Leita í fréttum mbl.is

Skrýtnasta málið og vonin um að Eyjólfur hressist

Bókun 35 er komin á fleygiferð á Alþingi.  Sagt er að mikið liggi á að samþykkja hana svo fullveldissinnaðir Sjálfstæðismenn, sem er allur þorri Sjálfstæðismanna, fari ekki að ræða málið á fyrirhuguðum landsfundi.

Í ljós kom í haust, að 72% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru andvíg bókun 35.   Það er því að vonum, og ánægjulegt, að Diljá Mist Einarsdóttir skuli segja að það sé best að láta málið eiga sig.  Vonandi tekst henni að sannfæra þingflokkinn um að það sé best.   

Meirihluti Íslendinga, sem afstöðu taka, er andvígur bókun 35 samkvæmt síðustu skoðanakönnun um málið.  Ákafamenn um framsal stjórnvalds til Evrópusambandsins tala í sífellu um að „þjóðin eigi að ráða“.  Alveg þangað til byrjað er að ræða bókun 35.  Þá er ekki lengur mikilvægt að þjóðin fái að ráða.

Sagt er að það þurfi að „bæta rétt“ manna í einhverjum málum með því að samþykkja bókun 35.  Ef Alþingi vill bæta rétt einhverja í einhverjum málum setur það lög þar að lútandi.  Það samþykkir ekki opið valdaframsal sem enginn veit hvaða afleiðingar mun hafa.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt þrumuræðu um bókun 35 á Alþingi 11. febrúar 2025.  Þar kom réttilega fram að í bókuninni fælist valdaframsal til Evrópusambandsins.   Þar kom líka fram að gögn sem tengjast málinu séu leyndarmál.  Já, leyndarmál!   Hvernig ætli verði rætt um slíkt í nefnd?  Með lokaðan munn?

Margir verða til þess að rifja upp að einn ráðherra Flokks fólksins útskýrði fyrir skömmu að bókun 35 gengi gegn stjórnarskrá lýðveldisins.  Sá hlýtur að hressast og muna skyldur alþingismanna við stjórnarskrána, ef til atkvæðagreiðslu kemur um bókunina.  Í leiðinni rifjast eflaust upp að yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna Flokks fólksins er andvígur bókun 35.  Er það ekki örugglega eitthvað meira en bara fólk flokksins?

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/10/07/fleiri_a_moti_bokun_35_en_med/

https://www.althingi.is/altext/upptokur/raeda/?raeda=rad20250211T154602

https://utvarpsaga.is/eyjolfur-bokun-35-gengur-thvert-a-stjornarskra-islands/


Hefur evran áhrif á atvinnuleysi?

Það er áhugavert að skoða hvort atvinnuleysi sé meira meðal evru-ríkja eða þeirra sem standa utan hennar. Þessi spurning var var skoðuð með aðstoð gervigreindar (Chatgpt 4o).

Atvinnuleysi í ESB
Samkvæmt nýjustu gögnum frá Eurostat var atvinnuleysi í Evrópusambandinu í lok árs 2023:
- Evru-svæðið (20 lönd með 341 milljón íbúa): 6,4%
- Önnur ESB-lönd (7 lönd með 106 milljónir íbúa): 5,7%

M.ö.o. þetta bendir til að atvinnuleysi sé almennt aðeins hærra í löndum sem nota evru. Einnig er meiri breytileiki í atvinnuleysistölum meðal evru landanna þeirra sem ekki gera það.

Staðan meðal evru-ríkjanna
Þar sem löndin sem nota evru deila sameiginlegri peningastefnu, sem stjórnað er af Evrópska seðlabankanum (ECB), hafa þau takmarkaða getu til að aðlaga stýrivexti eða gengisstefnu að sínum efnahagsaðstæðum. Þetta veldur misjöfnum áhrifum á atvinnuleysi:

- Lægsta atvinnuleysi: Holland (~3,7%) og Þýskaland (~4,0%).
- Hæsta atvinnuleysi: Grikkland (~9,4%) og Spánn (~14%).

Þetta sýnir einfaldlega að sameiginlegur gjaldmiðill og peningastefna evru svæðisins tryggja síður en svo svipað atvinnuleysi.

Lönd utan evru eru stöðugari
Lönd sem ekki nota evru, svo sem Tékkland og Pólland, hafa almennt séð minni sveiflur í atvinnuleysi. Þau hafa sveigjanleika til að aðlaga stýrivexti eða leyfa gengissveiflur til að viðhalda samkeppnishæfni:

- Tékkland: 4,3%
- Pólland: 5,1%

Þessi ríki hafa notað sjálfstæða peningastefnu m.a. til að viðhalda lægra atvinnuleysi og brugðist hraðar við efnahagsáföllum, svo sem í Covid-19 faraldrinum.

Ísland og sveigjanleiki gjaldmiðilsins.

Ísland hefur sömu tækifæri og lönd utan evru hvað varðar sjálfstæða peningastefnu. Með eigin gjaldmiðil getur Ísland brugðist við efnahagsáföllum með gengisaðlögun, sem hefur reynst lykilatriði í viðspyrnu eftir efnahagskreppur. Þótt gengissveiflur hafi sínar áskoranir hefur þessi sveigjanleiki hjálpað Íslandi að viðhalda hagkerfislegum stöðugleika.

Niðurstaða
Gögn benda til þess að meiri breytileiki sé í atvinnuleysi innan evru-svæðisins en í löndum sem ekki nota evru. Atvinnuleysi er einnig meira að meðaltali meðal evru landanna en hinna. Þrátt fyrir sameiginlegan gjaldmiðil eru miklar sveiflur í atvinnuleysi milli evru landanna, á meðan ESB-lönd með eigin gjaldmiðil virðast hafa stöðugri vinnumarkað.

Fyrir Ísland hefur verið hagstætt að standa utan evrunnar, þar sem sveigjanleiki í gengisstefnu hefur hjálpað til við að viðhalda atvinnustigi og hagkerfislegum stöðugleika.


Gervigreindin þarf ekki sæstreng

Rannsóknir benda til að raforkunotkun evrópskra gagnavera gæti næstum þrefaldast fyrir árið 2030, úr um 62 teravattstundum (TWh) í yfir 150 TWh árlega. Þetta myndi hækka hlutdeild gagnavera í heildarorkunotkun Evrópu úr 2% í um 5%. Þessi 150 TWh eru margföld heildar raforkuframleiðsla á Íslandi í dag.

Gervigreind er mjög orkufrek. Til dæmis notar AI-spjallmenni eins og ChatGPT allt að 25 sinnum meiri orku en einföld Google-leit.

Það þarf því augljóslega ekki sæstreng til að flytja raforku frá Íslandi til ESB, ljósleiðari í gagnaver framtíðarinnar er ígildi útflutnings á grænni orku frá Íslandi.


Sigríður og Jón opinbera ruglið

Ríkisstjórnin segist vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram með verkefni sem að mörgu leyti er óljóst, eins og fram kom í ágætu viðtali við Sigríði Á Andersen og hér er tengill á: 

https://podcasts.apple.com/us/podcast/sigr%C3%AD%C3%B0ur-%C3%A1-andersen/id1632230807?i=1000687452909

Svo skiptir líka máli að allt þetta Evrópubrölt á árunum eftir hrun gekk á svig við stjórnarskrá.  Umsóknin var ekki borin upp í ríkisráði, eins og skylda er og umsóknin sem send var til Evrópusambandsins var alls ekki í samræmi við það sem Alþingi samþykkti naumlega. Jón Bjarnason fer yfir það mál hér:

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/entry/2310875/

Semsagt: Tómt rugl og svindl

Og því vilja sumir halda áfram!

 

Fullveldissinnar á X-inu:

https://x.com/i/communities/1863919744635523503


Þær eldast vel

Fyrir allnokkrum árum voru sögðu nokkrir fullveldissinnar frá afstöðu sinni til aðildar Íslands að Evróusambandinu.  Frásagnirnar voru teknar upp og settar á netið.

Þær eldast harla vel

 

https://www.youtube.com/watch?v=to5NBLmsEY8&t=504s


Félagsfundur kl. 10-11:45 laugardaginn 8. febrúar

Almennur félagsfundur Heimssýnar verður í Kastalakaffi, hjá Hjálpræðishernum, austast við Suðurlandsbraut kl. 10-11:45 laugardaginn 8. febrúar 2025.  

Rætt verður um verkefnin framundan

Allir fullveldissinnar velkomnir

Stjórnin

 


Trump, Ásgeir og Þorgerður

Allir leggjast nú á eitt við að útskýra fyrir Íslendingum að það sé þeim hollast að stjórna málum sínum sjálfir, í stað þess að láta valdið í hendur erlends ríkjasambands. 

Trump, forseti í vesturheimi segist ætla í tollastríð við Evrópusambandið og Ásgeir seðlabankastjóri og Þorgerður Katrín, utanríkisráðherra, segja hvort með sínum hætti að Ísland eigi ekki að taka þátt í slíku stríði, það yrði hræðilegt. 

Eina leiðin til þess er vitaskuld að vera ekki í Evrópusambandinu. 

Það er heldur ekki vit í að ganga inn eftir að stríðinu lýkur, nema menn séu sannfærðir um að mannkyn muni aldrei framar fara í stríð og fjöldamargt annað sem ekki mun ganga eftir.

 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-02-05-vill-ad-island-fylgi-noregi-komi-til-tollastrids-435302

https://www.stjornmalin.is/?p=7062

 

 Almennur félagsfundur Heimssýnar verður í Kastalakaffi, austast við Suðurlandsbraut kl. 10-11:45 laugardaginn 8. febrúar 2025.  

 


Björn og Ögmundur lýsa upp ormagryfjuna

Sitthvað fer framhjá mönnum í myrkviðum alnetsins.  Ögmundur tók þó eftir merkilegri frétt Björns Malmquists.

Þar eru tvö atriði sem ættu að yfirgnæfa opinbera umræðu. 

Í fyrsta lagi er upplýst að ónefndir embættismenn hafi tilkynnt Evrópusambandinu að Ísland sætti sig við orkulagabálk númer 4.  Hvaðan kom þeim sú heimild? Er það fyrirskipun frá utanríkisráðherra?  Gleymdi hann að spyrja Alþingi, eða telur hann að það sé hlutverk annarra en Alþingis að setja lög á Íslandi?

Í öðru lagi er upplýst að Evrópusambandið sendir Norðmönnum fyrirmæli um hverjir megi og hverjir megi ekki koma í norskar hafnir.  Svoleiðis tilskipun frá útlöndum hefði líklega ekki komið Norðmönnum á óvart í ársbyrjun 1945, en kemur óneitanlega á óvart árið 2025.

Væri ekki rétt að Björn eða aðrir fréttamenn fylgdu þessum málum eftir?

https://www.ogmundur.is/is/greinar/grimulaust-evropusamband-og-grimulaust-island

https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-01-29-nordmenn-i-kroppum-dansi-gagnvart-evropusambandinu-434467

 

Almennur félagsfundur Heimssýnar verður í Kastalakaffi, austast við Suðurlandsbraut kl. 10-11:45 laugardaginn 8. febrúar 2025.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 450
  • Sl. viku: 2027
  • Frá upphafi: 1209966

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1836
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband