Mánudagur, 11. febrúar 2013
Hrossahlátur um alla Evrópu
Ásakanir þjóta eins og eldur um sinu á milli ríkja og stofnana í Evrópu.
Rúmenar hafna því alfarið að þarlendir slátrarar þekki ekki mun á kálfi og bykkju.
Þeir segja gripina hafa verið leidda til slátrunar í samræmi við staðla ESB um hvað sé kálfur og hvað bykkja.
En MAST lítur þetta alvarlegum augum. Við stöndum okkur í þessu Íslendingar.
Evrópuvaktin fjallar ítarlega um þetta hér.
Höfundur myndar: James Hunt.
![]() |
Líta málið alvarlegum augum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 11. febrúar 2013
Ræði án lýðs
Tómas Ingi Olrich skrifar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Greinin heitir Ræði án lýðs. Þar segir hann að ljóst sé að innan sumra ríkja Evrópusambandsins hafi lýðræðið veikst. Það lýsi sér í minnkandi áhuga á kosningum til löggjafarþings.
Í greininni segir Tómas meðal annars:
Eftir því sem vald dregst til höfuðstöðva og stofnana ESB verður það æ meira áberandi, að valdamiðstöð ESB lýtur ekki lýðræðislegu eftirliti. Kjósendur hafa ekki nein áhrif á valdahafa. Þeir síðarnefndu öðlast sitt umboð með þeirri aðferð sem lýst er með hugtakinu cooption. Það hugtak er ekki til á íslensku. Það þýðir að nýliðun valdahópsins er ekki gerð að tilhlutan utanaðkomandi aðila, eins og kjósenda, heldur að tilhlutan þeirra sem fyrir eru í valdahópnum. Um slíka stjórnarhætti innan Evrópusambandsins hefur fest sig í sessi hugtakið gouvernance, sem er haft á frönsku um stjórnun án umboðs, og er frábrugðið hugtakinu gouvernement, sem er ríkisstjórn sem fer með vald í umboði kjósenda.
Og ennfremur segir Tómas:
Meðal þeirra fræðimanna sem hafa varað við því hvernig stöðugt flæðir undan lýðræði innan ESB er franski stjórnmálafræðingurinn og heimspekingurinn Pierre Manent. Hann lýsir valdastofnunum ESB sem stjórnunarstofnun, sem líkist lýðræðislegri ríkisstjórn sem starfar í umboði kjósenda, en sé í raun bæði umboðslaus og stjórnlaus. Hann gengur svo langt fullyrða að tími hins upplýsta einræðis sé runninn upp, en með öðrum hætti sé ekki hægt að lýsa summu þeirra skrifstofa, stofnana, dómstóla og nefnda er dæli út sífellt smásmugulegri reglum, sem okkur er gert að hlýða. Þegar stofnanir öðlast slíkt vald án lýðræðislegs umboðs, verða þjóðir Evrópu verkfæri verkfærisins.
Verkfærið með stórum staf holdgervist í stofnunum Evrópusambandsins og starfsmönnum þeirra. Þar fara embættismenn með völd í málefnum íbúa aðildarlanda án þess að hafa til þess lýðræðislegt umboð, og án þess að þurfa að standa ábyrgir gerða sinna frammi fyrir kjósendum með vissu millibili. Í skjóli þess stjórnkerfis, sem þróast hefur í höfuðstöðvum ESB, hefur lýðræðishugtakið klofnað. Annars vegar er lýðurinn, sem á enga umbjóðendur, og hins vegar valdhafar, sem eru umboðslausir. Auðvitað gengur þetta nærri sannfærðum Evrópusinnum. Bruno Le Maire, sem fór með Evrópumál í ríkisstjórn François Fillon, lýsir uppgjöf ESB gagnvart viðfangsefnum sínum sem eitruðu sambandi af háværum yfirlýsingum án innihalds og rótgrónu athafnaleysi.
Eins og gefur að skilja eru engir eins sannfærðir um ágæti þessa kerfis og embættismennirnir sjálfir. Þar eru 4.365 starfsmenn höfuðstöðva ESB á betri launum en Angela Merkel. Auk þess eru þeir langt frá almenningi og áhyggjum af atvinnuleysi og lélegum hagvexti. Á sama tíma og framleiðslufyrirtækin og atvinnan flytjast til Austurlanda fjær og annarra láglaunasvæða, flyst valdið til embættismanna ESB, án þess að kosningar ógni stöðu þeirra. Þetta kerfi lofsöng nýr formaður Samfylkingarinnar í jómfrúræðu sinni, og hét því að embættismenn yrðu í skjóli fyrir lýðræðinu, ef hann fengi ráðið.
Mánudagur, 11. febrúar 2013
Evruhagfræðingur horfir bara á aðra hlið myntarinnar
Það er merkilegt að Daníel Gros, einn af hugmyndasmiðum um einhliða upptöku evru fyrir Svartfellinga, og margrómaður evrópskur hagfræðingur, skuli líta hér algjörlega framhjá því að það eru tvær meginstærðir sem skýra viðskiptajöfnuð.
Önnur er innflutningur og hin er útflutningur. Í þessari grein einblínir hann bara á útflutninginn. Í greininni er hvergi minnst á innflutning. Gengisbreytingar hafa jú áhrif á verðmæti bæði innflutnings og útflutnings. Önnur mistök sem hann gerir hér er að einblína á magn útflutnings fremur en verðmæti. Hann lítur líka algjörlega framhjá því að undirliggjandi viðskiptajöfnuður (að frádregnum t.d. vaxtakostnaði) hefur verið stórlega jákvæður frá hruni. Á það hafa ýmsar alþjóðastofnanir bent sem mjög jákvæðan hlut.
Það er þó athyglisvert að Daníel Gros viðurkennir að útflutningsstarfsemin hafi gengið vel á Íslandi og margt fleira hafi gengið vel.
En það er mikil einföldun að halda því fram að allur hagvöxtur á Íslandi stafi frá makrílnum sem farinn er að ganga á Íslandsmið. Það er ekki nema hluti af hagvextinum sem þaðan kemur.
Það er hins vegar athyglisvert að Daníel Gros virðist hafa sagt hér samkvæmt heimildum að Íslendingar hefðu átt að taka upp evru einhliða í einu stökki haustið 2008. Undir þau sjónarmið virðist Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, hafa tekið, - sá er spáði hér algjöru hruni ef við samþykktum ekki Icesave.
Rétt er að hafa í huga að Gros er í umræddri grein að svara sjónarmiðum Nóbelsverðlaunahagfræðingsins Paul Krugman, sem hefur talið að sum ríki hafi gengið allt of harkalega fram í sparnaðaraðgerðum sínum. Krugman hefur hampað Íslandi. Sama gera ýmsir fjölmiðlar í Evrópu, en ýmsum forystumönnum í Evrópu (líka forystumönnum Samfylkingar og Bjartrar framtíðar) þykir hins vegar nóg um þá jákvæðu umfjöllun sem Ísland fær. Kannski er grein Gros viðbrögð við slíku.
Hér er frétt Viðskiptablaðsins um grein Daníels Gros:
Daniel Gros segir að langvarandi rekstrarhalli ríkissjóðs Íslands geti heft hagvöxt hér til framtíðar.
Ávinningur Íslands af því að geta fellt gengi krónunnar í kjölfar bankahrunsins var minni en oft er haldið fram í umræðunni, að sögn Daniel Gros, framkvæmdastjóra hugveitunnar Centre for European Policy Studies (CEPS) og fyrrverandi bankaráðsmanni í Seðlabanka Íslands.
Gros skrifar grein um það hvaða lærdóma megi draga af viðbrögðum stjórnvalda í Lettlandi, Eistlandi og Íslandi, þegar kreppan skall á. Þar segir hann að vegna þess að útflutningsvörur Íslands eru aðallega náttúruafurðir eins og fiskur og ál hafi gengisfelling lítil áhrif á útflutningsgetu. Gengisfellingin hafi vissulega verið sveiflujafnandi á efnahagslífið heima við. Aukin landsframleiðsla á Íslandi sé hins vegar ekki til komin hennar vegna heldur vegna þess að hlýnun jarðar hafi rekið fiskistofna inn í íslenska lögsögu.
Íslenska ríkið hafi aftur á móti verið rekið með miklum halla í langan tíma og skuldastaða hins opinbera sé nú nærri 100% af vergri landsframleiðslu. Hallarekstur sem þessi geri hins vegar lítið til að örva hagvöxt í litlu opnu hagkerfi þar sem stærstur hluti aukaútgjalda fer í innflutning. Það ætti því ekki að koma á óvart að viðskiptahalli er enn mikill á Íslandi og eykur hann þar með við skuldasöfnunina.
Hann segir rétt að miðað við hagvöxt hafi hrunið verið mun harkalegra í Lettlandi en á Íslandi, en hafa beri í huga að viðskiptahalli Lettlands fyrir hrun hafi verið um 25% af landsframleiðslu og því hafi gangurinn í efnahagslífinu ekki verið sjálfbær til lengri tíma. Nú sé lettneska hagkerfið um 10% smærra en það var fyrir hrun, en sé að vaxa. Skuldastaða hins opinbera sé hins vegar mun betri en hér á landi, eða um 40% af vergri landsframleiðslu. Með því að halda útgjöldum hins opinbera í skefjum sé staða ríkisfjármála í Lettlandi mun betri en á Íslandi. Bæði löndin hafi verið með tiltölulega litlar opinberar skuldir fyrir hrun, en nú séu skuldir íslenska ríkisins líklegar til að hefta hagvöxt til framtíðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 11. febrúar 2013
Hrossakjötið er hollt, segir ESB
Hrossakjötsskandallinn er nú farinn að vinda upp á sig í Brussel.
Háttsettir embættismenn þar í borg reyna að fullvissa fólk um að það muni ekki bera skaða af ef það borðar hrossakjöt.
Það er gott að vita af því .
Fólk er samt verulega áhyggjufullt yfir þessu, því uppruna hestanna er ekki getið, en þess er ekki krafist í reglum ESB.
Maður skyldi nú ætla að upprunavottorð væri meðal helstu gæðastaðla í matvælaiðnaði.
En greinilega ekki í ESB:
EUobserver greinir frá þessu:
The EU commission Monday said the horsemeat scandal is a labelling problem and does not represent a health issue. "We're not talking about a health issue here," said spokesperson. Under EU labelling rules processed food labels must list the ingredients but not their origin, amid confusion over the horsemeat origins.
Mánudagur, 11. febrúar 2013
Hin sameiginlega auðlindastefna ESB
Hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins felur það í sér að fiskimið aðildarríkjanna falla undir reglur sambandsins og að yfirstjórn fiskveiðanna er hjá skriffinnum Brussel. Fiskimiðin á öllu svæðinu eru því sameiginleg öllum ríkjum ESB, líka þeim sem ekki hafa aðgang að sjó.
Þetta er grundvallarreglan.
Færi Ísland í ESB hefðu þessir skriffinnar fjarri landinu lífsþráð þjóðarinnar í hendi sér, en ákvarðanir þeirra mörkuðust til lengdar fyrst og fremst af hagsmunum heildairnnar í ESB.
Skip allra aðildarríkja geta að jafnaði veitt í landhelgi allra ríkja frá 12 mílum (í vissum tilvikum 6 mílum) að 200 mílum að því gefnu að þau hafi kvóta. Stjórnin í Brussel ákveður allan kvótann, líka innan 12 mílna.
Frávik eins og smáfiskveiðar Maltverja á smávegis afla á smábátum breytir engu um meginregluna.
Þótt strandríki njóti um stund reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika, sem merkir að veiðireynsla gildi við úthlutun kvóta, þá er hún ekki gefin um aldur og ævi. Fiskistofnar taka breytingum hvað stærð og svæði varðar og eignarhald á fiskiskipum breytist. Auk þess telja sumir að reglan um hlutfallslegan stöðugleika sé undantekning frá meginreglunni um að fiskisvæði séu sameiginleg og því muni þessi regla hverfa með tímanum.
Nýjustu fréttir herma að ESB ásælist nú einnig allar auðlindir á hafsbotninum frá 12 mílum að 200 mílum.
Ragnar Arnalds fjallar nýverið um þetta á vef Vinstrivaktarinnar. Sjá hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Krefst Kristín rektor skýringa hjá Gylfa og Þórólfi?
Fáir hafa haft jafn rangt fyrir sér í umræðunni um Icesave-málið og tveir kennarar við Háskóla Íslands.
Eftir Icesave-dóminn standa upp úr í þeirri umræðu hástemmdar yfirlýsingar þeirra Gylfa Magnússonar dósents í viðskiptafræði og Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði.
Gylfi sagði að Ísland yrði Kúba norðursins ef Icesave-samningar yrðu ekki samþykktir.
Þórólfur sagði að lífskjör myndu hrynja gjörsamlega, atvinnuleysi aukast og við værum að horfa upp á hrikalega sviðsmynd.
Nú verður að ætla að þessir menn byggi ummæli sín á fræðilegri þekkingu. Ekki verður annað séð en að slík þekking sé þá gagnslaus.
Ef þeir byggðu ummælin ekki á fræðilegri þekkingu, hvað þá? Voru þau byggð á einhvers konar pólitískri óskhyggju. Nú breytir það í sjálfu sér litlu að Gylfi var ráðherra þegar hann lét ummælin falla. Hann var í leyfi frá kennarastörfum sem hann hefur nú aftur horfið til.
Háskóli Íslands vill láta taka sig alvarlega í þjóðlífinu hér á landi. Því verður að gera þá kröfu að ummæli háskólakennara um svo viðkvæm mál séu byggð á faglegri þekkingu.
Er ekki ástæða til þess fyrir Kristínu Ingólfsdóttur, háskólarektor, að kanna á hvaða grunni þessir háskólakennarar byggðu þessar stórkarlalegu staðhæfingar sínar sem hafa svo reynst algjörlega tilhæfulausar.
Þjóðin sem borgar laun þessa fólks á alltént heimtingu á að vita hvers vegna þessir menn höfðu svo hrikalega rangt fyrir sér. Þeir voru jú að reyna að fá fólk til að samþykkja óskir ESB-ríkjanna um Icesave-samningana, en þeir hefðu skert lífskjör hér á landi, samanber nýlegar samantektir annarra fræðimanna. Staða Íslands versnaði ekki á alþjóðavettvangi þótt við höfnuðum Icesave-samningunum og nú fer lánshæfismat ríkisins batnandi.
Þjóðin á heimtingu á skýringu frá Háskóla Íslands á þessum hrikalegu mistökum þessara tveggja fræðimanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Varað við áróðri ESB og Evrópustofu hér á landi

Stofan hefur úr meira en 200 milljónum króna að moða til þess að tryggja að upplýsingamiðlun verði með þeim hætti að auknar líkur séu á því að Íslendingar samþykki að gerast aðilar að ESB.
Launaður starfsmaður Evrópustofu gekk svo langt að vera með upphlaup á fundi Heimssýnar nýlega með forystumönnum stjórnmálaflokka. Með því kom hann í veg fyrir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gæti svarað spurningum fundargesta og lokið máli sínu.
Það er mjög alvarlegt mál ef Evrópustofa notar milljónirnar sínar til að þagga niður í formanni stjórnmálafloks. Umræða um þessi mál verður að vera málefnaleg þar sem frummælendur eiga að hafa svigrúm til að ljúka sínu máli og skýra sjónarmið sín án óeðlilegrar truflunar fundarmanna.
Framsóknarflokkurinn ályktaði um helgina að lýðræðinu sé hætta búin ef erlendir aðilar megi dæla ótakmörkuðum fjárhæðum hingað til lands til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi. Þeir vilja því setja reglur um þessa hluti.
Heimssýn hefur úr litlum fjármunum að moða. Starfið byggir að verulegu leyti á sjálfboðavinnu. Það er málstaðurinn og hugsjónin sem rekur okkur áfram. Þessi bloggfærsla er t.d. skrifuð kauplaust
mbl.is greinir svo frá ályktun frá flokksþingi Framsóknarmanna:
Framsóknarflokkurinn telur fulla ástæðu til að setja án tafar lög sem fyrirbyggja að erlend stjórnvöld eða erlendir aðilar geti stundað eða fjármagnað póltískan áróður hér á landi. Það má vera ljóst að ef íslenskir stjórnmálaflokkar búa við takmörkuð fjárráð en erlendir aðilar mega dæla hingað ótakmörkuðum fjárhæðum til að vinna sjónarmiðum sínum fylgi, þá er lýðræði í landinu hætta búin, segir í ályktun Framsóknarflokksins um innanríkismál.
Samkvæmt heimildum mbl.is er hér verið að vísa til Evrópustofu, sem rekin er með fjármagni frá Evrópusambandinu og stendur að kynningu um sambandið hér á landi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 10. febrúar 2013
Hag lands og þjóðar best borgið utan ESB
Íslandi er best borgið utan Evrópusambandsins, segir í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins frá í gær. Ennfremur segir í ályktuninni að ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Frásögn mbl.is m.a. svohljóðandi:
Það er alveg hreint samkvæmt þessari ályktun að nú verður ekki lengra haldið. Þeim verður hætt og ekki hafnar aftur nema þjóðin vilji halda áfram aðildarferlinu, sagði Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, um ályktun flokksins um utanríkismál sem samþykkt var á flokksþinginu í dag.
Þar segir: Framsóknarflokkurinn telur hag lands og þjóðar best borgið utan Evrópusambandsins. Ekki verði haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einungis 30% þjóðarinnar sem vilja í ESB
Nú eru bara 30% þjóðarinnar sem segjast vilja ganga inn í Evrópusambandið og hugsanlega með skilyrðum. Það er því farsælast að gera hlé þar til almennur vilji er fyrir aðild, segir Frosti.
![]() |
Íslandi best borgið utan ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
- Hitt stóra málið
- Stóru breytingarnar
- Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
- Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
- Aðeins meira um veikleika Evrópusambandsins
- Veikleikar Evrópusambandsins
- Kári sveiflar sverði
- Svaraði Markús ekki?
- Einföld lausn
- Gleðilega þjóðhátíð
- Nagli Hjartar og nokkrar einfaldar staðreyndir
- Horft í gegnum þokuna í bókunarmálinu
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring: 270
- Sl. viku: 1119
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 947
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar