Leita í fréttum mbl.is

Hjartargullið - og nýjar fréttir af ráðstefnu um Evrópusambandið 4. október

Undarleg umræða er upp komin á Íslandi.

Hjörtur J. Guðmundsson ræðir utanríkismál af alvöru, rökfestu og yfirvegun.  Utanríkisráðherra svarar með því að ræða eigin órökstuddar hugmyndir um fjárhag Hjartar. 

Ein helsta röksemd svokallaðra Evrópusambandssinna er að íslenskir stjórnmálamenn séu svo ómögulegir að það verði að fá aðra í staðinn, helst menn sem ekki er hægt að kjósa burt. Sumir mundu segja að það væri aðeins of langt gengið reyna í sífellu að sanna þessa kenningu með eigin hegðun. 

https://www.stjornmalin.is/?p=29849

 

Og fyrst Hjörtur er til umræðu er rétt að benda á að hann hefur hleypt ágætu hlaðvavrpi á stokkunum.  Það er hér:

https://www.stjornmalin.is/?page_id=572

 

 

Og nýjustu fréttir eru af ráðstefnu um Evrópusambandið 4. október nk.:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSecCARWTPmAfqWtViGbtxc4aKSd09BPt2_DFvlxqoRlgq4jfQ/viewform?usp=header

 


Hvað segir Evrópusambandið um þetta?

Ríkisstjórnin vill ýta úr vör einhverju sem kallað hefur verið "framhaldsviðræður" og er þá markmiðið, sem fyrr, að Evrópusambandið fái stjórnvald á Íslandi. 

Alþingi samþykkti að sækja um aðild með ótal fyrirvörum, sjá skjal hér að neðan.  Þar segir m.a.:

 

 Meðal grundvallarhagsmuna Íslands eru:
     *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra.
     *      Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er.
     *      Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis.
     *      Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
     *      Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
     *      Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt.

 

Ástæða er til að ætla að Evrópusambandið hafi ekki áhuga á einhvers konar viðræðum á  forsendum af þessu tagi. Það ætti að vera nóg að hringja í einhvern af aðal í Brussel til að fá það staðfest og er málið þá dautt. 

https://www.althingi.is/altext/137/s/0038.html

 


Dauður fiskur og vondur sendiboði

Margumræddur Íslandsvinur, Guy Verhofstadt, lofaði Íslendingum stöðugleika ef þeir afsöluðu sér völdum í hendur vina Verhofstadts í Evrópusambandinu. 

Hér að neðan má sjá stöðugleikann sem ríkir þar á bæ, til samanburðar við Ísland. 

Það er halli línunnar til lengri tíma sem mestu skiptir.  Það heitir aukin velsæld fyrir flest fólk, ekki bara yfirstétt embættis- og stjórnmálamanna.

Dauður fiskur er í mjög stöðugu ástandi. Það er ástand sem enginn sækist eftir.

https://www.facebook.com/photo/?fbid=25469416632646301&set=gm.972249191734372&idorvanity=439592811666682

 


Evrópuhreyfingin og hervæðing Íslendinga

Sífellt verður ljósara að Evrópusambandið stefnir hraðbyri í stórfellda hervæðingu.   Og líklega stríð við Rússa þegar fram í sækir. 

Það mun bæði verða þörf á fallbyssufóðri og fleirum til að borga reikningana fyrir herveldið. Íslendingar teljast ágætir í bæði verkefnin. 

Fulltrúi evrópskra Evrópuhreyfinga, sem oft hefur sagt að of hægt gangi í þessum málum heimsótti Viðreisn um daginn og talaði við samherja sína.  Evrópuhreyfingin á Íslandi er aðili að umræddu félagi Evrópuhreyfinga, sem er vel að merkja á fóðrum hjá Evrópusambandinu. 

Hjörtur afhjúpar málið í grein sem hér er tengill á.  

Ætli kjósendur Viðreisnar sem héldu að þeir væru að styðja aðhlynningu geðsjúkra á Íslandi en ekki hervæðingu Íslands og Evrópu hafi áttað sig á þessari stefnu utanríkisráðherra flokksins? 

https://www.stjornmalin.is/?p=29544

 

 


Verhofstadt og Gosi

Viðtalið við Guy Verhofstadt hefur sitthvað meira að geyma.

Verhofstadt á sér draum um stóra og sterka Evrópu.  Í Evrópu Verhofstadts vinna Íslendingar yfirvinnu til að fóðra hergagnaiðnað gömlu evrópsku nýlenduveldanna.  Hann reynir að sannfæra Íslendinga um að það færi þeim öryggi.  Því trúir vitaskuld enginn á Íslandi, nema kannski sumir af þeim sem buðu honum í heimsókn.  

Fyrir nokkrum árum ávarpaði Guy Verhofstadt almúgann í Kænugarði.  Þar lofaði hann gulli og grænum skógum frá Evrópusambandinu og hvatti innfædda áfram sem mest hann mátti.  Nú nennir enginn að hlusta á hann þar í sveit og þá fer hann til Íslands til að kyrja sama söng; loforð um gull og græna skóga, bara ef við föllum fram og færum honum og vinum hans völdin á Íslandi. Það sé í góðu lagi því þeir séu svo góðir og svo fái Íslendingur sæti við veisluborð í Brussel.  

Sjaldan hefur meintur Íslandsvinur líkst skúrkunum sem blekktu Gosa forðum meira en Guy þessi Verhofstadt.

 

 


Kostulegt viðtal við trúboða

Guy Verhofstadt er sérstakur áhugamaður evrópskt stórríki.  Stjórnmálaflokki, sem heitir Viðreisn, þykir hann mikill spekingur og reynir að gera hann að Íslandsvini. 

Guy þessi lætur gamminn geisa í Vísi og gerir t.d. mikið úr meintum erfiðleikum Breta eftir Brexit. Það kallar á gagnaskoðun.  Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum, sem finna má á tenglinum hér að neðan voru þjóðartekjur á mann (GNI pr. capita) í Bretlandi, sem hlutfall af tekjum í löndunum sem stjórna Evrópusambandinu, Frakklandi og Þýskalandi þessar:

 

Tekjur Breta (GNI) árið 2020: 

98,1 af tekjum Frakka

80,3% af tekjum Þjóðverja

 

Tekjur Breta (GNPI) árið 2024:

107,8% af tekjum Frakka

88,5 af tekjum Þjóðverja

 

Eftir Brexit hefur með öðrum orðum gengið mun betur að afla aura í Bretlandi en í stóru Evrópusambandslöndunum.  Það er kannski ekki Brexit að þakka, en þessar tölur ríma engu að síður frekar illa við meint stórkostlegt tap Breta af að hætta í Evrópusambandinu.  

Það verður seint sagt að málflutningur Evróputrúboðsins mótist af gögnum og staðreyndum, enda væri þá málstaðurinn algerlega vonlaus.  

 

https://data.worldbank.org/indicator/NY.GNP.PCAP.CD?end=2024&locations=GB-FR-DE&start=2000 

https://www.visir.is/g/20252778330d/esb-myndi-taka-is-landi-opnum-ormum

 


Sprengdur fyrir hið evrópska föðurland

Íslenskur stjórnmálaflokkur heldur landsfund.  Heiðursgestur fundarins er maður sem helst er þekktur fyrir að vilja hraða samruna í Evrópusambandinu.  Lokamarkmiðið er eitt stórt sambandsríki.  Það er ekki, og hefur ekki verið, neitt leyndarmál. Afstaða Viðreisnar er það svosem ekki heldur, en verður enn skýrari þessa dagana. 

Ætli það hafi farið framhjá Viðreisnarmönnum að Evrópusambandið á í blóðugri styrjöld við mesta kjarnorkuveldi heims?  Það er stórveldi sem telur sig ekki hafa efni á að tapa styrjöldinni sem nú þegar hefur líklega kostað milljón mannslíf.  Bandaríkin hafa að mestu gefist upp og leita allra leiða til að losna frá þessu stríði. Á sama tíma vilja stærstu Evrópuríkin, sem stjórna Evrópusambandinu, og Evrópusambandið sjálft sprengja meira.

Enginn veit hvað þegnréttur í Evrópusambandi mun í framtíðinni fela í sér.  Það er þó ljóst að þeir Íslendingar sem eru lítið spenntir fyrir því að afkomendur þeirra verði drepnir fyrir hið evrópska föðurland munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir flytja inn í stofur Evrópusambands. 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/09/21/segir_vidreisn_afhjupa_sig/


Bakdyralykillin notaður að öryggis og varnarsamstarfi við ESB

Ríkisstjórnin undirbýr yfirlýsingu sem myndi hlekkja Ísland formlega við ESB á sviði öryggis- og varnarmála, án aðkomu Alþingis eða þjóðarinnar.

Þegar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, heimsótti Ísland í sumar hitti hún forsætisráðherra á Keflavíkurflugvelli, á sjálfu "öryggissvæðinu". Þar var lagt upp með að undirbúa samstarfsyfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins um öryggis- og varnarmál. Forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir sagði berum orðum að slíkt samkomulag gæti orðið tilbúið til undirritunar fyrir árslok.

Samstarfsyfirlýsingin yrði fyrsta skjalfesta skrefið til að tengja Ísland formlega inn í varnarkerfi Evrópusambandsins. Hún verður fyrsta yfirlýsingin sinnar tegundar milli Íslands og ESB á sviði öryggis- og varnarmála og það sem skiptir mestu máli: hún yrði undirrituð af ríkisstjórninni einni saman, án þess að Alþingi fengi málið til umfjöllunar.

Gæðingarnir við hlið ráðherranna
Kristrún hefur Dag B. Eggertsson sér við hlið sem skrifaði undir skýrslu nefndarinnar, þar sem meginstoðir íslenskra varna eru skilgreindar sem aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Bandaríkin, en skrifaði svo í kjallaragrein í Morgunblaðinu að Ísland ætti að halla sér að Evrópusambandinu "eins nánum böndum og kostur er" í varnarmálum. Þorgerður Katrín getur á sama hátt treyst á sinn gæðing, Aðalstein Leifsson aðstoðarmann, sem sat í sömu nefnd og Dagur og stýrði vinnunni við þessa sömu skýrslu sem ráðherrann sjálf virðist þó ekki leggja til grundvallar í sínum málflutningi.

Og hér blasir sú hætta að ríkisstjórninni takist að "hlekkja Ísland við Evrópusambandið" í öryggis- og varnarmálum með bakdyralyklinum einum saman undir nafninu samstarfsyfirlýsing. Alþingi og þjóðin sitja eftir, með fréttatilkynninguna eina til að lesa.

Fréttin sem vitnað er til birtist á arctictoday.com, þann 20. júlí 2025 "Iceland to launch negotiations on security, defense partnership with EU"


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 46
  • Sl. sólarhring: 234
  • Sl. viku: 1863
  • Frá upphafi: 1263539

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1644
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband