Leita í fréttum mbl.is

Ryzard setur þingið í hakkavél

Maður er nefndur Ryzard Legutko og er pólskur prófessor í heimspeki og evrópuþingmaður.  Ryzard útskýrir vandamál Evrópuþingsins.  Hann er kjarnyrtur og kemur miklu að á 2 mínútum og er þó ekki óðamála.  

 

https://www.youtube.com/watch?v=eHRwl6gdnj4


Ekki sporð

Öðru hverju sprettur upp hugmynd um að Ísland mundi ráða einhverju í sjávarútvegsmálum í Evrópusambandinu, ef það væri þar.  Það er auðvitað fráleitt, þótt hugsanlega gætu fulltrúar frá Íslandi fengið áheyrn stöku sinnum hjá þeim sem ráða.

Hjörtur fer ágætlega yfir þetta í nýlegri grein.  Hann minnir á að í makríldeilunni þurftu þær þjóðir sem hagsmuni höfðu og voru og eru í Evrópusambandinu að leita frétta hjá Íslendingum.  Ólíkt Íslendingum höfðu þær nefnilega ekki sæti við borðið. 

Hjörtur rifjar líka upp eftirfarandi:

Hefði Ísland verið innan Evrópusambandsins þegar makríll fór að leita í miklum mæli inn í efnahagslögsögu landsins er til að mynda ljóst að við hefðum ekki veitt svo mikið sem einn makrílsporð enda alls engan rétt haft til slíkra veiða samkvæmt regluverki þess. 

https://www.visir.is/g/20242594238d/-thid-vitid-hvad-thid-vaerud-ad-fara-ut-i-


Spurningu svarað

Í nýlegri grein á Samstöðinni er spurt hvers vegna vextir séu hærri í Færeyjum en á Íslandi.

Nafnvextir á íbúðalánum eru hærri á Íslandi en í Færeyjum, en þeir eru ekki mælikvarði á verð lánsfjár.  Raunvextir eru sá mælikvarði.  Raunvextir eru 2,9% hjá HMS á Íslandi og á svipuðu róli í Færeyjabanka.

Það vekur eftirtekt að lántökugjöld á íbúðalánum eru margfalt hærri í Færeyjum en á Íslandi.  Ætli það sé gert til þess að menn séu ekki að skipta um banka þótt verðin hækki?  

Eru það kannski Færeyingar sem ættu að læra af Íslendingum í þetta sinn, en ekki öfugt?

https://samstodin.is/2024/06/freistandi-ad-flytja-til-faereyja-vegna-vaxtamunar/ 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 1961
  • Frá upphafi: 1184368

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 1689
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband