Laugardagur, 19. júlí 2025
Ursula tekur sér dagskrárvald
Það var engin tilviljun að Ursula von der Leyen kom til Íslands í sömu viku og ríkisstjórnin undirritaði viljayfirlýsingu við Evrópusambandið. Það var heldur engin tilviljun að hún endurtók þá fullyrðingu að aðildarumsókn Íslands væri enn gildi. Þetta var meðvituð yfirlýsing, og með henni tekur framkvæmdastjórn ESB sér dagskrárvald í íslenskri pólítík.
En hvernig stendur á því að umsókn sem íslensk stjórnvöld lýstu lokinni árið 2015, með bréfi sem Evrópusambandið tok sjálft þátt í að semja, skuli enn talin í gildi? Hjörtur J. Guðmundsson rifjar upp í grein á visir.is, „Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur“ að tilgangur bréfs Gunnars Braga, þáverandi utanríkisráðherra, var einmitt sá að draga umsóknina til baka. Um þat ríkti skýr samstaða þeirra sem að málinu komu.
Fljótlega snerist þetta þó við. Embættismenn sambandsins neituðu því síðar að bréfið hefði haft þau áhrif sem að var stefnt. Þetta var pólítísk túlkun, ekki formsatriði. ESB kaus einfaldlega að virða ekki yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda.
Í alþingiskosningunum 2013 var ríkisstjórn þeirra flokka sem höfðu aðild að ESB á sinni dagskrá skipt út. Ný ríkisstjórn lýsti því yfir að hún hygðist ekki halda umsókninni til streitu og brást við með því að tilkynna þat formlega til Brussel. Að halda því nú fram að Ísland sé enn umsóknarríki gengur því bæði gegn pólítískum veruleika þess tíma og formlegri ákvörðun rétt kjörinnar ríkisstjórnar.
Í ljósi þessa er serkennilegt að sjá núverandi ríkisstjórn, með utanríkisráðherra í broddi fylkingar, ganga að því sem vísu að Ísland sé enn í umsóknarferli. Þjóðin á nú að kjósa um að halda áfram viðræðum sem framkvæmdastjórn ESB virðist telja að aldrei hafa verid stöðvaðar. Með þessu hefur framkvæmdastjóri ESB, án nokkurs lýðræðislegs umboðs á Íslandi, tekið sér dagskrárvald í innlendri pólítík og hundsar þar með skýran vilja ríkisstjórnar Íslands eins og hann birtist árið 2015.
ESB aðild var ekki á dagskrá í síðustu alþingiskosningum og engin ný ákvörðun hefur verid tekin á Alþingi um endurvakningu umsóknarinnar.
Hver ræður eiginlega förinni núna?
Föstudagur, 18. júlí 2025
Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
Guðrún Hafsteinsdóttir hefur rétt fyrir sér. Þjóðin hefur ekki lýst yfir vilja til að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefur farið fram, engin umræða hefur verið leidd á Alþingi og þetta var ekki í kosningastefnu ríkisstjórnarflokkanna. Þó heldur utanríkisráðherra því fram að þjóðin vilji þetta.
Þegar forseti framkvæmdastjórnar ESB Ursula von der Leyen fullyrðir að aðildarumsókn Íslands sé enn gild og ríkisstjórnin undirritar viljayfirlýsingu við ESB um haf og fiskveiðisamstarf, þá er verið að stíga pólitísk skref. En þau eru ekki studd neinu skýru umboði.
Í raun er verið að leiða þjóðina áfram án þess að hún hafi fengið að segja sitt. Og þegar utanríkisráðherra talar fyrir hönd þjóðarinnar án þess að hafa fengið samþykki hennar, þá má minnast á klassíska reglu lýðræðisins. Þú getur ekki talað í nafni annarra nema þeir hafi beðið þig um það.
Miðvikudagur, 16. júlí 2025
Vonir utanríkisráðherra
Utanríkisráðherra vonar að "evróputengd mál" verði á dagskrá með haustinu. Ótalmargt hefur tengingu við önnur lönd Evrópu, svo líklegt er að ósk ráðherra verði uppfyllt.
Það mætti t.d. ræða hvað það hefði kostað Íslendinga að lenda í tollastríðið BNA og ESB - ef Íslendingar hefðu verið í Evrópusambandinu. Þar færu tugir milljarða króna árlega rakleitt úr vösum Íslendinga í sjóði BNA og Evrópusambandsins.
Þá mætti ræða hervæðingarvíxilinn sem Evrópusambandið er búið að ákveða að taka til að styðja við hergagnaiðnaðinn í aðallöndum Evrópusambandsins. Hlutur Íslands þar gæti verið um 200 milljarðar króna - ef Ísland væri í bandalaginu.
Utanríkisráðherra ræðir náttúruhamfarir. Hann mun sjálfsagt halda til haga að Íslendingar eru gefendur, fremur en þiggjendur í vísindum sem lúta að jarðskorpunni, ís, veðri og veðurfari. Framlag íslenskra vísindamanna er mikið og miklu fleiri útlendingar læra þessi fræði í Háskóla Íslands, en Íslendingar í útlöndum.
![]() |
Vonar að Evróputengd mál verði ofarlega á blaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 15. júlí 2025
Íslandsskattur
Svo virðist að fáir hafi áttað sig á að tollar sem Evrópusambandið leggur á innflutning frá löndum utan bandalagsins lenda að langmestu leyti í sjóðum bandalagsins.
Íslendingar kaupa mun meira af Bandaríkjamönnum, en meðaljón í Evrópu. Þeir mundu því fóðra sjóði Evrópusambandsins af mun meiri dugnaði en flestir, ef ekki allir aðrir, ef Íslandi væri í bandalaginu og það vaæri í tollastríði af því tagi sem nú er í uppsiglingu.
Þar væri kominn enn einn Íslandsskatturinn. Og voru þeir þó nokkrir fyrir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. júlí 2025
Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
Stjórnvöld í BNA ætla að hækka tolla á vörur frá Evrópusambandslöndum verulega, strax eftir hálfan mánuð.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu, væri nú efnahagslegt uppnám á Íslandi.
Ef Ísland væri í Evrópusambandinu, væru Íslendingar ekki í neinni stöðu til að semja um eitt eða neitt við Bandaríkin. Íslendingar gætu sent bænaskjal til Brussel. Víst er að það færi ofan í skúffu.
Líklegt er að mótleikur Evrópusambandsins verði tollar á bandarískar vörur. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu rynnu þeir tollar að langmestu leyti í sjóði Evrópusambandsins - EKKI Í RIKISSJÓÐ ÍSLANDS. Þannig magnaðist enn frekar hið efnahagslega uppnám á Íslandi.
Er ekki tímabært að yfirvöld á Íslandi horfist í augu við þennan raunveruleika og hætti að reyna að koma Íslandi í Evrópusambandið?
Að svo mæltu færum við Frökkum bestu óskir á þjóðhátíðardeginum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. júlí 2025
Trump, tollar og ótroðnar slóðir
Donald Trump hefur tilkynnt að hann hyggist leggja 30% toll á vörur frá Evrópusambandinu frá og með 1. ágúst. Þetta undirstrikar hve grunnt er á því góða á milli ESB og Bandaríkjanna, sem virðast ekki geta komið sér saman um grundvallarmálefni með áhrif víðs vegar um heiminn. Þetta á við bæði um viðskipti og öryggismál.
Fyrr í sumar beitti Trump aðildarríki NATO þrýstingi til að auka framlög til varnarmála og nýju tollarnir minna á það sem margir í Evrópu vilja forðast að horfast í augu við: að bandalagið stendur veikt, bæði gagnvart bandamönnum og keppinautum.
Í þessu samhengi hyggjast íslensk stjórnvöld boða þjóðina til atkvæðagreiðslu um að "halda áfram" viðræðum um inngöngu í þetta sama samband án þess að skilgreina markmið, ramma eða stefnu.
Slíkt er ekki stefnumótun heldur innantómt uppátæki sem gæti kostað þjóðina háar fjárhæðir og var ekki boðað í síðustu alþingiskosningum.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi "kássa" verður borin á borð fyrir þing og þjóð á næstu mánuðum.
Föstudagur, 11. júlí 2025
Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
Nýverið lýsti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra veiðigjaldamálinu sem baráttunni um Ísland. Þó þetta hafi ekki verið sagt um það mál sem hér hefur verið fjallað um í vikunni, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna um ESB aðild, er þetta orðaval athyglisvert. Í dag liggur svo fyrir að þessi orð falla í samhengi þess að réttlæta að lokað verði fyrir umræðu um málið með beitingu 71. greinar þingskapalaga.
Ef mál eru orðin "baráttan um Ísland", þá hlýtur umræðan sjálf að skipta máli. En hvað ef umræðunni er markvisst lokað?
Í 71. gr. segir að hægt sé að marka umræðu tímamörk og knýja fram afgreiðslu. Það kann að hljóma tæknilegt – en í framkvæmd er það pólitískt tæki. Og þegar það er notað gegn gagnrýni í nafni þess að meirihlutinn tali fyrir þjóðina, þá erum við ekki lengur í klassískum stjórnmálaágreiningi heldur í orðræðu sem minnir óþægilega á popúlisma.
Þar með er þingið gert að hindrun í málsmeðferðinni. Gagnrýni er þá ekki eðlilegur hluti ferlisins lengur heldur stillt upp sem andstöðu gegn þjóðinni sjálfri. Þá er verkfæri eins og 71. grein ekki beitt til að ljúka umræðu heldur til að takmarka hana.
Það vekur upp spurningu sem þarf að spyrja áður en tekið verður til við að ræða risa stórt stefnumál, aðild að Evrópusambandinu.
Þegar stjórnmálamenn réttlæta það að loka umræðu með því að tala í nafni þjóðarinnar, gegn þinginu eða stjórnarandstöðunni, þá er lýðræðið ekki að vinna. Nei popúlísk sjálfmynd tekur þá völdin.
Ef stjórnvöld beita slíkum aðferðum í deilu um veiðigjöld sem í eðli sínu eru skattahækkanir, hverju má þá búast við þegar aðildarviðræður við ESB verða "réttur dagsins"?
Fimmtudagur, 10. júlí 2025
Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
Ríkisstjórnin boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki um aðild að ESB. Ekki um samningsmarkmið í þeirri vinnu. Ekki einu sinni um hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu. Nei! Þjóðinni á að kjósa um það hvort halda skuli áfram viðræðum sem enginn veit nákvæmlega hvar eru niðurkomnar.
Viðræðum sem voru stöðvaðar árið 2013.
Viðræðum sem stjórnvöld lýstu formlega lokið árið 2015.
Viðræðum sem Evrópusambandið hefur ekki minnst á síðan og engin merki eru um að það ætli að rifja upp stöðuna á.
Samt á að bjóða þjóðinni að kjósa um að "halda þeim áfram". Eins og það nægi að rifja upp gömul skjöl áður en mætt er á næsta fund. Hver á að mæta? Með hvaða umboð? Og með hvaða markmið?
Þetta er ekki skýr stefnumótun. Þetta eru ekki hreinskiptin stjórnmál. Þetta er tilraun til að stíga aftur inn í ferli sem var aldrei klárað og enginn veit hvernig stendur í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á ESB á þeim tíma sem liðinn er. Nei það á að láta duga að ná í blessun þjóðarinnar, í von um að hún spyrji ekki of margra spurninga.
Og þó við séum sögð eiga viðræðurnar, þá stjórnum við þeim ekki. Það er ESB sem setur dagskrána, metur hvaða mál eða samningskaflar eru opnaðir og eftir atvikum lokað eftir því hvernig Ísland hefur aðlagast regluverki þess. Það skilgreinir viðræðukaflana, röðina á þeim og umfangið. Það eru ekki samningaviðræður heldur aðlögunarferli með föstum reglum og fyrirfram skrifuðum kaflaheiti.
Spurt verður: Viltu halda áfram? En aldrei: Hvert erum við að fara?
Nýjustu færslur
- Ursula tekur sér dagskrárvald
- Rétt hjá Guðrúnu enginn þjóðarvilji liggur fyrir Þorgerður
- Vonir utanríkisráðherra
- Íslandsskattur
- Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
- Trump, tollar og ótroðnar slóðir
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.7.): 47
- Sl. sólarhring: 402
- Sl. viku: 2236
- Frá upphafi: 1237791
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 2013
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 43
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar