Leita í fréttum mbl.is

Grikkjum bjargað i nokkrar vikur, Portúgal næst

Afskriftir lánadrottna á grískum ríkisskuldum á að heita ,,frjáls" en er þvinguð. Með vafasömum aðferðum er komist hjá því að virkja samninga sem keyptir voru til trygginar á grískum ríkisskuldum. Þegar skuldatryggingar eru teknar úr sambandi verður því erfiðara að fyrir ríki að fá lánað - alþjóðlegir sjóðir einfaldlega treysta ekki að lántaki greiði tilbaka.

Ef Grikkir standa við skuldbindingar sínar og skera niður samkvæmt kröfum ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins fer landið í tíu ára samdrátt - en mun samt skulda 120 prósent af landsframleiðslu árið 2020. Enginn trúir því að Grikkir munu láta það yfir sig ganga og því er rætt um þriðja björgunarpakkann.

Næsta ríki á skuldabál evrulands er Portúgal, segir í Telegraph.


mbl.is Tæplega 84% samþykktu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB stundar flokkspólitík á Íslandi

Evrópusambandið rekur sérstaka stofnun, Evrópustofu, til að koma á framfæri stefnumáli sem einn íslenskur stjórnmálaflokkur er með á dagskrá: aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðeins Samfylkingin er með aðild að Evrópusambandinu á stefnuskrá sinni. Allir aðrir starfandi flokkar á alþingi eru með flokkssamþykkir gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Evrópusambandið stundar flokkspólitík hér á landi sem ekki er leyfileg samkvæmt íslenskum lögum og brýtur í bága við Vínarsáttmálann um starfsemi sendiráða.

Innanríkisráðherra hlýtur að vekja athygli Evrópusambandsins á íslenskum lögum og alþjóðlegum samþykktum og fara fram á að fullveldi Íslands sé virt.


mbl.is Innanríkisráðuneytið skoðar kynningu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-samstaða í verki: kúgum Íslendinga

Meingallaðar reglur Evrópusambandsins leyfðu íslenskum útrásarbönkum að ryksuga upp sparifé í Bretlandi og Hollandi. Einkabankarnir fóru á hausinn og áhættusæknir sparifjáreigendur töpuðu.

Málið ætti þar með að vera dautt. Í Evrópusambandinu eru hins vegar ótal leiðir fyrir stórríkin að klekkja á smáríkjum. Breskur þingmaður vill sækja að Íslendingum í gegnum sjóði Evrópusambandsins sem hafa ekkert með bankastarfsemi að gera.

Tillaga breska þingmannsins heggur í sama knérunn og sjávarútvegsdeild Evrópusambandsins: ef Íslendingar beygja sig ekki undir ESB-vald á einu sviði skulum við klekkja á þeim á öðrum stað.

Ástæðan fyrir því að Evrópusambandið telur sig hafa í fullu tré við Íslendinga er þessi ólukkan umsókn Össurar og félaga um aðild að sambandinu. Er ekki heppilegast fyrir alla aðila að vík verði milli vinanna Íslands og Evrópusambandsins?


mbl.is Vill stöðva greiðslur til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptaka erlends gjaldmiðils er uppgjöf

Frosti Sigurjónsson tekur saman helstu rökin fyrir upptöku annars gjaldmiðils og segir þau léttvæg. Hann vitnar í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem sýnir svart á hvítu að aðeins fátæk ósjálfstæð þjóðríki láta sér til hugar koma að taka upp erlendan gjaldmiðil.

Svo er það evran. Þær þjóðir sem álpuðust inn í evru-samstarfið eru á leiðinni þar út, nema, auðvitað þau fátækustu í Suður-Evrópu.

Ísland er hvorki fátækt land né ósjálfstætt. Við fórnu hvorki fullveldi né krónu.


Litla ESB-hryllingsbúðin

Í Grikklandi er 30 til 40 prósent atvinnuleysi, ríkissjóður er gjaldþrota þrátt fyrir einn og hálfan alþjóðlegan björgunarpakka á tveim árum; árið 2020 verða skuldir Grikkja enn yfir 100 prósent af þjóðarframleiðslu - ef allt fer vel.

Og svo segir forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins að það yrði hryllingur fyrir Grikki að yfirgefa evruna - sem er bein orsök þess efnahagshruns sem þjóð Sókratesar og Platóns stendur frammi fyrir.

Er ekki allt í lagi heima hjá Barroso?


mbl.is Yrði hryllingur að yfirgefa evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkir eru fórnarlömb Stór-Evrópu

Stór-Evrópa er verkefni sem hleypt var af stokkunum eftir tvö heimsstríð á síðustu öld, þar sem kveikan í báðum tilvikum var sambúðarvandi stórvelda álfunnar, einkum Þýskalands og Frakklands. Stór-Evrópa átti að leysa sambúðarvandann með því að þjóðir meginlandsins rynnu saman í eina.

Útópían um Stór-Evrópu var keyrð áfram af velviljuðum hugsjónamönnum með tilfinningu fyrir hagnýtum aðferðum. Evrópuvaktin orðar ferlið á þennan veg

Samstarf ríkja á meginlandi Evrópu byrjaði sem tollabandalag. Svo þróaðist það upp í efnahagsbandalag. Þriðja skrefið var gjaldmiðilsbandalag. Fjórða skrefið var ríkisfjármálabandalag, sem varð formlega til í gær. Fimmta skrefið verður pólitískt bandalag. Lokaskrefið verður ríkjasamband-Bandaríki Evrópu.

Hagnýtu aðferðirnar við að búa til Stór-Evrópu voru duldar almenningi. Grikkjum, ekki frekar en öðrum þjóðum, var sagt að samruninn fæli í sér afnám þjóðríkisins.


mbl.is Vill að Grikkir þakki fyrir sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar tekur stöðu með fullveldinu

Ólafur Ragnar Grímsson forseti vísaði í óvissuna um fullveldi landsins þegar hann rökstuddi ákvörðun sína um bjóða sig fram á ný til embættis forseta Íslands.

Helstu hvatamenn að undirskriftarsöfnun þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að gefa kost á sér á ný komu úr röðum fullveldissinna.

Ólafur Ragnar hefur óbeint látið í ljós þá skoðun að vegferð samfylkingarhluta ríkisvaldsins til Brussel sé ekki heppileg fyrir hagsmuni þjóðarinnar í lengd og bráð.


mbl.is Margvísleg óvissa er ástæðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-áróður í þágu sértrúarsafnaðar

Sértrúarsöfnuðurinn sem heitir Samfylking er eini stjórnmálaflokkur landsins sem stefnir að inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Til að styðja við áhugamál sértrúarsafnaðarins rekur Evrópusambandið sendiráð og svokallaða Evrópustofu. Mörg hundruð milljónir króna eru til ráðstöfunar fyrir áróðurinn.

Áróður Evrópusambandsins hér á land brýtur gegn gildandi lögum á Íslandi og siðvenjum í samskiptum þjóða sem m.a. eru bundnar í Vínarsáttmálanum.

Alþingi verður að taka af skarið og afturkalla umboðið sem veitt var 16. júlí 2009. Utanríkisráðuneytið, sem er á valdi sértrúarsafnaðarins, er löngu farið fram úr umboðinu með óskammfeilinni aðlögun Íslands að Evrópusambandinu.


mbl.is Sakar sendiherra ESB um áróður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2012
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 153
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 1497
  • Frá upphafi: 1234193

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 1253
  • Gestir í dag: 134
  • IP-tölur í dag: 132

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband