Miðvikudagur, 17. maí 2023
Um hvað var samið?
Heimssýn sendir bréf:
Til forsætisráðuneytisins
Upplýsingar í fjölmiðlum og á blaðamannafundi Katrínar Jakobsdóttur og Úrsúlu von der Leyen 16. maí sl. má túlka á þann veg að frestun svokallaðs flugskatts sé sameiginleg niðurstaða fulltrúa Íslands og Evrópusambandsins, semsagt hluti af samkomulagi, frekar en einhliða ákvörðun Evrópusambandsins að fresta gjaldtökunni.
Heimssýn óskar góðfúslega að fá upplýsingar um öll efnisatriði fyrrgreinds samkomulags og afrit samnings, ef um slíkt er að ræða.
Með fyrirfram þökk
Haraldur Ólafsson
Formaður Heimssýnar
Þriðjudagur, 16. maí 2023
Og hvað svo?
Jæja, það náðust samningar um að fresta flugskattinum til ársloka 2026. Og hvað þá? Hvað mun Evrópusambandinu þóknast að leggja háan skatt á flug út til Íslands frá 1. janúar 2027? Hann gæti þurft að verða afar hár til að sannfæra menn um að ferðast öðruvísi, eins og hugmyndin er á meginlandi Evrópu þar sem menn velja á milli lestar, rútu og flugs.
https://www.visir.is/g/20232416041d/islandi-fai-afram-friar-flugheimildir-til-2026
Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. maí 2023
Evrópusamband í stríðsham
Menn kunna að hafa ýmsar skoðanir á hernaði, vígbúnaði og stíðsrekstri, en það er á hinn bóginn erfitt að hafa skoðun á þvi hvert hugur stjórnenda Evrópusambandsins stefnir í þeim málum. Sambandið vill meiri vígbúnað og leggur þrýsting á aðildarríkin í þá átt. Annað má skera niður.
Í hjálagðri grein eftir Thomas Fazi segir m.a.:
"Just last week, the European Commission announced its billion-euro plan to increase Europes capacity for producing ammunition to send to Ukraine, for which member states will have to contribute up to a billion euros yet another step in Europes switch to war economy mode, as commissioner Thierry Breton put it. In other words, European countries will soon be required to cut back on social welfare and crucial investment in non-defence-related areas in order to finance the EUs new defence economy we might call this military austerity in the context of the blocs increasingly vassal-like subordination to US foreign policy."
https://unherd.com/2023/05/the-rise-of-europes-military-austerity/
Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. maí 2023
Að koma samskiptum við þær þjóðir sem eftir eru í Evrópusambandinu í góðan farveg
Heimssýn hefur sent Alþingi eftirfarandi umsögn:
Heiðraða Alþingi
Löggjafarvald á Íslandi er samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins í höndum Alþingis og forseta sem eru kjörnir af fólkinu í landinu. Engu að síður hefur sá háttur verið á um nokkurt skeið að lög sem samin hafa verið af erlendu ríkjasambandi hafa verið gerð að lögum á Íslandi, að heita má umræðulaust. Er þá iðulega horft framhjá því hvort umrædd lög henti á Íslandi eða hvaða kostnað þau hafi í för með sér. Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi samkvæmt samningi fulla heimild til að hafna því að setja lög með þessum hætti virðist svo vera að aðilar innan stjórnkerfis landsins og sumir stjórnmálamenn telji að slík höfnun kalli á svo harðar aðgerðir af hálfu hins erlenda ríkjasambands að heimildin til að hafna löggjöf sé ekki til staðar í raun. Þetta er einkennileg staða og vandséð er að þetta fyrirkomulag standist stjórnarskrá. Vinnubrögðin sem hér er lýst eru hættuleg hagsmunum Íslendinga og ganga gegn hugmyndum þorra fólks um lýðræði.
Frá því fyrrgreint fyrirkomulag tók gildi hefur hið erlenda ríkjasamband teygt arma sína inn á sífellt fleiri svið samfélagsins með ýmsum hætti. Má þar nefna löggjöf um orkumál, dóm um innflutning á ófrosnu kjöti og hægfara eyðing á hinu tveggja stoða kerfi EFTA og Evrópusambandsins. Svo mætti áfram telja. Allt það veldur því að núverandi fyrirkomulag fjarlægist enn meira ramma stjórnarskrárinnar.
Nú liggur fyrir frumvarp sem hnykkir á forgangi laga sem eiga uppruna sinn í lögum frá Evrópusambandinu og fjallar einnig um stjórnvaldstilskipanir af sama tagi. Hið síðarnefnda er undarlegt og til þess fallið að auka flækjustig stjórnkerfisins. Hér er á ferðinni skref í átt að tilfærslu valds frá lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum á Íslandi til Evrópusamandsins sem erfitt er við að una.
Heimssýn telur að best sé að leggja fyrrgreinda bókun 35 til hliðar og hefjast þegar í stað handa við að koma samskiptum Íslands við þær þjóðir sem eftir eru í Evrópusambandinu í þann farveg að hagsmunir Íslendinga séu sem best tryggðir, án þess að fullveldi landsins sé skert eða fargað.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 14. maí 2023
Kópavogsfundur hinn síðari
Umsagnir um hina svokölluðu bókun 35 streyma nú til Alþingis og eru birtar á Alþingisvefnum. Þar kennir ýmissa grasa. Skúli heitir lögmaður og er Sveinsson. Hann er skýr og kjarnyrtur. Skúli segir m.a.:
Hið raunverulega lagasetningarvald hefur því fallið í hendur ókjörinna aðila sem þurfa ekki að standa og falla með verkum sínum gagnvart fólkinu enda er starfsemi framkvæmdastjórnarinnar hulin leyndarhjúp og er að meginstefnu til andlitslaus. Lagafrumvörpin sem frá framkvæmdastjórninni koma eru svo þess eðlis að þau eru gríðarlega flókin og svo mjög að það er ekki nema á færi helstu sérfræðinga að skilja þau að fullu. Lagamál Evrópusambandsins er jafnframt orðin að einhverskonar latínu nútímas sem almenningur á erfitt með að skilja. Jafnframt eru lögin þeim annmörkum háð að þau eru mjög matskennd þar sem hugtök eins og viðeigandi" eru notuð, sem aftur leiðir til þess að eftirlitsstofnunum er falið að útfæra hvaða skilning á að leggja í reglurnar. Lögin uppfylla því ekki það grunnskilyrði að vera aðgengileg né auðskiljanleg fyrir borgarana, heldur eru þau matskennd og háð frekari túlkun og útfærslu embættismanna.
Samlíkingin við Kópavogsfundinn forðum verður sífellt skýrari.
https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/153/890/?ltg=153&mnr=890
Laugardagur, 13. maí 2023
Ófullburða og vanhugsað
Arnar Þór Jónsson hefur sent frá sér skýran og hvassan bálk um það sem nefnt hefur verið bókun 35 og er frumvarp til laga um forgang laga og stjórnvaldstilskipana sem eiga rætur í Evrópusambandinu.
Arnar Þór er þeirrar náttúru að segja hlutina umbúðalaust. Hann hefur nefnilega áttað sig á því að umræða verður ávallt í skötulíki ef öllu er pakkað svo vel inn að engin leið sé að sjá innihald.
Arnar Þór segir, réttilega, að frumvarpið sé ófullburða, vanhugsað og ef þingmenn mundu samþykkja það mætti jafna því við ólögmæta yfirtöku ríkisvalds. Það eru stór orð, en sönn.
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2290139/
Þriðjudagur, 9. maí 2023
Platið mikla
Fyrir tæpum þremur áratugum afþökkuðu Norðmenn innlimun í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í aðdraganda hennar hótuðu aðildarsinnar fátækt, himinháum vöxtum, ófrelsi og útskúfun úr samfélagi þjóðanna ef Norðmenn samþykktu ekki að ganga bandalaginu á hönd.
Norðmenn afþökkuðu samt, allar dómsdagsspárnar reyndust bull og vitleysa og spámennirnir hafa farið með veggjum síðan. Þennan sama söng kyrja samt nokkrir íslenskir stjórnmálamenn í sífellu, í von um að fréttir af platinu mikla í Noregi berist ekki til Íslands.
Hjörtur J. Guðmundsson fer skilmerkilega yfir stöðuna í Noregi.
https://www.fullveldi.is/?p=28325
Heimssýn er líka á Fasbók - gerist áskrifendur:
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 3. maí 2023
Væru 200 milljarðar ekki betri tala?
Fréttir hafa borist af því að Evrópusambandið hyggist skattleggja flug til Íslands. Lausleg athugun bendir til þess að upphæðin sé um 20 milljarðar. Engum datt í hug fyrir aldarfjórðungi, þegar EES komst í gagnið, að sá samningur yrði slík mjólkurkýr fyrir Evrópusambandið. Sjálfsagt hefur einhverjum þar á bæ dottið í hug að innheimta 200 milljarða, en ekki 20, en hófsemdin haft sigur, í bili a.m.k.
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 102
- Sl. sólarhring: 280
- Sl. viku: 1972
- Frá upphafi: 1184709
Annað
- Innlit í dag: 88
- Innlit sl. viku: 1687
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 84
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar