Leita í fréttum mbl.is

Bréfiđ

Heimssýn hefur sent forseta Íslands beiđni um fund vegna bókunar 35, međ tilvísun í bréfiđ sem hér fer.
 
 
 
Reykjavík, 25. apríl 2025
 
Forseti Íslands
Halla Tómasdóttir
Stađarstađ, Sóleyjargötu
101 Reykjavík
 
Heiđrađi forseti
 
Enn á ný hefur ríkisstjórn Íslands lagt fyrir Alţingi frumvarp til laga um forgang löggjafar sem á sér rćtur í EES-samningnum. Sama á viđ um skuldbindingar sem innleiddar eru međ stjórnvaldsfyrirmćlum. Frumvarpiđ er jafnan nefnt „bókun 35“.
 
Í stjórnarskrá lýđveldisins Íslands segir ađ Ísland sé fullvalda ríki og ađ löggjafarvaldiđ sé ađeins í höndum Alţingis og forseta Íslands. Sífellt vandséđara er ađ ţađ fyrirkomulag ađ taka viđ löggjöf frá útlöndum, undir hótunum um refsingar verđi hún ekki samţykkt, standist stjórnarskrána. Bókun 35 hnykkir rćkilega á ţessu fyrirkomulagi og fćrir stjórnkerfiđ ţví enn fjćr ţeim ramma sem stjórnarskráin setur.
 
Er ţetta ekki ađeins álit Heimssýnar, heldur fjölda sérfrćđinga sem tekiđ hafa máliđ til skođunar. Hafa ţeir allir efasemdir um ađ lögin standist stjórnarskrá. Ţeirra rök verđa ekki endurtekin hér, en vísađ er til umsagna Arnars Ţórs Jónssonar, fyrrverandi dómara, um frumvarpiđ, álits Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hćstaréttardómara og prófessors í lögum, sem gerđ er grein fyrir í umsögn Hjartar J. Guđmundssonar um umrćtt frumvarp. Einnig er vísađ til greinar Markúsar Sigurbjörnssonar, fyrrverandi forseta hćstaréttar, í afmćlisriti EFTA áriđ 2014, til greinar Stefáns Más Stefánssonar fyrrverandi prófessors í lögum í Morgunblađinu, 17. febrúar 2025 og til umsagnar Skúla Sveinssonar hćstaréttarlögmanns um frumvarpiđ. Ţá er einnig vísađ til umsagna Ögmundar Jónassonar, fyrrverandi dómsmálaráđherra, fyrrnefndrar umsagnar Hjartar J. Guđmundssonar og umsagna Heimssýnar um ýmsa ţćtti ţessa máls.
 
Einnig verđur ekki annađ séđ en ađ drjúgur meirihluti ţjóđarinnar, skv. skođanakönnun sem gerđ var ađ beiđni Heimssýnar, sé andvígur málinu. Samţykki Alţingi lögin um bókun 35 er ţví komin gjá milli ţings og ţjóđar.
 
Félagiđ Heimssýn, sem hefur ađ markmiđi ađ standa vörđ um fullveldi Íslands, hefur af ţessu máli mjög miklar áhyggjur. Í ţví sambandi verđur ekki hjá ţví komist ađ minna á ađ frumvarp ţađ sem hér um rćđir var ekki hluti EES-lagabálksins ţegar sá samningur var samţykktur. Ţađ var međal annars vegna ţess ađ ef svo hefđi veriđ, hefđi samningurinn gengiđ gegn stjórnarskránni.
 
Förum viđ ţess góđfúslega á leit viđ forseta Íslands ađ hann veiti máli ţessu viđeigandi athygli og beini ţví til ríkisstjórnar og Alţingis ađ virđa stjórnarskrána. Fari svo ađ Alţingi samţykki umrćtt frumvarp förum viđ fram á ađ forseti stađfesti ekki ţau lög, enda gangi ţau gegn stjórnarská lýđveldisins.
 
Fyrir hönd Heimssýnar
 
Haraldur Ólafsson, formađur

Einföld útskýring Jóns Steinars - og upprifjun Jóns Bjarnasonar á sögulegum stađreyndum

Jón Steinar Gunnlaugsson hetir mađur sem velt hefur lögum og rétti fyrir sér um nokkra hríđ. Hann hafđi ţađ einu sinni ađ atvinnu, en er nú á eftirlaunum.  Ţađ er einmitt áberandi ađ vísdómsmenn sem taka kröfuglegast til máls gegn bókun 35 eru margir á eftirlanum, en ekki á fóđrum međ beinum eđa óbeinum hćtti hjá hinu opinbera. 

 

Jón Steinar mćlir svo um bokun 35 (án feitletrunar):

"Í ţessu felast fyrirmćli um ađ eldri reglur skv. EES-samningnum skuli ganga fyrir yngri lögum sem Alţingi setur ef ekki er efnislegt samrćmi á milli. Ţetta felur ţađ í sér ađ löggjafarvald Alţingis er takmarkađ, ţví ađ ný sett lög á Alţingi víkja auđvitađ ćvinlega til hliđar eđa fella niđur eldri lagareglur ef efnislegt ósamrćmi er til stađar. Í reynd er ţví lagasetningarvald Alţingis takmarkađ ađ ţessu leyti án ţess ađ stjórnarskráin heimili slíkt.
 
Ekki verđur annađ séđ en ađ sú skipan sem felst í ţessu frumvarpi standist ekki nema stjórnarskránni sé fyrst breytt og í hana sett ákvćđi sem heimilar ţetta. Alţingismönnum er skylt ađ haga störfum sínum ađ lagasetningu samkvćmt ţeim heimildum sem stjórnarskráin veitir. Ţess vegna hefur Alţingi ekki stjórnskipulega heimild til ađ lögfesta ţetta frumvarp."
 
 
Ţađ er stórundarlegt ađ Alţingismenn séu enn ađ rćđa ţetta mál, í stađ ţess ađ leggja ţađ orđalaust til hliđar vegna ţess ađ ţeir hafa enga heimild til gjörningsins!
 
 
Og ađ öđru máli; Í umrćđum á Alţingi, og viđar, er reynt ađ búa til ţá fortíđ ađ EES-samningurinn hafi veriđ samţykktur nánast samhljóđa á sínum tíma.  Ţví fer fjarri, eins og Jón Bjarnason fv. ráđherra rifjar upp. Hin raunverulega afgreiđsla fólst í atkvćđagreiđslu um frávísun og fóru atkvćđi 33:30.  EES-menn rétt mörđu ţađ.
 
 
 
 
 
 

Fátt um svör

Annar punktur upptalningarinnar í fyrradag hljóđađi svo:

2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eđa líklega ekki stjórnarskrá ađ rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, ţar á međal fv. forseta hćstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögđu sérfrćđingar utanríkisráđuneytis áriđ 2020 og núverandi innviđaráđherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guđmundssonar og Arnars Ţórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óţarfi ćtti ađ vera ađ minna Alţingismenn á ađ ţeir hafa svariđ eiđ ađ stjórnarskrá lýđveldisins, en skal ţađ samt gert hér.

 

Auk ţeirra Markúsar fv. foreta hćstaréttar og Stefáns Más, lagaprófessors má nefna til sögunnar menn sem seint verđa taldir aukvisar í lögum, ţá Jón Steinar og Arnar Ţór.  Efasemdir ţessarra manna eru miklar, svo vćgt sé til orđa tekiđ, og vel rökstuddar.

Svar Alţingismanna, sem styđja bókun 35 er efnislega ekki neitt og ţetta ekki neitt drukknar í lofgjörđ um EES-samninginn, sem ţó er vitađ ađ skiptir hag Íslendinga furđu litlu máli. 

 


Undarleg rök ţingmanna

Bókun 35 er til umfjöllunar á Alţingi.

Fylgismenn tilflutnings valds frá kjörnum fulltrúum Íslendinga til Evrópusambandsins hafa sitthvađ um máiđ ađ segja.  Flest er ţađ skrýtiđ. 

 

Sagt er ađ bókun 35 sé til ađ auka réttindi fólks. 

 

Í fyrsta lagi:

Augljóst má vera ađ gjörningur á viđ bókun 35 getur virkađ í báđar áttir hvađ réttindi varđar.  Ef Alţingi ákveđur ađ bćta réttindi međ einhverjum hćtti og ţađ gengur gegn lögum međ uppruna í Evrópusambandinu, víkja réttindin. 

 

Í öđru lagi:

Sé vilji til ađ bćta réttindi međ einhverjum hćtti er Alţingi í fullum fćrum til ađ gera ţađ.  Ţađ verđur ekki gert međ ţví ađ gefa erlendum rétti forgang á Íslandi, óháđ málefni.

 

 

Sagt er ađ nýfallinn dómur hćstaréttar kalli á bókun 35

Í fyrsta lagi: 

Ţađ er ekki hlutverk hćstaréttar ađ panta lög frá Alţingi.  Svoleiđis gera menn ekki, enda byggir umrćđa á ţeim nótum á frjálslegri túlkun á dómi hćstaréttar

 

Í öđru lagi:

Alţingi getur hćglega bruđist viđ ţví réttindamáli sem hćstaréttardómurinn fjallar um međ breytingu á lögum.  Ekkert kallar á breytingu á almennum forgangi Evrópulaga í ţví sambandi. 

 

Sagt er ađ ef Íslendingar hlýđi ekki fari máliđ fyrir dómstól EFTA. 

Ţađ er alerlegsa ađ meinalausu.

 

Almennt einkennir umrćđuna ađ ţingmenn sem vilja ganga í Evrópusambandiđ tala um sambandiđ eins og um guđlega veru, sem verđur ađ hlýđa, sé ađ rćđa. 

Ţađ minnir okkur á ađ ţađ er tímabćrt ađ endurskođa samband Íslands viđ gömlu nýlenduveldin á meginlandi Evrópu međ ţađ fyrir augum ađ styrkja íslenskt stjórnvald.  Eđilegt vćri ađ skođa víđtćkan fríverslunarsamning í ţeim dúr sem gerđur hefur veriđ viđ Bretland.

 

 

 

 


7 ađalatriđi

Alţingi virđist ćtla ađ taka bókunarslaginn. Heimssýn hvetur ţingmenn til ađ sýna skynsemi og virđa stjórnarskrána. Hér eru stóru punktarnir:

 

1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svćđi gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls ţorra fólks á Íslandi um lýđrćđi. Kerfiđ gengur út á ađ fćra dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mćli til embćttismanna erlends ríkjasambands.

2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eđa líklega ekki stjórnarskrá ađ rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, ţar á međal fv. forseta hćstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögđu sérfrćđingar utanríkisráđuneytis áriđ 2020 og núverandi innviđaráđherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guđmundssonar og Arnars Ţórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óţarfi ćtti ađ vera ađ minna Alţingismenn á ađ ţeir hafa svariđ eiđ ađ stjórnarskrá lýđveldisins, en skal ţađ samt gert hér.

3. EES-samningurinn hefđi ađ öllum líkindum aldrei veriđ samţykktur međ bókun 35 innanborđs. Ţađ eru mjög vond og óeđlileg vinnubrögđ ađ koma valdaframsali í gegnum Alţingi međ ţví ađ kippa framsaliđ í litla búta og ţröngva ţeim svo einum og einum í gegn.

4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvađa lög falla úr gildi? Ţađ er vćgast sagt óljóst Mun fyrirvari um sćstreng í lögum um orkumál verđa ađ engu, svo dćmi sé tekiđ? Áđur en Alţingi samţykkir bókun 35, standi vilji til ţess, ţarf ađ svara spurningum af ţessu tagi.

5. Bókun 35 flćkir stjórnkerfi Íslands. Ţađ er dýrt og ţađ geri óinnvígđum enn erfiđara ađ átta sig á hvađ gildir og hvađ ekki.

6. Ţađ er óljóst hver hin raunverulega ástćđa er fyrir ţví ađ utanríkisráđuneytiđ leggur allt í einu svona mikla áherslu á ađ Alţingi samţykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í ţá 3 áratugi sem EES hefur veriđ í gildi hefur ekki veriđ til teljandi vandrćđa og ţađ er líka vandrćđalaust ađ leyfa málinu ađ fara fyrir dóm, sé ţađ vilji ţeirra sem ráđa í Brussel.

7. Meirihluti ţjóđarinnar er andvígur bókun 35, skv. skođanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt ađ mikilvćgt sé ađ leyfa ţjóđinni ađ ráđa í svokölluđum Evrópumálum. Nú er ágćtt tćkifćri til ţess.

 

https://www.visir.is/g/20252703654d/nokkur-atridi-i-orstuttu-mali-vardandi-bokun-35


Stjórnarskrá í rusliđ?

Hjörtur rifjar upp orđ Stefáns Más lagaprófessors og Markúsar Sigurbjörnssonar fv. forseta hćstaréttar um bókun 35 og stjórnarskrána, en ţetta tvennt fer illa saman ađ mati ţessara manna. Ţví mati hefur ekki veriđ mótmćlt, svo vitađ sé. 

Í réttarríkjum gengur löggjafinn ekki međvitađ gegn stjórnarskrá.  Ábyrgđ Alţingis er mikil og brýnt ađ ţingmenn standi undir henni.   Vilji ţeir endilega bókun 35 verđa ţeir ađ breyta stjórnarskránni fyrst. 

 

https://www.visir.is/g/20252736020d/hvers-vegna-ekki-bokun-35-


Vill embćttismađur komast í feitt?

Árni Ţór Sigurđsson heitir embćttismađur utanríkisţjónustu Íslands. Hann virđist hafa komist ađ ţví ađ Íslendingar eigi ađ gerast ţegnar í Evrópusambandinu og segir frá ţví í grein í Vísi.

Rök Árna Ţórs eru ađ ţađ ţurfi ađ verja "pólitísk, menningarleg og siđferđileg gildi".  Margt skrýtiđ hefur komiđ fram í fullveldisumrćđunni, en ţađ tekur flestu fram hvađ furđur varđar, ađ ţađ ţurfi ađ afhenda gömlu evrópsku nýlenduveldunum völdin á íslandi til ađ verja ţessi gildi.

Ţegar rök af ţessu tagi eru kynnt er ljóst ađ annađ býr undir.

Ţađ er mál margra ađ starfsmenn utanríkisţjónustunnar séu ákafamenn um innlimun Íslands í Evrópusambandiđ og ráđi ţar von um pláss fyrir ţá sjálfa í kró ţar sem vel er gefiđ.  Hér skal ekkert um ţađ sagt, en skrif Árna Ţórs vekja óneitanlega upp slíkar hugrenningar. Honum verđur ađ hrósa fyrir heiđarleika um eigin hugmyndir gagnvart vinnuveitendum sínum.

Samband Árna Ţórs viđ Evrópusambandiđ er reyndar sérstakt.  Áriđ 2009 var hann í frambođi fyrir stjórnmálaflokk sem tók einarđa afstöđu gegn innlimun Íslands í Evrópusambandiđ fyrir kosningar. Örskömmu eftir kosningarnar greiddi hann atkvćđi međ umsókn ţar ađ lútandi á Alţingi.  Skođanir Árna Ţórs eru ţví ekki alveg nýjar af nálinni. 

 https://www.visir.is/g/20252734441d/brimrot-og-vedragnyr-i-althjodamalum


Ţađ sem breyttist - 8 atriđi

Hvađ hefur breyst frá síđustu umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu?

  1. Bretar eru farnir út. Ţađ kostađi átök sem smáríki geta varla stađiđ í.  Bretar kaupa mikiđ af Íslendingum
  2. Evrópusambandiđ á í miklum og viđvarandi efnahagsvanda sem er meiri en önnur helstu stórveldi glíma viđ
  3. Ísland er nú á blússandi ferđ, ekki hálflamađ eftir hrun
  4. Hlutur Evrópusambandsins í efnahag heimsins er minni en hann var, og fer minnkandi
  5. Evrópusambandiđ er í tollastríđi viđ BNA. Ţađ vćri mjög dýrt fyrir Ísland ađ lenda í slíku
  6. Evrópusambandiđ er fariđ af stađ í gríđarlega hervćđingu sem mun kosta ţegnana afskaplega háar upphćđir
  7. Evrópusambandiđ á í blóđugri stórstyrjöld í A-Evrópu sem ekki sér fyrir endann á. Enginn veit hverju eđa hverjum verđur fórnađ í ţeirri styrjöld, eđa nćstu styrjöldum sem Evrópusambandiđ fer í.
  8. Evrópusambandiđ heldur áfram ađ ţróast í ţá átt ađ minnka áhrif smáríkja

 

Eftir áralangt ţref á árunum eftir 2009 fór Ísland ekki nálćgt ţví ađ ganga í Evrópusambandiđ. Hverjar eru líkurnar á ađ ţađ gerist núna, ţegar ađstćđur eru miklu mótdrćgari ţeim, sem ţađ vilja, en ţćr voru fyrir hálfum öđrum áratug síđan?  

Líklega engar.  Ţađ mun ţó kosta himinháar upphćđir ađ láta á máliđ reyna.  Ţađ vill ríkisstjórnin ađ viđ borgum međ bros á vör.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júní 2025
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 221
  • Sl. sólarhring: 246
  • Sl. viku: 925
  • Frá upphafi: 1233153

Annađ

  • Innlit í dag: 194
  • Innlit sl. viku: 790
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 185

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband