Leita í fréttum mbl.is

Frumleg rök Sigmars

Þegar rök vantar, en þörf er á þeim til að koma einhverju máli áfram, verður útkoman stundum skrýtin. 

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að Alþingi þurfi að samþykkja forgang laga sem byggja á fyrirmælum frá Evropusambandinu, til að efla jafnræði.  Lögin heita "bókun 35".

Sé þörf á að efla jafnræði á einhverju sviði er Alþingi í lófa lagið að setja um það lög.  Rétta leiðin til þess er ekki að búa til nýja forgangsreglu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 

Þess utan felst enginn augljós skortur á jafnræði í því að á Íslandi gildi íslensk lög, fyrir alla sem þar eru, og að í ótilgreindu Evrópusambandsríki gildi Evrópulög eða lög ríkisins, fyrir alla sem þar eru.  

Hvað skyldi koma næst?  "Bókun fyrir betra veður"?  Það stuðlar að minnsta kosti. 

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025-02-04-hver-er-ad-fara-ad-borga-thetta-allt-saman-435010

 


Norski farsinn

Umræðan um fjórða orkupakka Evrópusambandsins sem sprengdi norsku ríkisstjórnina er keimlík því sem var á Íslandi þegar sá þriðji var til umræðu. 

Hún er svona í örstuttu máli:


Ráðherra: Við verðum að samþykkja orkubálkinn.  Evrópusambandið leggur á það áherslu.  Það er líka allt í lagi því áhrifin verða sáralítil. 

Andstaðan: Það bendir allt til þess að áhrifin verði mikil og óhagstæð.  En hvers vegna skiptir svona miklu máli að samþykkja, ef áhrifin eru "sáralítil"?

Við þessari spurningu hefur aldrei komið boðlegt svar.  Þess í stað er þyrlað upp umræðuryki þar til flestir hafa gefist upp að fylgja þræði, sem oftast er slitinn og tættur.

 

Norski farsinn er líka íslenskur farsi, og margt bendir til þess að núverandi ríkisstjórn ætli að bjóða til sýningar innan skamms. Þá þurfa Íslendingar að taka fast á móti. 

 


Strætóstelpurnar

Sumir virðast telja að verðmæti sem mæld eru í peningum verði til með því að færa þau úr einni hendi í aðra nógu oft án þess að nein þjónusta eða vara verði til. 

Gullkornið um strætóstelpurnar tekur á því. Það eldist vel. 

https://www.youtube.com/watch?v=LMgAdI1pgso


Kverkatak

Snorri Másson birtir upptöku af átakamikilli ræðu sem Kristján Ingi Mikaelsson hélt á ráðstefnu um tækniframfarir.  Þar kemur fram að reglufargan Evrópusambandsins, sem Íslendingar fá sent í pósti með viðeigandi fyrirmælum frá Brussel, sé að ganga af gervigreindarfrumkvöðlastarfsemi dauðri í Evrópu. 

Það kemur ekki beinlínis á óvart.

Er ekki kominn tími til að endurskoða samstarf Íslendinga við það sem eftir er af Evrópusambandinu með víðtæka fríverslun sem markmið?

 

https://www.facebook.com/thykki97/videos/4006463699642875


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 286
  • Sl. sólarhring: 305
  • Sl. viku: 2305
  • Frá upphafi: 1210244

Annað

  • Innlit í dag: 256
  • Innlit sl. viku: 2086
  • Gestir í dag: 243
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband