Leita í fréttum mbl.is

Gordon Brown: draumaland Samfylkingar er martröð

Jafnaðarmaðurinn Gordon Brown fyrrum forsætisráðherra Bretalands og formaður Verkamannaflokksins lýsir Evrulandinu Samfylkingarinnar sem martröð í grein í New York Timesí dag. Heiti greinarinnar er Björgun evrunnar. Greining Brown á stöðu evru-ríkjanna er þessi

The exigencies of domestic politics have locked the euro zone into an impossible set of economic constraints — no defaults, no deficits, no stimulus and, of course, no devaluations — which mean that there can also be no banking stability, no lasting growth, no sustained job creation and no boost to competitiveness from their currency.

Eina leiðin til að bjarga Evrulandi er að samhæfa fjármálakerfi meginlandsríkjanna og búa til Stór-Evrópu, segir Brown.

Brown gerir ekki ráð fyrir að Bretland gangi til liðs við Evruland, sem segir býsna mikið um líkurnar sem hann telur að séu á því að Evruland bjargi sér.


mbl.is Minni hagvöxtur á evru-svæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB hótar að slíta viðræðum við Ísland

Evrópusambandið er óðum að átti sig á því að Íslendingar kæra sig ekki um aðild. Samfylkingin stendur ein að aðildarumsókninni sem bæði kostar tíma og peninga hér heima og í Brussel. Evrópusambandið hefur hótað að slíta viðræðunum við Íslendinga, samkvæmt því sem segir á Evrópuvaktinni

Af hálfu ESB er hótað opinberri kynningu á úrslitakostum í landbúnaðarmálum verði ekki orðið við kröfum sambandsins á bakvið tjöldin. Jón Bjarnason hefur verið boðaður á fund utanríkismálanefndar en jafnan situr utanríkisráðherra fundi nefndarinnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar.

Samfylkingin mun ekki gera Ísland að aðila að Evrópusambandinu. Það liggur fyrir.


mbl.is Sóun á fé ESB og Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-umsókn falboðin í hrossakaupum

Umsókn Íslands frá 16. júlí 2009 um aðild að Evrópusambandinu var niðurstaða pólitískra hrossakaupa forystu Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í kjölfar yfirlýsingar formanns Sjálfstæðisflokksins um helgina, að flokkurinn ætlaði að herða andstöðu sína við aðildarumsóknina, er orðið ljóst að Samfylkingin bar víurnar í formann Bjarna Benediksson.

Tilboð Samfylkingarinnar til Bjarna var að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum gegn því að umsókninni um aðild að Evrópusambandinu yrði haldið til streitu. Bjarni stóð höllum fæti sem formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann studdi ríkisstjórnina í Icesave-málinu. Samfylkingin taldi Bjarna ekki hafa efni á að hafna tilboðinu.

Hrossakaupin í kringum aðildarumsókn Íslands undirstrika hversu fátæk umsóknin er af málefnalegum rökum.


Evrukreppa klýfur ESB í tvennt; aðildarsinnar skila auðu

 Kreppa þeirra 17 ríkja sem eru í evru-samstarfi verður aðeins leyst með tvennum hætti, annars vegar með stofnun Stór-Evrópu til evran fá ríkisvald að bakhjarli eða með því að evru-samstarfið klofni upp og jafnvel leggist af. Bretland og Svíþjóð munu standa fyrir utan evru-samstarfið um langa framtíð og verða þar af leiðandi áhorfendur að tilraunum til að móta Stór-Evrópu.

Ísland er í þeirri hlálegu stöðu að sækja um aðild að kjarnasamstarfi Evrópuríkjanna með evru og öllum þeim vandræðum sem því fylgir.

Aðildarsinnar á Íslandi hafa ekki reynt að útskýra hvernig hagsmunum Íslands getur verið borgið í kjarnasamstarfi ESB á meðan næstu nágrannar okkar standa utan samstarfsins.

Málefnalegur og pólitískur rökstuðningur fyrir umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur alltaf verið í skötulík og aðildarsinnum hefnist fyrir það.


mbl.is Vilja ekki ræða efnahagsvanda evruríkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran í gjörgæslu og aðildarsinnar í felum

Samstarf 17 ríkja um evruna er í uppnámi. Annað tveggja gerist, að samstarfið liðast í sundur eða Stór-Evrópa ríkjanna 17 verði stofnuð með sameiginlegum fjárlögum og einu ríkisvaldi. Engin leið er að spá fyrir um atburðarásina en líklegt er að hún verði langvinn. Hvort heldur sem er á Ísland enga samleið með þróun evru-ríkjanna 17.

Aðildarsinnar á Íslandi, einkum þeir sem tengjast ríkisstjórninni, skulda þjóðinni útskýringu á því hvers vegna við ættum að halda umsókn um aðild til streitu þrátt fyrir margvíslega forsendubresti frá 16. júlí 2009 þegar alþingi samþykkti umsóknina.

Fyrir utan gerbreyttar forsendur Evrópusambandsins sjálfs, sem augljóslega hefur klofnað í 17 evru-ríki og tíu ríki sem standa utan evrunnar, eru forsendubrestir gagnvart Íslendingum tilraunir ESB að kúga okkur í Icesave-deilunni við Breta og Hollendinga og yfirgangur gagnvart hagsmunum Íslands í makríl-deilunni.

Af hálfu aðildarsinna er engin umræða um Evrópumál nú þegar virkilega er þörf á umræðunni. Voru það ekki aðildarsinnar, einkum úr röðum samfylkingarmanna, sem árum saman klifuðu á nauðsyn Evrópuumræðu?


72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna

72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins telja að Ísland eigi að draga tilbaka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í könnun sem Capacent-Gallup gerði fyrir Heimssýn í júní síðast liðnum.

Spurningin var eftirfarandi: ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

72 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins voru hlynnt afturköllun umsókn, 11 prósent voru hvorki fylgjandi né andvíg afturköllun en 17 prósent voru andvíg.

Í kröfu sinni um afturköllun umsóknarinnar talar Bjarni Benediktsson fyrir yfirgnæfandi meirihluta kjósenda flokksins.


Valþór í Athygli og hlutlausar ESB-upplýsingar

Athygli er almannatenglafyrirtæki sem fær 115 milljónir kr. frá Evrópusambandinu í kynningarstarf hér á landi. Fréttablaðið greindi frá samningi Athygli og spurði Valþór Hlöðversson hvers væri að vænta.

Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, er ánægður með að fá verkefnið og segir að skrifstofan verði væntanlega opnuð með haustinu. Hann þvertekur fyrir að þaðan verði rekinn áróður.
"Nei, öðru nær. Það er lögð mikil áhersla á það í útboðsgögnum að þarna sé verið að safna saman fagfólki sem er fært um að miðla óhlutdrægum upplýsingum um kosti og galla ESB og efna til samræðu við fólkið í landinu. Annars hefðu menn bara notað sendiskrifstofu ESB í þetta, ef þetta hefði átt að vera áróður," segir hann.

Þessi sami Valþór skrifaði leiðara í auglýsingablaðið Sóknarfæri sem kom út 24. mars í vor. Fyrirsögnin er ,,Við erum Evrópuþjóð." Leiðarinn er samfelld lofgjörð um Evrópusambandið og nauðsyn þess að Ísland verði aðili að sambandinu.

Valþór umgengst hlutlausar upplýsingar eins og sannur almannatengill.


ESB-umsóknina á að afturkalla, tillagan liggur fyrir

Meirihluti landsmanna vill draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt könnun í júní. Í ágúst sýndi skoðanakönnun að 64,5 prósent landsmanna eru andvígir aðild að Evrópusambandinu.

Formaður Sjálfstæðisflokksins talar fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar hann segist vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Á alþingi liggur fyrir tillaga Unnar Brár Konráðsdóttur um að afturkalla umsóknina. Væntanlega kemst tillagan á dagskrá þegar þing kemur saman í haust.

 


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Ágúst 2011
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1234585

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1386
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband