Miðvikudagur, 14. desember 2011
Pólitísk hrossakaup og efnisleg niðurstaða
Þrír stjórnmálaflokkar af fjórum starfandi eru með þá yfirlýstu stefnu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk til kosninga með þessa stefnu en sveik hana strax eftir kosningar í pólitískum hrossakaupum við Samfylkinguna.
Þjóðir sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gera það aðeins að undangenginni ítarlegri umræðu og samstöðu um að framtíðarhagsmunir viðkomandi þjóðar liggi í sambandinu. Breið samfélagsleg samstaða þarf að vera um að æskja inngöngu. Á Íslandi er engu slíku til að dreifa.
Þegar formaður Vinstri grænna segir að aðildarviðræður muni leiða til ,,efnislegrar niðurstöðu" er hann að hafa endaskipti á hlutunum. Aðildarviðræður fela í sér aðlögun að Evrópusambandinu og tilboð um aðild er eina mögulega ,,efnislega niðurstaðan."
Stjórnmálaflokkar eiga að komast að ,,efnislegri niðurstöðu" um hvar hagsmunir Íslands liggja áður en sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem vill aðild. Aðrir stjórnmálaflokkar, þar með talin Vinstrihreyfingin grænt framboð, hafa komist að þeirri ,,efnislegu niðurstöðu," að okkur sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.
Formaður Vinstri grænna þarf að framfylgja yfirlýstri stefnu flokksins en ekki þyrla upp moldviðri til að fela svikin frá 16. júlí 2009.
![]() |
Ekki sjálfgefið að taka upp evru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. desember 2011
Egill Helga gefst upp á ESB-umsókn
Egill Helgason umræðustjóri telur Evrópusambandið í uppnámi og fyrirsjáanlegar breytingar þar á bæ gera umsókn Íslands um aðild tilgangslausa. Egill skrifar
Staðan í Evrópu er ansi mikið öðruvísi en hún var þegar sótt var um aðild sumarið 2009. ESB leikur á reiðiskjálfi, það eru haldnir stöðugir neyðarfundir sem slá þó ekki á kreppuna. En íslenska ríkisstjórnin virðist staðráðin í að halda aðildarviðræðum til þrautar og helst semja nógu hratt við bandalag sem við vitum ekki hvert er að fara.
Egill fylgist með umræðunni úti í heimi - ólíkt þorra aðildarsinna sem eru ósköp heimóttarlegir í umræðunni. Þeim er þó vorkunn þar sem höfuðpáfi ESB-umsóknar Íslands er maður sem helst ekki ætti að ganga laus í útlöndum, svona upp á orðspor þjóðarinnar að gera.
![]() |
Skref áfram í viðræðum við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. desember 2011
Minnihlutinn vill ljúka ESB-viðræðum
Aðeins um þriðjungur aðspurðra í skoðanakönnun Fréttablaðsins vill ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fréttablaðið lagði eftirfarandi spurningu fyrir sérvalda
Hvort myndir þú heldur kjósa: 1) Að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, eða 2) Að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamninginn?
Um 35 prósent völdu að draga umsókn til baka. Um 65 prósent ljúka viðræðum og fá þjóðaratkvæði. Þar sem Fréttablaðið aðgreinir ekki þá sem vilja ljúka viðræðum og fá þjóðaratkvæði verður að gera ráð fyrir að þeir skiptist til helminga.
Niðurstaðan: 1/3 vill draga umsókn til baka, 1/3 klára viðræður og 1/3 þjóðaratkvæði.
Sunnudagur, 11. desember 2011
Innlit í stórveldapólitík
Nick Clegg formaður Frjálslyndra demókrata þykir hvað mestur ESB-sinni í breskum stjórnmálum. Rök hans fyrir veru Bretlands í Evrópusambandinu eru þau að Bandaríkin taka Breta ekki alvarlega standi þeir utan ESB. Bretar standi einangraðir séu þeir ekki aðilar að ESB. Clegg segir Cameron hafa sýnt af þeir varðhundaeðli með því að beita neitunarvaldinu í Brussel. Og bætir við
"Theres nothing bulldog aout Britain hovering somewhere in the mid-Atlantic, not standing tall in Europe and not being taken seriously in Washington," Mr Clegg said
Stórveldahagsmunir Breta, samkvæmt þessari greiningu, felast í aðild að Evrópusambandinu, - því að önnur stórveldi, s.s. Bandaríkin, taka mark á ESB en ekki Bretlandi einu sér.
Greiningin gefur sér þá forsendu að Evrópusambandið sé og verði stórveldi. Sú forsenda er aftur í meira lagi hæpin. Eða hefur einhver heyrt um stórveldi sem ræður ekki við að halda myntbandalagi saman?
![]() |
Slæm ákvörðun fyrir Bretland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 10. desember 2011
Þýskaland leggur ESB á hilluna
Evru-samstarfið verður tekið út úr laga- og reglugerðarramma Evrópusambandsins og fært undir milliríkjasamstarf undir forystu Þjóðverja. Þetta liggur fyrir eftir að Bretland beitti neitunarvaldi gegn því að Lissabon-sáttmála ESB yrði breytt til að færa valdheimildir frá aðildarríkjum til Brussel.
Þjóðverjar í félagi við nánustu bandamenn sína á evru-svæðinu, Frakka, ákváðu að efna til milliríkjasamstarfs um ríkisfjármál til að sniðganga neitunarvald Breta.
Af 27 þjóðum Evrópusambandsins eru 17 í evru-samstarfi. Fullkomlega óljóst er hve margar þjóðir utan evru-samstarfsins munu taka þátt í fyrirhuguðu ríkisfjármálasamstarfi.
Ísland er með umsókn í Evrópusambandið en það er ekki lengur sama sambandið og við sóttum um sumarið 2009.
![]() |
Umrót kallar á endurmat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 9. desember 2011
Bretar neituðu að fórna fullveldinu
Evrulöndin 17 auk sex annarra ríkja munu gera með sér milliríkjasamninga um ríkisfjármálasamband þar sem miðstýring verður á fjarlögum hvers þjóðríkis. Evrópusambandið er ekki aðili að þessu ríkisfjármálasambandi þar sem Bretar beittu neitunarvaldi sínu innan sambandsins, sem telur 27 ríki.
Bretar kröfðust þess að fá tryggingar fyrir því að fullveldi þeirra til að setja lög og reglur um fjármálaviðskipti í Bretlandi yrði virt. Frakkar og Þjóðverjar neituðu að veita slíka tryggingu og beittu Bretar því neitunarvaldi.
Stofnanir Evrópusambandsins geta að óbreyttu ekki tekið þátt í nýju ríkisfjármálasambandi sem myndað er um evru-samstarfið. Skapandi lögfræði þarf til að framkvæmdastjórnin eigi aðild að ríkisfjármálasambandinu. En það var einmitt skapandi bókhald í ríkisfjármálum Grikkja sem hratt skuldakreppunni úr vör. Skapandi lausnir á djúptækum kerfisvanda eru hættulegar.
Evrópusambandið sem Ísland sótti um árið 2009 er ekki lengur til.
![]() |
Erfið en góð ákvörðun" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 8. desember 2011
Umræðuleysi aðildarsinna
Áhugamenn um aðild Íslands að Evrópusambandinu keppast við að þegja um þær áskoranir sem Evrópusambandið stendur frammi fyrir. Þögn um tillögur Merkel og Sarkozy að breyta Evrópusambandinu, annað hvort í heild sinni eða evru-hlutanum einum, í ríkisfjármálabandalag sýnir að aðildarsinna á Íslandi eru ekki með í umræðunni.
Umræðuleysi aðildarsinna verður ekki skýrt á annan veg en þann að þeir eru ekki með neina sannfæringu fyrir málstaðnum
Tromp aðildarsinna var evran. Þeir sem núna mæla evrunni bót eru brandarakarlar sem enginn tekur mark á.
![]() |
Eitraðar eignir evrópskra banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. desember 2011
Bretar hóta að beita evru-ríki neitunarvaldi
Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, hótar að beita neitunarvaldi gegn breytingum á sáttmálum Evrópusambandsins ef ekki verði tryggt að stóru ríkin, Þýskaland og Frakkland, láti vera að knýja fram íþyngjandi reglur fyrir fjármálastarfsemina í London.
Þjóðverjar og Frakkar eru gagnrýnir á þátt fjármálakerfisins í tilurð skuldakreppunnar og vilja koma á sérstökum fjármálaskatti. Bretar telja slíkan skatt beina atlögu að sér þar sem London er fjármálamiðstöð Evrópusambandisns.
Hótanir og gagnhótanir eru að verð daglegt brauð skuldakreppunni sem umlykur evruland.
Hótun Standard & Poor um að lækka lánshæfismat evrulands rétt fyrir neyðarfund leiðtoga Evrópusambandsins er stríðsyfirlýsing bandaríska fjármálakerfisins gegn Evrópusambandinu. Bandaríkin vilja að ESB leysi skuldavanda sinn með engilsaxnesku leiðinni, - að prenta peninga.
Á þessa leið greinir helst dagblað Þýskalands, Frankfurter Allgemeine, hótun bandaríska matsfyrirtækisns.
Evrópski Seðlabankinn er ekki lánveitandi til þrautavara og ekki er heimilt samkvæmt gildandi sáttmálum ESB að leysa kaupa evru-ríki undan gjaldþroti.
Bresk-bandarískur þrýstingur á Þýskaland og Frakkland gæti leitt til þess að evru-ríkin 17 kljúfi sig úr Evrópusambandinu og stofni til kjarnasamstarfs. Tveggja þrepa Evrópusamband yrði niðurstaðan.
(Byggt á þessu bloggi.)
![]() |
Einungis sáttmáli fyrir evrusvæðið? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 277
- Sl. sólarhring: 284
- Sl. viku: 1621
- Frá upphafi: 1234317
Annað
- Innlit í dag: 245
- Innlit sl. viku: 1358
- Gestir í dag: 226
- IP-tölur í dag: 220
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar