Leita í fréttum mbl.is

Össur ómarktækur í Brussel

Evrópusambandið leggur ekki trúnað á orð Össurar Skarphéðinssonar um að hann hafi ríkisstjórnina, alþing og þjóðina á bakvið umsóknina um aðild Íslands. Embættismenn í Brussel segja blaðmönnum að líkur á því að Ísland vilji ganga inn í Evrópusambandið fari minnkandi.

Blaðamaður Dow Jones, sem tók viðtal við Már Guðmundsson, seðlabankastjóra hefur eftir ónafngreindum heimildum í Evrópusambandinu að eftir því sem lengra líður frá hruni verður ólíklegra að Ísland vilji inn í sambandið.

EU diplomats have warned in recent months that Iceland was wavering on its commitment to join the Union as its economy starts growing again--by 2.2% this year, according to the International Monetary Fund--for the first time since the crisis.

Evrópusambandið stundar umfangsmikla upplýsingaöflun hér á landi. Sendiráð ESB sendir reglulega skýrslur til Brussel sem byggðar eru á skoðanakönnunum meðal almennings og viðtölum við þátttakendur í umræðunni hér heima. Þá eru sum sendiráð, s.s. Frakklands, með sérstaka fulltrúa til að fylgjast með umræðunni á Íslandi.

Þegar utanríkisráherra Íslands mætir til Brussel og gerir sig breiðan kinka menn kolli, brosa og trúa engu sem Össur Skarphéðinsson segir. Alveg eins og á Íslandi.


Már Guðmunds hafnar evrunni

Seðlabankastjóri Íslands, Már Guðmundsson, svo gott sem hafnar því að Ísland taki upp evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Í viðtali við Dow Jones endurvarpar Már vaxandi samhljómi hagspekinga að gríska evrukreppan hafi afhjúpað grundvallarmistök í hönnun Evrulands.

Blaðamaður Morgunblaðsins þýðir afstöðu Más ónákvæmt. Hér upprunatextinn

The sovereign-debt crisis roiling the monetary union could make the 320,000-people nation even more cautious about adopting the euro, outweighing advantages stemming from a less-volatile currency environment.

"Being a member of the euro-area would result in a more stable economy," Mr. Gudmundsson said. But, on the other hand, "There are design failures in both the EU and the euro zone, and they were revealed by the crisis," he said.

Eru nokkrar líkur á að Ísland gangi inn í Evruland sem er rangt hannað í grundvallaratriðum? Ekki sjens, Jens.


mbl.is Ísland snýr aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háskóli Íslands í ESB-áróðri

Evrópuvefurinn svokallaði er fjármagnaður af alþingi og rekinn af Háskóla Íslands til að veita hlutlæga fræðslu um Evrópusambandið. Evrópuvefurinn ber á borð bein ósannindi sem eru til þess fallin að fegra málstað aðildarsinna.

Evrópuvefurinn segir þetta um breytingar á valdahlutföllum einstakra ríkja í Evrópusambandinu eftir gildistöku Lissabon-sáttmálans.

Af þessu má sjá að breytingar á hlutföllum milli smáríkja og stærri ríkja með Lissabon-samningnum eru óverulegar.

Til að fá fólk til að trúa vitleysunni er birt tafla sem sýnir litlar breytingar á þingmannafjölda. Gefið er til kynna að áhrif smáríkja s.s. Möltu breytist lítið sem ekkert, er og verður 0,8 prósent.

Frá og með árinu 2014 mun Lissabonsáttmálinn breyta verulega valdahlutföllum í Evrópusambandinu með því að atkvæðavægi aðildarþjóða í leiðtogaráðinu fer framvegis eftir íbúafjölda.

Svo dæmi sé tekið er Þýskaland í dag með rúm 8 prósent atkvæðavægi en verður með 16 prósent. Malta er í dag með 0,9 prósent en vægi Möltu fellur tífalt árið 2014 og verður 0,08 prósent.

Tafla sem sýnir breytinguna er hér.

Evrópuvefur Háskóla Íslands stendur ekki undir nafni sem hlutlæg upplýsingamiðlun.

(Tekið héðan.)


ESB-fánareglur kosta milljónir

Háskólinn í Northampton í Englandi hefur verið sektaður um 10,5 milljónir króna (56.477 pund). Hvaða lögbrot getur skóli framið sem er svo alvarlegt að hann þurfi að borga yfir 10 milljónir í sekt?

Það er ekki lögreglan sem sektar. Og ekki var sektin ákveðin af dómstólum. Nei, það er Evrópusambandið sem dæmir og sektar. "Glæpurinn" er að skólinn lét undir höfuð leggjast að draga fána ESB að húni.

Haraldur Hansson fylgist með Evrópuumræðunni i Bretlandi.


Flokkshagsmunir Samfylkingar ráða afdrifum ESB-umsóknar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir erlendum fjölmiðlum að Ísland muni ekki draga tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, jafnvel þótt ekki fáist viðunandi niðurstaða í samningaviðræður um sjávarútvegsmál.

Still, Iceland will probably not withdraw its application for membership even if the fishing talks are not fruitful, Skarphedinsson said.

Í sama viðtali segir Össur að kaflinn um sjávarútvegsmál verði síðastur tekinn til umræðu. Af því leiðir verður viðræðum við Evrópusambandið ekki lokið fyrir næstu þingkosningar, vorið 2013.

Össur Skarphéðinsson ætlar að eiga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu sem kosningamál fyrir Samfylkinguna.

 


Bretland fjarlægist Evrópusambandið

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, er sannfærður um að þau 17 ríki Evrópusambandsins sem eiga evru fyrir lögeyri munu kosta miklu til að halda evru-samstarfinu gangandi. Í viðtali við Spectator segir Cameron að Evruland sé ekki með neina varaáætlun, evran megi ekki falla.

Stóraukin miðstýring á efnahagskerfum evru-landanna er forsenda fyrir því að evrunni verði bjargað.

Bretland mun ekki taka þátt í stofnun Stór-Evrópu á meginlandi Evrópu enda er Bretland eyja. Eins og Ísland.


Þöggun ESB-umræðunnar

Fundir eru ekki haldnir í samninganefndum Íslands til að undirbúa viðræður við Evrópusambandið. Samningsmarkmið Íslands liggja ekki fyrir. Utanríkisráðherra leikur einleik og segir Ísland ekki þurfa undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. 

Hjálparkokkur utanríkisráðherra, Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar, neitar þingmönnum um fundi í nefndinni til að ræða einleik utanríkisráðherra.

Samningar á bakvið luktar dyr, gerðir af mönnum sem þora ekki í umræðuna, sýna öngstrætið sem umsókn Samfylkingarinnar er komin í.


mbl.is Vilja ræða samningsmarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstrivaktin um fjarlægðina til Brussel

Fjarlægð Íslands frá valdamiðstöðvum ESB og þekkingarleysi embættismanna ESB á íslenskum aðstæðum yrði okkur Íslendingum dýrkeypt ef við framseldum fullveldisréttindi okkar til hins verðandi stórríkis.

Því að hvort er nú vænlegra til árangurs að ákvarðanir sem varða hagsmuni okkar sjálfra séu teknar hér heima eða þá hitt að útsendir „lobbyistar" og sendimenn sem ráða yfir minna en 1% atkvæðanna reyni að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru í Brussel.

Tekið af Vinstrivaktinni gegn ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2011
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 71
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 1706
  • Frá upphafi: 1234638

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 1432
  • Gestir í dag: 52
  • IP-tölur í dag: 52

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband