Leita í fréttum mbl.is

Þingmaður gefst upp

Sífellt ljósara verður að framleiðniaukning síðari ára og áratuga skilar sér mun frekar í flóknari og dýrari reglum, en peningum í launaumslagið.   Peningurinn fer með öðrum orðum í ríkum mæli í að ráða fólk í fyrirtæki og stofnanir til að framfylgja sífellt flóknari reglum um allt mögulegt og ómögulegt. 

Óli Björn Kárason, þingmaður, ræðir um dýrar reglur í Morgunblaði dagsins og segir m.a.:

Auðveldasta leið okkar til að auka samkeppnishæfni samfélagsins er að tryggja einfaldara og skilvirkara regluverk en í öðrum löndum Evrópu.

Markmiðið með Evrópusambandinu og EES er vitaskuld að samræma reglurnar.  Óli Björn gefst upp á sístækkandi regluskógi og segir í raun að tímabært sé að endurskoða þann grunn sem samband Íslands og Evrópusambandsins byggir á.  Víðtæk fríverslun, þar sem löggjafarvaldið er í höndum Alþingis hlýtur að vera markmiðið í þeirri endurskoðun.

 

https://www.facebook.com/groups/heimssyn/permalink/650775157215112/

 


Að kalla skóflu skóflu

Í yfirstandandi kosningabaráttu spyrja margir um afstöðu til Evrópusambandsaðildar. 

Þó það nú væri!   Eðilegt er að kjósendur fái að vita hvaða skoðun forseti hafi á því hver eigi að setja lög á Íslandi.

Í ljós hefur komið að sumir telja enn að hægt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að „sjá hvað sé í boði“.  Það hefur ávallt verið ljóst hvað í boði er, allir fulltrúar Evrópusambandsins eru á einu máli um það.  Í boði er að gangast undir vald sambandsins, lög og dóma, eins og þau eru nú og eins og þau verða í framtíðinni.  Flóknara er það ekki.   Aðildarferlið snýst um að laga sig að þeirri staðreynd.  „Samningaviðræður um aðild“ eru skrauthvörf fyrir aðildarferli. Á það hafa fulltrúar Evrópusambandsins líka margoft bent.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu var skilyrðislaus ósk um aðild að sambandinu. Þegar ósk af því tagi hefur verið samþykkt fer í gang ferli sem miðar að því að laga löggjöf hins verðandi aðildarlands að löggjöf sambandsins.  Þegar því ferli er lokið má segja að landið sé í framkvæmd komið í sambandið og að atkvæðagreiðsla um aðild sé bara formsatriði.


Ástæða til upprifjunar

Sú sérkennilega staða virðist komin upp að sumir frambjóðenda til embættis forseta hafa unnið að því að koma Íslandi undir vald Evrópusambandsins, hver með sínum hætti.  Það væri óneitanlega sérkennileg niðurstaða ef í stöðu varðmanns lýðveldisins settist einstaklingur sem hefur unnið að því að grafa undan því sama lýðveldi. 

Að öðrum ólöstuðum verður seint annað sagt en að Jón Bjarnason, fv. ráðherra, hafi verið brimbrjóturinn í ólgusjó Evrópuumsóknarinnar. Jón bilaði ekki þá, og ekki bilar hann nú.  Jón rifjar upp ýmislegt sem ástæða er til að rifja upp í því sambandi hér: 

https://jonbjarnason.blog.is/blog/jonbjarnason/


Meginforsenda brostin

Hjörtur J. Guðmundsson fjallar um landamæramál í nýrri grein í Morgunblaðinu. 

Ýmis vandamál hafa verið tengd við þann sið að hafa landamæri galopin gagnvart öllum sem koma frá ríkjum Schengen, sem eru langflest ríki Evrópu. 

Einn flötur á marglaga umræðu um svokölluð útlendingamál er hvernig best sé að sinna skyldu gagnvart fátæku fólki.  Verður það best gert með því að bjóða hundrað þúsund fátækum til Íslands eða með því að styðja milljón fátæka til sjálfsbjargar í þeirra eigin heimalandi?   

 

https://www.fullveldi.is/?p=38287

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 127
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 2062
  • Frá upphafi: 1184469

Annað

  • Innlit í dag: 113
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 111
  • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband