæði. Ef ríkisstjórnin í Aþenu fellur verður Evrópusambandinu kennt um að skipta sér af grískum innanríkismálum.
Skuldakreppan í evrulandi er óðum að taka á sig mynd hagfræðilegs hernaðar þar sem meginherir stórríkja takast á annars vegar og hins vegar skæruliðahópar smáríkja.
![]() |
Ræða vanda Grikklands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Grísk óvissa sogar Ítalíu í brimrótið
Tilkynning forsætisráðherra Grikkja, Papandreou, að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um björgunarpakka Evrópusambandsins skók fjármálamarkaði í gær. Hlutbréf féllu á mörkuðum í Evrópu, Ameríku og Asíu.
Hlutabréfaverð hoppar og skoppar daglega og má ekki lesa of mikið í þær verðbreytingar. Tvær aðrar breytur eru hættulegri framtíð evrunnar og Evrópusambandsins. Sú fyrri er að stuðningur frá Kína og öðrum stöndugum ríkjum við evrulöndin mun verða dreginn tilbaka á meðan óvissa er um Grikkland. Þá mun Ítalía með ónýta ríkisstjórn verða illilega fyrir barðinu á tortryggni fjármálamarkaðarins.
Evran er komin fram á bjargbrúnina.
Þriðjudagur, 1. nóvember 2011
Engin rök fyrir ESB-aðild Íslands
Við ræddum í okkar hóp um aðildarumsókn Íslands áður en við hittum þig hér í dag og veltum fyrir okkur spurningunni: Hvað hefur Ísland að sækja til ESB? Við stöldruðum að lokum aðeins við efnahagsmál og komumst síðan að sameiginlegri niðurstöðu: Ísland hefur engan efnahagslegan hag af því að ganga í Evrópusambandið. Þess vegna mælir ekkert með því að Ísland gerist aðili að ESB,var boðskapur hópur fræðimanna í Berlín á fyrsta fundi mínum hér í höfuðborg Þýskalands í dag hjá SWP, Stiftung Wissenchaft und Politik.
Tilvitnunin hér að ofan er tekin úr pistli Björns Bjarnasonar fyrrverandi dómsmálaráðherra sem birtist á Evrópuvaktinni. Björn hefur verið á ferð í Brussel og Berlín undanfarið og hitt embættismenn og sérfræðinga sem fást við málefni Evrópusambandsins.
Hlutlæg rök fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru einfaldlega ekki fyrir hendi. Flokkshagsmunir Samfylkingarinnar réðu því að aðildarumsókn var send til Brussel. Er ekki mál að linni?
Nýjustu færslur
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 145
- Sl. sólarhring: 275
- Sl. viku: 1695
- Frá upphafi: 1234464
Annað
- Innlit í dag: 128
- Innlit sl. viku: 1422
- Gestir í dag: 120
- IP-tölur í dag: 120
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar