Leita í fréttum mbl.is

Erlent ríkjasamband leggur nýjan skatt á íslenskt atvinnulíf

Örlítil umrćđa er ađ hefjast um vegabréfsáritunargjaldiđ sem Evrópusambandiđ vill innheimta.  Bretar, Bandaríkjamenn, Kanadamenn, Kínverjar og margir fleiri munu ţurfa ađ borga Evrópusambandinu gjald, vilji ţeir fara til Íslands.

 

Gott er ađ rifja upp nokkur helstu atriđi málsins:

 

1. Hiđ erlenda ríkjasamband mun ráđa hverjir utan Schengen fái ađ fara til Íslands.  Enginn veit hvernig ţćr valdheimildir verđa notađar í framtíđinni. 

2. Hiđ erlenda ríkjasamband ćtlar ađ innheimta skatt af utansveitarfólki sem ferđast til Íslands.  Ríkjasambandiđ ćtlar sjálft ađ hirđa skattinn.

3. Skatturinn á ađ "mćta kostnađi".  Allir skattar mćta einhverjum kostnađi.  Ótal leiđir eru til ađ reikna "kostnađ".  Sú algengasta er ađ finna fyrst útkomuna og bćta svo tölum inn í dćmiđ eftir hentugleikum.  

4. Engin veit hversu hár skatturinn verđur eftir 10 eđa 20 ár og ekki heldur í hvađ peningarnir munu fara.  

5. Atvinnulíf á Íslandi er međ ţeim hćtti ađ skatturinn leggst margfalt, margfalt ţyngra á íslenskt atvinnulíf, en á venjulega hreppa í Evrópu. 

6. Áritunarmál í öđrum löndum eru málinu óviđkomandi.  Fyrirkomulagiđ í Bretlandi, BNA eđa Kína, kemur ţessari skattheimtu ekki viđ.  Ekkert kallar á gagnkvćmni, tal um slíkt ţjónar einungis ţeim tilgangi ađ afvegaleiđa umrćđuna. 

Og ef menn telja í alvöru ađ ţađ skipti engu máli fyrir atvinnulífiđ ađ leggja á nýjan, en hóflegan skatt, er ţá ekki einbođiđ ađ gera ţađ strax, og sjá til ţess ađ hann renni allur í fjárhirslur íslenska ríkisins, en ekki til Brussel?

 https://www.visir.is/g/20232445414d/bandarikjamenn-thurfa-ad-greida-gjald-adur-en-komid-er-til-islands

 


Ekki galiđ stjórnarfyrirkomulag

Í fyrra sendi stjórn Evrópusambandsins ađildarríkjunum lista yfir vefsíđur sem stjórninni líkađi ekki.  Fyrirmćlin sem fylgdu voru ađ koma skyldi í veg fyrir ađ íbúar viđkomandi ríkis gćtu séđ síđurnar.  Ţađ var gert. 

Vitađ er ađ ríkisstjórn Noregs ţykir gott ađ gera eins og Evrópusambandiđ vill og hafđi í hyggju banna vefsíđurnar.  Ţá varđ umrćđa í landinu.  Fjölmargir, ţar á međal samtök blađamanna og rithöfunda mótmćltu.  Ríkisstjórnin ákvađ ađ reyna ekki ađ koma á ritskođun ađ hćtti Evrópusambandsins, ţví ţrátt fyrir allt ţiggur hún vald sitt enn sem komiđ er frá kjósendum í Noregi, en ekki frá embćttismönnum í Brussel. 

Lýđrćđi er ekki alveg galiđ stjórnarfyrirkomulag.

https://www.nrk.no/kultur/norge-vurderer-russisk-mediesensur_-_-skummel-utvikling-1.15888302


Hverju verđur lokađ nćst?

Í ljós hefur komiđ ađ furđu fáir hafa frétt af kerfisbundinni ritskođun og lokun á netsíđum í Evrópusambandinu. 

Hvernig ćtli standi á ţví? Finnst fjölmiđlum á vesturlöndum og ţar á međal Íslandi ágćtt ađ losna viđ samkeppni, eđa eru fréttir rússneskra miđla á borđ viđ rt.com of hrćđilegar til ađ hćgt sé ađ leyfa ţćr? Fólk á Íslandi getur sjálft dćmt um hiđ síđarnefnda, ţví stjórnvöld á Íslandi hafa ekki lokađ fyrir tengingu viđ rússneskar fréttastofur, ólíkt yfirvaldinu í Evrópusambandinu. 

Reyndar er ekki augljóst ađ stjórnvöld á Íslandi hafi heimild til ađ loka fyrir ađgang ađ fréttasíđum sem ţeim kunna ađ finnast vondar.  Ekki verđur annađ séđ en ađ ţeir sem hafa völdin í Evrópusambandinu hafi slíka heimild.  Ţeir komast ađ minnsta kosti upp međ ađ loka ţví sem ţeim sýnist. 

Hverju skyldu ţeir í Evrópusambandinu loka nćst?  Bloggsíđum Arnars Ţórs Jónssonar, Páls Vilhjálmssonar, Jóns Magnússonar, Heimssýnar eđa síđum Samtaka hernađarandstćđinga?

 

https://www.reuters.com/world/europe/eu-ban-three-russian-state-owned-broadcasters-von-der-leyen-2022-05-04/


Spá í vask

Hér á Heimssýnarbloggi var ţví spáđ ađ 100% Pírata mundi leggjast gegn ritskođun á borđ viđ ţá sem Evrópusambandiđ hefur gagnvart fréttasíđum sem ţađ telur vondar, eđa frá vondu fólki.  Umrćđa varđ um máliđ á svokölluđu „Pírataspjalliđ 2“ á Fasbók og er skemmst frá ţví ađ segja ađ spáin er farin í vaskinn, Björn nokkur Leví sá til ţess.  Líklega hugsa sumir ađ ţar hafi krosstré brugđist. 

Eftir sem áđur skulu ađrir Píratar, og allir ađrir Íslendingar, minntir á ađ Evrópusambandiđ heimilar ţegnum sínum ekki ađ lesa fréttir frá ađilum sem eru í ónáđ og ađ lítiđ ber á mótmćlum ţegnanna gegn ţeim gjörningi yfirvalda.   Allur ţorri íbúa Evrópusambandsins kemst međ öđrum orđum ekki inn á „óćskilegar“ fréttasíđur - og sćttir sig viđ ţađ.

Ćtli íbúar V-Evrópu í gamla daga hefđu tekiđ ţví ţegjandi ef ţeir hefđu gerst áskrifendur ađ sovéska blađinu Prövdu og blađiđ veriđ gert upptćkt af lögreglunni?  Líklega ekki.


Ţađ er ekki núverandi kerfi sem skiptir mestu máli

heldur sú stađreynd ađ styrkjakerfi og lög um allt mögulegt í Evrópusambandi framtíđar verđur ákveđiđ af öđrum en ţeim sem búa í litlu samfélagi norđur hjara, og skiptir ţá engu hvort Ísland er í sambandinu eđa ekki. 

Um ţetta er fjallađ í grein Haraldar Ólafssonar í DV 30. júlí.  Ţar segir: 

Thomas Möller rćđir í löngu mál í DV 27. júlí sl. um landbúnađ, styrki og hugsanlegan gróđa viđ ađ segja sig til sveitar hjá Evrópusambandinu. Ţá fer Thomas nokkrum orđum um frjálsa verslun.

Í styrkjaţokunni er stundum erfitt ađ sjá til og sumir villast. Lausnin er ţá ekki ađ lesa reglurnar tíu sinnum til viđbótar og reyna svo ađ giska á hvađ ţćr ţýđa heldur ađ rifja upp ađ styrkjakerfi Evrópusambandsins er fjarri ţví ađ vera meitlađ í stein. Ţegar nýtt ríki er innlimađ getur kerfiđ veriđ orđiđ allt annađ en ţađ var, ţegar ţađ sama ríki sótti um ađild. Allar líkur standa til ţess ađ árum eđa áratugum seinna verđi svo enn annađ kerfi. Kannski verđa ţá engir styrkir, bara skattar. Hver veit? Allar slíkar breytingar koma ađ utan, enda vćri mjög ólýđrćđislegt ađ örţjóđ innan stórveldisins fengi ađ ráđa ferđinni í styrkjalöggjöf.

Hvađ verslun varđar, ţá verđur ađ hafa í huga ađ Evrópusambandiđ er ekki félagsskapur um frjálsa verslun, nema milli ríkjanna sem ađ ţví standa, Ţýskalands og Frakklands, og ţeirra fylgiríkja. Gagnvart öđrum, sem eru um 95% af íbúum jarđarinnar er Evrópusambandiđ tollabandalag sem sinnir hagsmunum ţeirra sem ráđa ferđinni í sambandinu, og innheimtir tolla sem renna í fjárhirslurnar í Brussel. Enginn veit hversu háir ţeir verđa í framtíđinni.

Heldur svo einhver ađ ţađ verđi hćgt um vik ađ hćtta í félaginu ţegar blćs á móti? Nei, ţá er ţađ orđiđ of seint, ţá er bara ađ borga.

 

https://www.dv.is/eyjan/2023/07/30/haraldur-olafsson-skrifar-hverfull-er-grodinn-vid-fullveldisframsal/

 

 


« Fyrri síđa

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Ágúst 2023
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 63
  • Sl. sólarhring: 270
  • Sl. viku: 1933
  • Frá upphafi: 1184670

Annađ

  • Innlit í dag: 56
  • Innlit sl. viku: 1655
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband