Leita í fréttum mbl.is

Stór-Evrópa, skrýmsli við dyrastaf Breta

Annað tveggja gerist með evru-svæði 17 ríkja. Að samstarfið splundrist annars vegar og hins vegar að nýtt ríkisvald, Stór-Evrópa, verði smíðað utan um gjaldmiðlasamstarfið.

Bretar átta sig á því að ef tekst að bjarga evrunni með Stór-Evrópu stríðir það gegn hagsmunum Bretlands í þúsund ár - að ekki verði til á meginlandinu yfirþyrmandi stórríki, hvort heldur undir stjórn Napoleóns, Hitlers eða Barroso/Merkel/Hollande. Jeremy Warner spyr hvers vegna Bretar ættu að leggja peninga inn í Alþjóðgjaldeyrissjóðinn sem pumpar þeim beint inn í ESB-hítina.

Frá sjónarmiði Íslands er eftirtektarvert að hvort sem evran deyr eða lifir þá er Evrópusambandið búið að vera. Þau 17 ríki sem mynda evru-svæðið innan Evrópusambandsins munu ekki fá hin tíu ESB-ríkin í leiðangur með sér að búa til Stór-Evrópu.

 


mbl.is Óttast gríðarlegt tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran innleiðir heimskreppu

Einn gjaldmiðill 17 ríkja sem eiga fátt sameiginlegt er sjálfstæð orsök þess að efnahagskerfi heimsins er í varanlegu sjokkástandi. Hefðbundin verkfæri til að aðlaga þjóðhagkerfi efnahagslegum veruleika er gengisfelling.

Öll Suður-Evrópa þarf á gengisfellingu að halda, á bilinu 20-40 prósent.

Evran leyfir ekki gengisfellingu og sú staðreynd framlengir kreppuna á evru-svæðinu um mörg ár. Afturkippur í efnahagsbata Bandaríkjanna og samdráttur í Kína munu á næstu misserum bætast ofan á evru-kreppuna.


mbl.is Lækkun á flestum mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egill og Jónas um ónýta ESB-umsókn

Óbilandi andstaða hér heima við ESB-aðild samfara upplausn á evru-svæðinu leiðir til þess að ESB-sinnar sem fylgjast með telja engar líkur á að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð.

Egill Helgason skrifar undir fyrirsögninni Hvers vegna ekki ESB?

Ég las einhvers staðar á vefnum að ég fullyrti að Ísland myndi ekki fara inn í Evrópusambandið án þess að gera nánar grein fyrir ástæðunum. En það er ekki erfitt – þetta er bara kalt mat.

Hvers fer Ísland ekki inn í ESB í þessari atrennu?

Vegna upplausnarástands innan Evrópusambandsins sem ekki sér fyrir endann á.

Vegna þess að evran sem var eitt að því sem helst laðaði Íslendinga að ESB hefur reynst skaðleg fyrir hagkerfi álfunnar.

Vegna þess að ekki er hægt að sjá fyrir hver verður framtíð ESB – fer sambandið lengra í átt til efnahagslegrar og pólitísks samruna?

Vegna þess að aðeins einn stjórnmálaflokkur á Íslandi mælir fyrir Evrópusambandsaðild og sá flokkur er í heldur veikri stöðu.

Vegna þess að íslensk stjórnmál eru mjög þjóðernissinnuð – andstæðingar ESB hafa mjög sterka áróðursstöðu.

Vegna þess að næsta ríkisstjórn Íslands og forsetinn verða væntanlega á móti aðild að ESB.

Vegna þess að sjálvarútvegurinn, voldugasta atvinnugreinin í landinu, er mestanpart á móti.

Vegna þess að hagsmunasamtök sem hafa verið fylgjandi aðild að ESB eru að miklu leyti hætt að tala fyrir málinu.

Vegna þess að Evrópusambandið á í málaferlum við Ísland út af heitasta deilumáli seinni tíma, Icesave.

Vegna lýðræðishallans innan ESB – sem er hin stóra þversögn innan sambandsins. Nú virkar Evrópusambandið eins og Þýskaland ráði þar lögum og lofum en hið ógurlega skriffinnskubákn í Brussel (sem er reyndar ofmetið) sé vita máttlaust.

Vegna þess að sjötíu prósent þjóðarinnar segjast beinlínis vera á móti aðild.

(Ég nefni ekki makríldeiluna, held ekki að hún hafi mikil áhrif.)

Jónas Kristjánsson skrifar undir fyrirsögninni Strönduð Evrópuaðild

Haldið er fram og ekki mótmælt, að viðræðurnar um aðild að Evrópusambandinu hafi siglt í strand. Utanríkisráðuneytið haldi þessu leyndu fyrir þjóðinni. Hagsmunaaðilum í sjávarútvegi Írlands og Skotlands hafi tekizt að stöðva sjávarútvegskafla viðræðnanna. Málið snýst um makrílveiðar Íslendinga. Efast stórlega um, að leyndarstefna Össurar Skarphéðinssonar virki. Viðræður um aðild eiga að vera gegnsæjar, ekki í reykfylltum bakherbergjum. Þegar lygin og leyndin koma í ljós, verður óbeit fólks og paranoja þeim mun meiri. Það hefnir sín að beita þjóðina hefðbundnum skítavinnubrögðum gamla Íslands


mbl.is ESB kaupi upp skuldir Spánar og Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stærðfræði ESB-umsóknarinnar

Einn stjórnmálaflokkur af fjórum á alþingi vill Ísland inn í Evrópusambandið. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn sá, Samfylking, rúm 29 prósent atkvæðanna. Svik þingmanna VG við kjósendur sína og yfirlýsta stefnu flokksins voru forsenda þess að umsóknin fékk framgang á alþingi sumarið 2009. Engar líkur eru á að sitjandi ríkisstjórn fái endurnýjað umboð við næstu kosningar.

Evrópusambandið er í upplausn. Framkvæmdastjóri ESB viðurkennir að evru-kreppan ógni hagkerfi heimsins og biður um þróunaraðstoð til handa sambandinu. Aðeins með stóraukinni miðstýringu á ríkisfjármálum evru-ríkja verður hægt að bjarga gjaldmiðlinum. Af 27 ríkjum Evrópusambandsins eru 17 með evru.

Afgerandi meirihluti þjóðarinnar, um 70 prósent, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Stærðfræði ESB-umsóknarinnar gengur einfaldlega ekki upp.

 


mbl.is Vandi alls heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lömuð ríkisstjórn með ESB-umsókn í felum

Ríkisstjórnin er ekki með starfhæfan meirihluta á alþingi, nýtur ekki trausts meðal þjóðarinnar og er með stærsta málið sitt í felum. Á Evrópuvaktinni skrifar Styrmir Gunnarsson

Aðildarumsókn Íslands að ESB er strönduð innan ESB. Ástæðan er kröfur þjóða, sem hagsmuni hafa af makrílveiðum á Norður-Atlantshafi og þá ekki sízt Íra um að viðræður um sjávarútvegsmál verði ekki hafnar nema með stífum skilyrðum. Samningamenn Íslands eru skelfingu lostnir og telja, að sjáist þeir skilmálar hér verði málið endanlega afgreitt.

Um helgina birtust efasemdir Steingríms J. Sigfússonar allsherjarráðherra og formanns VG um ESB-ferlið. Kosningaklukkan glymur ESB-umsókninni.

 


mbl.is Vill ljúka þingstörfum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Án svika VG engin ESB-umsókn

Vinstrihreyfingin grænt framboð sveik kjósendur sína og studdi þingsálylktun Össurar Skarphéðinssonar 16. júlí 2009 um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Fremstur í flokki svikaranna er Steingrímur J. Sigfússon formaður VG.

Við síðustu kosningar fór einn flokkur fram með það stefnumál að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu, Samfylkingin, og fékk rúm 29 prósent atkvæðanna.

Forsendubresturinn varð 16. júlí 2009 þegar 29-prósent flokkurinn fékk frekjuheimskunni framgengt með svikum Steingríms J. og félaga.

Meginþorri Íslendinga er með það á hreinu að hagsmunum okkar er best borgið utan Evrópusambandsins. Þjóðin þarf ekkert að endurmeta afstöðu sína.

Steingrímur J. þarf aftur að játa svikin frá 16. júíli 2009 og biðjast opinberlega afsökunar.


mbl.is Gætum þurft að endurmeta stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin gefst upp í makríldeilunni

Hagsmunum Íslands í makríl, að verðmæti um 30 milljarðar króna árlega, skal fórnað fyrir framgang aðlögunarferlisins að Evrópusambandinu. Þetta er í hnotskurn afstaða Jóhönnustjórnarinnar.

Sendiherra Íslands í Bretland svo gott sem staðfestir uppgjöf Íslands með þeim orðum að ríkisstjórnin hafi skipt um aðalsamningamann til að ná niðurstöðu í deilunni.

Þröngir flokkshagsmunir Samfylkingarinnar ráða afstöðu ríkisstjórnarinnar í öllum þeim málefnum sem snerta ESB-umsóknina.


mbl.is Vilja lenda makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir, lýðræði og lögmæti

Skuldir og hallarekstur Suður-Evrópuríkja óx hröðum skrefum með upptök evrunnar. Lánveitendur litu svo á að þýski ríkissjóðurinn stæði á bakvið skuldir annarra evru-ríkja og buðu stór lán á lágum vöxtum.

Í skuldakreppunni rifjaðist upp að í grunnsáttmála Evrópusambandsins er grein sem aftekur að eitt ríki beri ábyrgð á skuldum annars.

Án sameiginlegrar ábyrgðar er ekki hægt að reka gjaldmiðlasamstarf, - það er lærdómurinn af evru-kreppunni. Þeir voru margir sem bentu á þessa grundvallarstaðreynd í upphafi en á þá var ekki hlustað.

Tilburðir til að búa til stofnanaumgjörð utanum evru-samstarfið núna eru fjarska erfiðar þar sem í húfi eru gjaldþrot ríkja. Í grein í Economist, sem Evrópuvaktin birtir þýdda, segir

Frá því að evru-kreppan kom til sögunnar snemma árs 2010 hefur ekki færri en níu af 17 stjórnarleiðtogum evru-landanna verið ýtt úr embætti. Stuðningur almennings við ESB hefur minnkað samkvæmt könnunum. Kjósendur hafa hallast meira en áður að smáflokkum. Í Grikklandi fengu öfgahópar byr í seglin, nærri 70% atkvæða runnu til flokka sem vildu breyta eða hafna alfarið neyðarlána-samningnum sem ríkið hafði gert. Svipuð þróun en þó mildari er greinanleg frá Finnlandi til Hollands og Þýskalands. Það getur verið erfitt að greina á milli óvildar í garð ríkjandi stjórnvalda og óvildar í garð Brussel-valdsins – í því felst einmitt hluti vandans. Þegar engin leið er fær til að hafa áhrif á valdhafana í Brussel nema í gegnum ríkisstjórnir sem virðast ekki hlusta grefur um sig vanmetakennd sem leiðir til kaldhæðni og vantrúar á stjórnmálum.

Vantrú á stjórnmálin sem hönnuðu og bjuggu til evru-samstarfið er útbreidd. Harla litlar líkur eru á að almenningur í evru-ríkjum muni fylkja sér um stjórnmálaelíturnar sem nú boða ,,meiri Evrópu" til að bjarga evru-klúðrinu.


mbl.is Spánn skuldar 72,1% af landsframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júní 2012
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.7.): 264
  • Sl. sólarhring: 278
  • Sl. viku: 1144
  • Frá upphafi: 1233463

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 971
  • Gestir í dag: 211
  • IP-tölur í dag: 202

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband