Leita í fréttum mbl.is

Ráða Grikkir evrunni, eða evran Grikkjum?

Grikkir telja sér trú um að geta sett Þjóðverjum stólinn fyrir dyrnar: annað hvort fallist þið á að milda niðurskurðarkröfurnar og látið okkur fá fjárhagsaðstoð eða við förum gjaldþrotaleiðina og setjum þar með evru-svæðið allt í uppnám.

Samtímis vilja Grikkir fyrir hvern mun vera innan evrusvæðisins og hrýs hugur við að taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil á ný.

Grikkir geta ekki bæði sleppt og haldið.


mbl.is Enn er stjórnarkreppa í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aþena, Brussel og lýðræðið

Grískir kjósendur eru ekki í kallfæri við raunverulega valdamenn Grikklands - þeir sitja í Brussel. Þegar Grikkir kjósa sér þing eru þeir í raun aðeins að velja sendimenn með bænaskár til Brussel. Evrópusambandið er ekki í þágu lýðræðis heldur skipulags.

Frá sjónarhóli Brussel er vandi Grikkja of lítið skipulag. Til að koma skikki á grísk ríkisfjármál verður að endurskipuleggj þau og það kunna Grikkir ekki, segja þeir í Brussel.

Skipulag án lýðræðis er aftur dálítið vandamál, sem Brussel kann aðeins eina lausn á: lýðræðið verður að víkja. 


mbl.is Grikkir reyna enn stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri grænir með Svarta Pétur

Vinstri grænir gengu til kosninga með það loforð að halda Íslandi fyrir utan Evrópusambandið. Daginn eftir kosningar sveik VG stærsta kosningaloforðið og gekk ESB-umsókninni á hönd.

Vinstri grænir halda enn lífi í ESB-umsókninni þótt margstaðfest er að Íslendingar vilja ekki inn í Evrópusambandið. Aðlögunarferlið að ESB, sem Vinstri grænir standa að þrátt fyrir flokkssamþykkir um bann við aðlögun, sýnir hversu forhert lygamaskína forysta flokksins er orðin.

ESB-umsóknin klauf þingflokk VG og mun kljúfa fylgið frá flokknum við næstu kosningar.


mbl.is Segir ESB-umsókina vera að drepa VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppukerfi ESB þvingað upp á Ísland

Evrópusambandið er í pólitískri kreppu vegna þess að evru-tilraunin er að fara út um þúfur. Hagkerfi 17 evru-ríkja eru of ólík, félagsgerð viðkomandi þjóð of sundurleit og sameiginleg stjórnmálamenning er ekki fyrir hendi.

Evrópusambandið er byggt upp eins og stórveld og sammerkt öllum stórveldum á öllum tímum er að viðurkenna ekki ósigur sinn. Í stað þess að vinda ofan af evrunni, t.d. með því að fækka þeim löndum sem eiga aðild að samstarfinu, mun valdakerfið í Brussel freista þess að handstýra evru-svæðinu með sífellt víðtækara regluverki.

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins vekur athygli á þeim hættum sem blasa við Íslendingum stafar af kreppukerfi Evrópusambandsins. Hann þvertekur fyrir að stjórnarskránni verði breytt til að auðvelda yfirtöku ESB-reglna á íslensku þjóðlífi. Gott hjá Bjarna.


mbl.is Merkel vill að Frakkar standi við gerða samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

64% stjórnenda mótfallnir ESB-aðild

Vinstristjórnin hélt lengi í þá trú að atvinnulífið myndi styðja ESB-umsóknina. Á síðustu vikum er margstaðfest að þetta haldreipi stjórnarinnar er ónýtt. Samtök iðnaðarins gerðu könnun hjá sínum félagsmönnum nýverið og reyndust nærri þrír af fjórum á móti aðild. Það sem meira er þá var meirihlutaandstaða við evru.

Könnun Viðskiptablaðsins núna staðfestir fyrri mælingar á afstöðu til aðildar Íslands að Evrópusambandinu: andstaðan fer vaxandi.

Það þýðir ekki lengur fyrir Össur og ESB-sinna að afsaka andstöðuna með Icesave eða makríl. Þjóðin er á móti aðild, bæði almenningur og atvinnulíf.

Afturköllum umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is Mikill meirihluti stjórnenda á móti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndin frétt um fáránleika evru

Ameríkanar sjá húmorinn í ruglvædda evru-samstarfinu. Í Atlantic  er birt tafla þar sem sýndar eru 100 pólitískar, efnahagslegar og félagslegar breytur og hvernig þær tengja saman þjóðríki.

Það kemur á daginn að tólf helstu evru-ríkin eiga minna sameiginlegt en nánast hvaða tilviljanakennda úrtak sem vera skal. Ríki sem byrja á bókstafnum M eiga meira sameiginlegt en tólf stærstu evru-ríkin innbyrðis.

Mitt í öllum þessum fáránleika verður ESB-umsókn Samfylkinginar skiljanleg: líkur sækir líkan heim.


mbl.is Ætla að tæta í sundur skilyrði ESB og AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer Össur til Brussel til að þegja?

EES-ráðið, æðsti pólitíski samstarfsvettvangur Evrópusambandsins og EES/EFTA-landanna Íslands, Noregs og Lichtenstein, fundar eftir viku í Brussel. Samkvæmt frétt norska utanríkisráðuneytisins ætlar Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs að mæta.

Utanríkisráðherra Íslands fær þar tækifæri til að mótmæla yfirgangi Evrópusambandsins gagnvart Íslandi með meðákæru gegn Íslendingum fyrir EFTA-dómstólnum. vegna Icesave-málsins. Mótmæli á þessum pólitíska vettvangi eru í þágu hagsmuna Íslands enda meðákæran pólitísk yfirlýsing framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

En kannski fer Össur til Brussel bar til að þegja um hagsmuni Íslands.


Hagvöxtur með ríkisútgjöldum

Frambjóðandi sósíalista boðaði hagvöxt með ríkisútgjöldum og bauð lækkun lífeyrisaldurs í kaupbæti. Frönskum kjósendum var tekið að leiðast þýska sparnaðarstefnan með Sarkozy og voru til í ævintýramennsku með Francois Hollande.

Angela Merkel kanslari Þýskalands, sem opinberlega studdi Sarkozy, er undir ágjöf heima fyrir vegna þess hve langan tíma tekur að koma böndum á ríkisútgjöld evru-ríkjanna. Þjóðverjar óttast að þeir verði neyddir til að niðurgreiða lífskjör óreiðuríkjanna í Suður-Evrópu.

Með kjöri Hollande verður Evrópusambandið að finna nýjan pólitískan samnefnara. Þau Merkozy náðu fyrir hönd Frakklands og Þýskalands að knýja fram ríkisfjármálabandalagið sem Holllande vill rífa upp í því skyni að minnka sparnað og auka útgjöld.

Spennandi.


mbl.is Hollande sigraði Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2012
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 240
  • Sl. viku: 1160
  • Frá upphafi: 1233512

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 983
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband