Föstudagur, 7. júlí 2023
Hvað fékkst fyrir peninginn?
Skýrsla segir að atvinnulíf á Íslandi hafi borgað um 10 milljarða til að framfylgja Evrópureglum um tiltekið mál sem segja má að sé undirflokkur í einum af mörgum málaflokkum sem hið svokallaða Evrópusamstarf snýst um. Ýmsar spurningar vakna:
Hvað fékkst fyrir þennan pening?
Hefði verið hægt að fá meira, eða jafnvel miklu meira fyrir sama pening með öðrum aðgerðum?
Hvað kosta allir hinir málaflokkarnir með hinum óteljandi undirflokkum?
Þegar stórt er spurt, verður oft fátt um svör. Er það ásættanlegt?
Fimmtudagur, 6. júlí 2023
Kjarni máls I
Í orðaflaumi umræðunnar er alltaf gott að rifja upp kjarna máls.
Sumir biðja um að rannsakað sé hvað hitt og þetta í Evrópulöggjöf mundi þýða fyrir Ísland. Hvað mætti og hvað ekki, hvað þyrfti að borga og hvernig styrk mætti fá í staðinn.
Í flestum tilvikum skipta svörin litlu eða engu máli. Evrópusambandið er nefnilega í þróun. Sífellt koma ný lög og nýjar reglur og smáríki innan jafnt sem utan sambandsins hafa lítið um þau að segja. Evrópusambandið stefnir að auknum samruna og ástæða er til að ætla að það muni ganga hraðar en fyrr, vegna þess að Bretar fóru. Smáríki, sem þó hýsa 50 sinnum fleiri sálir en Ísland, ráða þar litlu.
Þriðjudagur, 4. júlí 2023
Grikkir
Fyrir stuttu bárust fréttir af dýru kexi á Spáni og á Ítalíu. Nú berast fregnir af því að súkkulaði sem heitir Toblerone sé miklu dýrara í stórmarkaði suður í Grikklandi en í Nettó í Reykjavík. Nettó selur súkkulaðið á 248 krónur, en í kaupfélaginu í Grikklandi kostar eins stykki um 320 krónur. Sagt er að í annarri búð í Reykjavík sé þetta sama súkkulaði enn ódýrara.
Ætli það fjölgi ekki í félaginu í Evrópusambandinu sem vill taka upp íslenskar krónur þegar þetta spyrst út?
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Mánudagur, 3. júlí 2023
Svíar
Ólík þróun í Noregi og Svíþjóð undanfarna áratugi hefur orðið ýmsum umhugsunarefni. Óhætt er að fullyrða að heimsendaspár aðildarsinna í baráttunni fyrir kosningarnar um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 hafi ekki gengið eftir. Hvað Svía varðar er auðvitað ekki hægt að útiloka að samdráttur hefði orðið enn meiri ef þeir hefðu kosið að standa utan sambandsins, eins og Norðmenn. Það verður þó að teljast ólíkegt.
Spyrji menn hvað valdi samdrættinum í Svíþjóð frá því landið gekk í Evrópusambandið verður fátt um svör. Það er þó ljóst að miklir fjármunir streyma stöðugt frá Svíþjóð til Evrópusambandsins. Sá nettóstraumur nam um 2,5 milljörðum evra í fyrra, sbr. hjálagða skýrslu. Það má sinna mörgum arðbærum verkefnum fyrir slíka upphæð. Þá er ótalin vinnan sem fylgir því að reka samfélag sem þarf að fylgja öllum reglum Evrópusambandsins, til viðbótar við heimagerðar reglur. Fyrir rúmum áratug síðan rúmuðust Evrópureglurnar á 100.000 síðum, en eitthvað hefur sú tala hækkað síðan þá. Það er ekki erfitt að trúa því að kostnaðurinn við að sinna kerfinu sé mun meiri en beinar greiðslur Svía til Evrópusambandsins. Safnast þegar saman kemur.
Sunnudagur, 2. júlí 2023
Svíar og Norðmenn
Fyrir tæpum 3 áratugum stóð til að koma Noregi og Svíþjóð inn í Evrópusambandið. Svíar kusu sig inn, en Norðmenn ekki. Kosningabaráttan var á köflum skrautleg. Ekki skorti dómsdagsspár aðildarsinna, ef innlimun í bandalagið yrði ekki samþykkt, í báðum löndum. Í Svíþjóð bar á þeirri skoðun að mikilvægt væri að Evrópusambandið nyti leiðsagnar Svía í framtíðinni og því væri samfélagsleg skylda Svía að ganga í bandalagið. Í Noregi var sú skoðun hins vegar algeng að Evrópusambandið mundi lítið hlusta á smáþjóðir úti á hjara veraldar, sama hvað þær hefðu að segja.
Myndin sem birtist á Fasbókarsíðu Heimssýnar sýnir landsframleiðslu á íbúa í báðum þessum löndum, þegar Svíar gengu bandalaginu á hönd, en Norðmenn urðu eftir úti í kuldanum. Til samanburðar eru tölur frá því í fyrra. Ekki fer á milli mála að straumur gulls í vasa Norðmanna hefur aukist mjög mikið, eða um 303%. Mun minna hefur breyst í Svíþjóð, þar er aukningin bara 84%, sem er engin raunaukning. Það er auðvitað fráleitt að halda því fram að aðild að Evrópusambandinu sé eina breytistærðin sem skýrir þennan mun, en það verður þó ekki framhjá því horft að á þeim tæpum þremur áratugum sem liðnir eru frá því sambandið gleypti Svía hafa miklir fjármunir runnið úr sameiginlegum sjóðum Svía í fjárhirslur höfðingjanna í Brussel mikið umfram það sem ratað hefur til baka til Svíþjóðar.
Ólíkt því sem sumir á Íslandi virðast halda, þá er það ekki markmið Evrópusambandsins að styrkja ríkar smáþjóðir. Hlutverk hinna ríku smáþjóða er að borga.
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn afhendir þessi gögn. Upphæðir eru ekki núvirtar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. júlí 2023
Norðmenn
Óhætt er að segja að Norðmönnum hafi farnast þokkalega í gegnum tíðina. Þjóðin hefur hafnað innlimun í Evrópusambandið tvisvar. Í bæði skiptin var hótað eldi og brennisteini ef ekki yrði gengið inn, enn það gekk auðvitað ekki eftir.
Systursamtök Heimssýnar í Noregi reka ágætan vef sem rétt er að vekja athygli á. Þar er margt ágætt til að lesa um helgar.
Svo minnum við á það er hægt að gerast áskrifandi að Heimssýn á Fasbók, en það kostar vitaskuld ekki neitt.
https://www.facebook.com/groups/heimssyn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
- Framsækið verðmætamat hinna réttsýnu
- Að hlusta á þjóðina
- Ósvarað
- Aðalfundur
- Rykbindiefni
- Leiðindasuð
- Breyttur skilningur Samfylkingar á ESB-viðræðum
- Asni klyfjaður gulli
- Gullmolar á nýju ári
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 23
- Sl. sólarhring: 266
- Sl. viku: 1893
- Frá upphafi: 1184630
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 1622
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar