Þriðjudagur, 29. september 2009
Heimssýn á Vestfjörðum stofnað
Stofnfundur Heimssýnar á Vestfjörðum var haldinn á Hótel Ísafirði 26. september sl. þar sem rætt var um Ísland og Evrópusambandið. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, hélt framsögu og rakti sýn sína á aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar að sambandinu og var ennfremur farið yfir aðdraganda umsóknarinnar. Fjörugar umræður sköpuðust og fjöldi fundarmanna tók til máls eftir framsögu Illuga. Fundarstjóri var Birna Lárusdóttir, bæjarfulltrúi á Ísafirði.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 28. september 2009
Segir Ísland ekki ganga í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð
Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrum stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, sagðist spá því að Ísland gengi ekki í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð á morgunverðarfundi sem Háskólinn í Bifröst hélt í Norræna húsinu 24. september sl. Eiríkur sagði að það gæti helst gerst ef efnahagsástandið versnaði. Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei, sagði hann.
Mánudagur, 28. september 2009
Írar hafna Lissabon-sáttmálanum samkvæmt nýrri könnun
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun á Írlandi sem gerð var af fyrirtækinu Gael Polls hafna írskir kjósendur Lissabon-sáttmálanum (fyrirhugaðri Stjórnarskrá Evrópusambandsins) með góðum mun þegar kosið verður um hann í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. október nk. Sé aðeins tekið við af þeim sem tóku afstöðu með eða á móti sögðust 59% ætla að hafna sáttmálanum en 41% að samþykkja hann. Kannanir undanfarið hafa verið mjög mivísandi og sumar bent til þess að Írar samþykki sáttmálann.
Þriðjudagur, 22. september 2009
Vildu Íslendingar að sótt yrði um inngöngu í ESB?
Í Morgunblaðinu í gær 19. september birtist aðsend grein eftir Hjört J. Guðmundsson, stjórnarmann í Heimssýn, þar sem hann færir rök fyrir því að meirihluti Íslendinga hafi aldrei viljað að sótt væri um inngöngu í Evrópusambandið eins og núverandi ríkisstjórn gerði sl. sumar. Byggir hann það m.a. á niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar um afstöðuna til sambandsins en þar kemur m.a. fram að meirihluti landsmanna sé óánægður með umsóknina. Grein Hjartar fer hér á eftir.
Þriðjudagur, 22. september 2009
Aldrei meiri andstaða við inngöngu í ESB
Ný skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins og birt var í gær sýnir meiri anstöðu við inngöngu í Evrópusambandið en nokkurn tímann áður. Samkvæmt könnuninni eru 43,2% Íslendinga óánægð með umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í sambandið en 39,6% eru ánægð með hana. Meira en helmingur Íslendinga, eða 50,2%, eru andvíg inngöngu í Evrópusambandið en 32,7% hlynnt.
Laugardagur, 12. september 2009
Olli Rehn: Spil ESB liggja nú þegar á borðinu
Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, var m.a. spurður að því í viðtali við Morgunblaðið í gær 10 september hvort sambandið myndi ekki sýna á spilin sín og gefa upp hvað væri í boði af hálfu þess þegar viðræður um inngöngu Íslands hæfust. Svar Rehn var einfaldlega á þá leið að Evrópusambandið hefði þegar sýnt á spilin. Það lægi fyrir hvað sambandið hefði upp á að bjóða enda væri regluverk þess og meginreglur öllum aðgengilegar.
Föstudagur, 11. september 2009
Hefur Ísland tekið yfir meirihluta löggjafar ESB?
Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, ritaði grein á fréttavefinn Amx.is 8. september sl. þar sem hann segir að Ísland hafi alls ekki tekið yfir meirihluta lagasetningar Evrópusambandsins í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eins og t.a.m. kommissar stækkunarmála sambandsins, Olli Rehn, hefur haldið fram í samtölum við erlenda fjölmiðla. Hjörtur bendir á að slíkar fullyrðingar gangi einfaldlega ekki upp sé málið skoðað nánar. Þannig hlaupi heildar löggjöf Evrópusambandsins á tugum þúsunda lagagerða á sama tíma og heildar löggjöf Íslands, lög og reglugerðir, eru aðeins um 5.000 talsins.
Miðvikudagur, 9. september 2009
Norðmenn sækja ekki um inngöngu í ESB
Ný ríkisstjórn í Noregi mun ekki sækja um inngöngu í Evrópusambandið nema norska þjóðin láti ótvírætt í ljós vilja til að sækja um. Þetta sagði Siv Jensen, leiðtogi norska Framfaraflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið í dag. Skoðanakannanir undanfarin ár hafa jafnan sýnt meirihluta Norðmanna andvíga inngöngu í sambandið. Við þær aðstæður segir Jensen að tilgangslaust sé að sækja um inngöngu í það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Vonir utanríkisráðherra
- Íslandsskattur
- Hin æpandi þögn um blákaldan raunveruleika
- Trump, tollar og ótroðnar slóðir
- Þegar spurningunni má svara, en umræðan fær ekki að halda áfram
- Þjóðaratkvæði um draugaviðræður með texta frá Brussel
- Milljarðar fyrir verri kjör og nú á að ganga alla leið?
- Halda áfram - en við hvað nákvæmlega?
- Evrópuher, tollheimta Evrópusambands o.fl. á Útvarpi sögu
- Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
- Forskirftinni fylgt!
- Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
- Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta árét...
- Norðmaður fær vinnu hjá okkur
- Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.7.): 356
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 1900
- Frá upphafi: 1236673
Annað
- Innlit í dag: 310
- Innlit sl. viku: 1711
- Gestir í dag: 291
- IP-tölur í dag: 290
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar