Föstudagur, 13. júní 2025
Öskrandi stríðsvagn fyrir Íslendinga
Því var spáð fyrir löngu að Evrópusambandið mundi vígvæðast þegar tækifæri gæfist. Hagsmunir evrópskra fyrirtækja viða um heim og hagsmunir vopnaiðnaðar sem er nátengdur stjórnmálum ráða för. Fátt er þar nýtt.
Nú gafst lokst tækifæri og Evrópusambandið stekkur á það. Gríðarlegu fé er veitt frá almenningi í Evrópusambandslöndunum til vígbúnaðar. Það kemur til viðbótar við þá vígvæðingu sem fyrir er, sem er mikil, og er þá vægt til orða tekið.
Ríkisstjórn Íslands vill ýta af stað ferli sem miðar að því að Íslendingar taki sér far með þessum vagni eyðingar og dauða. Íslenskt verkafólk á að vinna aukavinnu til að fóðra evrópskan hergagnaiðnað og fá svo sprengju í hausinn að launum.
https://www.tni.org/en/article/the-eu-is-on-a-war-path
Fimmtudagur, 12. júní 2025
Hann þrengir að öndunarveginum
Það er furðu útbreidd skoðun að íslenska þjóðin dragi nánast andann gegnum EES-samninginn og að án hans væru Íslendingar að borða úldið mjöl í torfkofum. Ekkert er fjær sanni. EES-samningurinn skiptir í raun litlu máli. Ferðamenn kæmu þótt ekki væri EES, afurðir stóriðju fara á alþjóðlegan markað og fríverslun með iðnvarning innan Evrópu er í skjóli EFTA. Þá flytja þjóðir utan EES fisk til Evrópusambandslanda án tolla. Það er líka út í bláinn að fullyrða að EES skipti miklu máli fyrir menningu eða vísindi; engar vísbendingar eru um að það fé sem rennur til þeirra mála aukist við það eitt að sjóðir Evrópusambandsins séu þar milliliðir.
Núna vilja margir Alþingismenn samþykkja bókun 35 sem flytur enn meira vald frá lýðræðislega kjörnum fullrúum á Íslandi til Evrópusambandsins. Af því tilefni skrifar Arnar Þór þarfa ádrepu sem tengt er á hér að neðan.
Það er nefnilega þannig að í stað þess að útvega súrefni þrengir EES og allt frekara framsal valds að öndunarvegi þjóðarinnar.
https://arnarthorjonsson.blog.is/blog/arnarthorjonsson/entry/2314976/
Miðvikudagur, 11. júní 2025
Það er ekki smæðin
Hjörtur bendir á í Morgublaðsgrein að þingmaður Viðreisnar hafi enn einu sinni reynt að telja þjóðinni trú um að smæð myntsvæðisins sé orsök dýrra lána. Ef Íslendingar gangist erlendu valdi á hönd muni fljóta til landsins ódýrt lánsfé.
Allt er þetta bull, eins og skýrt hefur komið fram í rökum hagfræðinganna Ólafs Margeirssonar, Ragnars Árnasonar og Tómasar Agnars Möller, svo aðeins nokkrir séu nefndir til sögunnar.
Óljóst samhengi er milli stærðar myntsvæða og raunvaxta. Það er annað sem ræður þeim.
Hér er samantekt Hjartar J. Guðmundssonar
Þriðjudagur, 10. júní 2025
Bréfið
Mánudagur, 9. júní 2025
Einföld útskýring Jóns Steinars - og upprifjun Jóns Bjarnasonar á sögulegum staðreyndum
Jón Steinar Gunnlaugsson hetir maður sem velt hefur lögum og rétti fyrir sér um nokkra hríð. Hann hafði það einu sinni að atvinnu, en er nú á eftirlaunum. Það er einmitt áberandi að vísdómsmenn sem taka kröfuglegast til máls gegn bókun 35 eru margir á eftirlanum, en ekki á fóðrum með beinum eða óbeinum hætti hjá hinu opinbera.
Jón Steinar mælir svo um bokun 35 (án feitletrunar):
Sunnudagur, 8. júní 2025
Fátt um svör
Annar punktur upptalningarinnar í fyrradag hljóðaði svo:
2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér.
Auk þeirra Markúsar fv. foreta hæstaréttar og Stefáns Más, lagaprófessors má nefna til sögunnar menn sem seint verða taldir aukvisar í lögum, þá Jón Steinar og Arnar Þór. Efasemdir þessarra manna eru miklar, svo vægt sé til orða tekið, og vel rökstuddar.
Svar Alþingismanna, sem styðja bókun 35 er efnislega ekki neitt og þetta ekki neitt drukknar í lofgjörð um EES-samninginn, sem þó er vitað að skiptir hag Íslendinga furðu litlu máli.
Laugardagur, 7. júní 2025
Undarleg rök þingmanna
Bókun 35 er til umfjöllunar á Alþingi.
Fylgismenn tilflutnings valds frá kjörnum fulltrúum Íslendinga til Evrópusambandsins hafa sitthvað um máið að segja. Flest er það skrýtið.
Sagt er að bókun 35 sé til að auka réttindi fólks.
Í fyrsta lagi:
Augljóst má vera að gjörningur á við bókun 35 getur virkað í báðar áttir hvað réttindi varðar. Ef Alþingi ákveður að bæta réttindi með einhverjum hætti og það gengur gegn lögum með uppruna í Evrópusambandinu, víkja réttindin.
Í öðru lagi:
Sé vilji til að bæta réttindi með einhverjum hætti er Alþingi í fullum færum til að gera það. Það verður ekki gert með því að gefa erlendum rétti forgang á Íslandi, óháð málefni.
Sagt er að nýfallinn dómur hæstaréttar kalli á bókun 35
Í fyrsta lagi:
Það er ekki hlutverk hæstaréttar að panta lög frá Alþingi. Svoleiðis gera menn ekki, enda byggir umræða á þeim nótum á frjálslegri túlkun á dómi hæstaréttar
Í öðru lagi:
Alþingi getur hæglega bruðist við því réttindamáli sem hæstaréttardómurinn fjallar um með breytingu á lögum. Ekkert kallar á breytingu á almennum forgangi Evrópulaga í því sambandi.
Sagt er að ef Íslendingar hlýði ekki fari málið fyrir dómstól EFTA.
Það er alerlegsa að meinalausu.
Almennt einkennir umræðuna að þingmenn sem vilja ganga í Evrópusambandið tala um sambandið eins og um guðlega veru, sem verður að hlýða, sé að ræða.
Það minnir okkur á að það er tímabært að endurskoða samband Íslands við gömlu nýlenduveldin á meginlandi Evrópu með það fyrir augum að styrkja íslenskt stjórnvald. Eðilegt væri að skoða víðtækan fríverslunarsamning í þeim dúr sem gerður hefur verið við Bretland.
Föstudagur, 6. júní 2025
7 aðalatriði
Alþingi virðist ætla að taka bókunarslaginn. Heimssýn hvetur þingmenn til að sýna skynsemi og virða stjórnarskrána. Hér eru stóru punktarnir:
1. Bókun 35 geirneglir kerfi sem er á afar gráu svæði gagnvart stjórnarskrá og hugmyndum alls þorra fólks á Íslandi um lýðræði. Kerfið gengur út á að færa dóms- og einkum löggjafarvald í sívaxandi mæli til embættismanna erlends ríkjasambands.
2. Bókun 35 stenst ýmist ekki eða líklega ekki stjórnarskrá að rökstuddu mati margra helstu stjórnspekinga landsins, þar á meðal fv. forseta hæstaréttar og háskólamanna í lögum. Sama sögðu sérfræðingar utanríkisráðuneytis árið 2020 og núverandi innviðaráðherra í fyrra. (sjá t.d. umsagnir Hjartar J. Guðmundssonar og Arnars Þórs Jónssonar sem eru á https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalin/erindi/156/85/?ltg=156&mnr=85). Óþarfi ætti að vera að minna Alþingismenn á að þeir hafa svarið eið að stjórnarskrá lýðveldisins, en skal það samt gert hér.
3. EES-samningurinn hefði að öllum líkindum aldrei verið samþykktur með bókun 35 innanborðs. Það eru mjög vond og óeðlileg vinnubrögð að koma valdaframsali í gegnum Alþingi með því að kippa framsalið í litla búta og þröngva þeim svo einum og einum í gegn.
4. Bókun 35 er ný forgangsregla sem setur lagasafn Íslands í uppnám. Hvaða lög falla úr gildi? Það er vægast sagt óljóst Mun fyrirvari um sæstreng í lögum um orkumál verða að engu, svo dæmi sé tekið? Áður en Alþingi samþykkir bókun 35, standi vilji til þess, þarf að svara spurningum af þessu tagi.
5. Bókun 35 flækir stjórnkerfi Íslands. Það er dýrt og það geri óinnvígðum enn erfiðara að átta sig á hvað gildir og hvað ekki.
6. Það er óljóst hver hin raunverulega ástæða er fyrir því að utanríkisráðuneytið leggur allt í einu svona mikla áherslu á að Alþingi samþykki bókun 35. Fjarvera bókunar 35 í þá 3 áratugi sem EES hefur verið í gildi hefur ekki verið til teljandi vandræða og það er líka vandræðalaust að leyfa málinu að fara fyrir dóm, sé það vilji þeirra sem ráða í Brussel.
7. Meirihluti þjóðarinnar er andvígur bókun 35, skv. skoðanakönnun Prósents í september 2024. Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að mikilvægt sé að leyfa þjóðinni að ráða í svokölluðum Evrópumálum. Nú er ágætt tækifæri til þess.
https://www.visir.is/g/20252703654d/nokkur-atridi-i-orstuttu-mali-vardandi-bokun-35
Nýjustu færslur
- Hver borgar brúsann þegar allt fer í skrúfuna?
- Bókun 35: Fyrirfram samþykkt undirgefni?
- En hefur krónan ekki bara verið stöðugri en evran, Daði Már?
- Sameiginleg fjárlög eða dulbúin lífskjaraskerðing?
- Ríkisstjórn flengd á Sögu og málþingi 6. október frestað til ...
- Bara að borga, takk
- Opin málþing um Evrópusambandið og sitthvað því tengt 4. og 6...
- Hjartargullið - og nýjar fréttir af ráðstefnu um Evrópusamban...
- Hvað segir Evrópusambandið um þetta?
- Dauður fiskur og vondur sendiboði
- Evrópuhreyfingin og hervæðing Íslendinga
- Verhofstadt og Gosi
- Kostulegt viðtal við trúboða
- Sprengdur fyrir hið evrópska föðurland
- Bakdyralykillin notaður að öryggis og varnarsamstarfi við ESB
Eldri færslur
- Október 2025
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 406
- Sl. sólarhring: 407
- Sl. viku: 2129
- Frá upphafi: 1265855
Annað
- Innlit í dag: 358
- Innlit sl. viku: 1878
- Gestir í dag: 338
- IP-tölur í dag: 330
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar