Leita í fréttum mbl.is

Sex daga vinnuvika í boði ESB

Ef Grikkir ætla að halda sér í evru-samstarfinu verða þeir að taka upp sex daga vinnuviku, segir í skjali sem var dreift í gríska stjórnkerfinu í síðustu viku, að sögn EU-Observer.

Í evru-samstarfinu er útilokað fyrir Grikki að lækka kostnað með gengisfellingu og svokölluð ,,innri gengisfelling" með lækkun launa skilar sér seint og illa - þar fyrir utan er stórtækt skattasvindl landlægt.

Með kröfu um sex daga vinnuviku er Evrópusambandið að senda skilaboð um að þolinmæði gagnvart Grikkjum sé á enda.


Össur: Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókninni

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði við Fréttablaðið þriðjudaginn 4. ágúst að hann minntist þess ekki að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi bókað fyrirvara við samningsafstöðu Íslands í peningamálum vegna aðildarferlisins inn í Evrópusambandið.

Í kvöldfréttum RÚV sama dag er minnið komið í lag hjá Össuri og hann viðurkennir bókun innanríkisráðherra. En Össur neitar að fyrirvari Ögmundar hafi nokkur áhrif á aðildarferlið þótt trúnaðarmaður utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi áður sagt að ef ríkisstjórnin sé ekki einhuga um samningsafstöðu Íslands þá sé sjálfhætt.

Hjá Össuri heitir það ekki lengur að ríkisstjórn eða alþingi ákveði líf eða dauða ESB-umsóknarinnar. Nei, núna er það ,,samstarfsflokkurinn" sem er með málið í hendi sér - þ.e. VG. Þetta segir í frétt RÚV

Utanríkisráðherra staðfestir að fyrirvararnir hafi verið bókaðir í ríkisstjórninni, en þeir hafi engin áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. „Bókanir einstakra ráðherra í þessum efnum skipta ekki sköpum. Þar ræður fyrst og fremst afstaða sitt hvors stjórnarflokksins. Ef annar þeirra myndi stappa niður fæti, þyrfu menn auðvitað að skoða það, en það hefur ekki verið gert,“ segir Össur Skarphéðinsson.  Hann er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að ráðherra sem setji sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér. „Ég hef sjálfur bókað gegn vilja forsætisráðherra, í annarri ríkisstjórn að vísu, og mér var hvorki fleygt út né gekk ég á dyr.“

Össur er ekki með ríkisstjórnina á bakvið ESB-umsóknina og meirihluti alþingismanna er á mót. En Össur kætist yfir því að VG heldur hlífiskildi yfir gæluverkefni Samfylkingar um koma Íslandi inn í Evróusambandið.


mbl.is Ráðherrar fá sendar fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögmundur forðar okkur frá brennandi evru-húsi

Þær 17 ESB-þjóðir sem búa við evru eru fastar í viðvarandi skelfingarástandi þar sem veikasta og spilltasta ríkið hótar hinum að sprengja upp allt havaríið ef ekki verður gengið að fjárkúgunarkröfunum.

Þær tíu þjóðir ESB sem ekki búa við evru láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í samstarfið að óbreyttum forsendum. Í allri Vestur-Evrópu eru það aðeins stjórnmálamenn Samfylkingar sem vilja þjóð sína inn í skelfinguna.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stendur í lappirnar einn ráðherra og segir nei, takk við boði um inngöngu í brennandi evru-húsið.


mbl.is Taldi upptöku evru algera fjarstæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atlagan að Ögmundi og framtíð VG

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er kallaður ómerkingur af meintum samherjum sínum á alþingi, t.d. Árna Þór Sigurðssyni. Bjarni Harðarson er sannfærður um að Steingrímur J. formaður vilji losna við Ögmund.

Ef atlagan að Ögmundi tekst og hann flæmdur úr VG vaknar spurningin um framhaldið.

Jón Bjarna og Guðfríður Lilja eru næstu skotmörk enda ekki auðsveip forystunni.

Þegar Streingrímur J. og Árni Þór er komnir með hreinan ESB-flokk vinstra megin við Samfylkinguna er kannski ástæða til að spyrja hvort ekki sé pláss fyrir öðruvísi róttækan flokk.


ESB-umsókn í viðtengingarhætti

Hvorki Jóhanna forsætis né Össurar utanríkis hafa kveðið upp úr með það hvor hefur rétt fyrir sér Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eða Þorsteinn Pálsson samningamaður í viðræðunefnd við ESB.

Ögmundur segir fyrirvara hafa verið gerða á samningsafstöðu Íslands í peningamálum. Fyrst fullyrti Þorsteinn að engir fyrirvarar hafi verið gerðir. Síðan sagði Þorsteinn að ef fyrirvarar hefðu verið gerðir jafn stóru máli og peningamálum þá væri viðræðum sjálfhætt.

Evrópuvaktin vekur athygli á því að hvorki Jóhanna né Össur láta ná í sig vegna málsins. Kannski vegna þess að hvorugt skilur viðtengingarháttinn sem ESB-umsóknin er komin í. 


mbl.is Fyrirvararnir voru skýrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorsteinn Páls vill hætta ESB-viðræðum

Þorsteinn Pálsson, trúnaðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, vill að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt þar sem í ljós hefur komið að ráðherrar VG bóka á ríkisstjórnarfundi andstöðu við upptöku evru.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra upplýsti á vefsvæði sínu um fyrirvara ráðherra VG.

Þorsteinn Pálsson segir að samkvæmt þingræðisreglunni verði einhuga ríkisstjórn að standa að ferli er varðar hornstein eins og peningamál þjóðarinnar. Þorsteinn segir

Samkvæmt þingræðisreglunni þarf stefna Íslands að njóta meirihlutastuðnings á Alþingi. Utanríkisráðherra getur því ekki rætt samningsafstöðuna um upptöku evru við ríki Evrópusambandsins nema ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið efnislega sammála henni við ríkisstjórnarborðið og hana megi kynna sem stefnu Íslands án fyrirvara um kjarnaatriði hennar.

Þegar samninganefndarmaður utanríkisráðherra sem í ofanálag er helsti fulltrúi þeirra fáu sjálfstæðismanna sem vilja inn í Evrópusambandið leggur til að samningaviðræðum sé hætt er fokið í flest skjól ESB-sinna.

 


mbl.is Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norskir kratar segja ESB-umsókn heimskulega

Norski Verkamannaflokkurinn ætlar ekki að setja ESB-umsókn á dagskrá stjórnmála þar í landi næstu fimm ári. Kosningar eru í Noregi á næsta ári og hvorki er áhugi meðal þings né þjóðar að leita eftir inngöngu í Evrópusambandið.

Formaður norskra ungkrata segir heimskulegt að sækja um  aðild að Evrópusambandinu.

Systurflokkur Samfylkingar í Noregi er sem sagt búinn að leggja ESB-umsókn á hilluna fram til 2017. Og segir heimskulegt að íhuga umsókn.

Samfylkingin er ekki aðeins einangruð á Íslandi í sinni afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu.


mbl.is ESB-umsókn ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2012
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 71
  • Sl. sólarhring: 178
  • Sl. viku: 775
  • Frá upphafi: 1233003

Annað

  • Innlit í dag: 66
  • Innlit sl. viku: 662
  • Gestir í dag: 65
  • IP-tölur í dag: 65

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband