Leita í fréttum mbl.is

Raunvextir í Bretlandi á svipuðu róli og á Íslandi

Vaxtaspjall Heimssýnar var ekki fyrr komið í loftið en mbl.is birti vaxta- og verðbólgufréttir frá Bretlandi.  Þar er verðbólgan nú 1,7%. 

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/11/07/laekka_styrivexti_i_annad_sinn_a_arinu/

 

Nýleg grein um húsnæðisvexti í Bretlandssveit er hér:

https://www.rightmove.co.uk/news/articles/property-news/current-uk-mortgage-rates/#:~:text=The%20average%20rate%20for%20a,both%20unchanged%20from%20last%20week.

Þar segir að meðaltal vaxta af íbúðalánum í Bretlandi sé frá 4 upp í 5,6%.  Veðhlutfall og binditími vaxta eru þar breytistærðir.  Það gefur raunvexti í Bretlandi frá 2,2 upp í 3,8%. 

 

Aurbjörg heitir vefur sem sýnir vaxtakjör íbúðalána á Íslandi.  Hann er hér:

https://aurbjorg.is/samanburdur/husnaedislan

Lægstu vextir á verðtryggðum lánum (sem segja má að séu raunvextir) eru þar 3,04% og margir sjóðir bjóða lán með 3-4% vöxtum.

 

Niðurstaðan er skýr:  Raunvextir á húsnæðislánum í Bretlandi eru á svipuðu róli og á Íslandi

  

 

 


Vaxtavitleysa

Það er alkunna að raunvextir eru betri mælikvarði en nafnvextir á verð á lánsfjármagni. 

Í daglegu tali má segja að raunvextir séu vextir umfram verðbólgu. Ekki er alveg vandalaust að reikna raunvexti, því það má mæla verðbólgu með ýmsum hætti. Ólíkar aðferðir leiða þó oftast til svipaðrar niðurstöðu. 

Raunvextir eru oft á svipuðu róli á Íslandi og víða í Evrópu, en stundum lítið eitt hærri á Íslandi. Stutt ferð um vefinn sýnir að raunvextir á húsnæðislánum í Eistlandi og í Króatíu eru 2-3 %.  Íbúðlalánasjóður býður lán með 4% raunvöxtum.  Raunvextir eru með öðrum orðum 1-2 prósentustigum hærri í fyrrnefndum 2 Evrópulöndum en hjá Íbúðalánasjóði á Íslandi.  Það er vissulega nokkur munur en vísbendingar eru um að hann muni minnka fljótlega. 

Þessi 1-2 prósentustiga munur er ekki í neinu samræmi við umræðu sem byggir á nafnvöxtum og stundum líka á frjálslegri meðferð talna.  Sú umræða miðar að því að sannfæra einhverja um að þeir fái hestburð af ódýrum peningum, bara ef þeir fá nýjan gjaldmiðil. 

Það er í stuttu máli tóm vitleysa.   


Er stefnan eintóm blekking?

Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt stefnu sína.  Hún er í mörgum köflum og í hverjum kafla eru fjölmargir liðir.  Sumir þættir í stefnunni stangast á við stefnu Evrópusambandsins og aðrir eru þess eðlis að þeim verður ekki komið í framkvæmd, nema Evrópusambandið vilji það, ef Ísland gengur í Evrópusambandið. 

Engu að siður er ekki stafkrókur um samband Íslands við Evrópusambandið í annars langri stefnu sem meðal annars fjallar um utanríkismál, lýðræði og auðlindir.

Að minnsta kosti tveir frambjóðendur sósíalista hafa séð sig knúna til að skrifa í blöðin til að biðja um að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið.  Ef þeim verður að ósk sinni þarf ekki fara í grafgötur um hverju þeir munu svara þegar spurt verður hvers vegna stefnunni sé ekki fylgt:  "Evrópusambandið bannar það, við getum ekkert gert".  

 


Um hvað snýst málið?

Það er háttur sumra að hrópa "Ég vil líka" í hvert sinn þegar þeir sjá eitthvað sem þeim líkar vel í Evrópusambandinu.  Einn daginn er það ódýr brauðbiti í Grikklandi og annan daginn ódýr vínsopi í Portúgal.  Viljinn stendur vitaskuld til brauðsins og vínsins, ekki til þess að vinna fyrir laun bakarans og víngerðarmannsins í þessum löndum. Þó er þarna órjúfanlegt samhengi á milli.  

Aðild að Evrópusambandi snýst um hvernig eigi að velja þá sem ráða.  Á að gera það með kosningum öðru hverju, eða á að fela valdið í hendur nafnlausra manna í útlöndum sem eiga nákvæmlega ekkert undir vilja kjósenda á Íslandi og þurfa aldrei að skila því aftur.  

Hjörtur ræðir ýmis grundvallaratriði í nýrri grein á Vísi.  Hann segir m.a. réttilega:

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði sambandsins, sem gjarnan er talið vera valdamesta stofnun þess, allajafna einungis um 0,08%

 

https://www.fullveldi.is/?p=10867


Á Seltjarnarnesi

verður fundað kl. 20 á mánudagskvöld.  Félagið heitir Frelsi og fullveldi og ekki ómerkari menn en sr. Geir í Reykholti og sr. Halldór í Holti tala fyrstir.  

Þar verður nú varla töluð vitleysan.

 

https://www.facebook.com/frelsiogfullveldi


Að fá einhverja aðra til að stjórna

"Ég held að það væri bara gott að fá einhverja aðra til að stjórna, þótt þeir séu líka kapítalistar, sko" segir Ása Lind Finnbogadóttir, kennari og frambjóðandi Sósíalistaflokksins á 17. mínútu hjálagðs þáttar á Samstöðinni.  

Ása Lind er greinilega búin að gefast upp á hefðbundnu lýðræði og gerist talsmaður þess sem margir kalla fasisma, og felst í því að framselja stjórnvaldið til embættismanna í útlöndum sem vísir eru til að vilja aldrei skila þvi aftur. 

Líklega er samherjum Ásu Lindar í flokknum ekki skemmt, en andstæðingar sósíalista hlæja upphátt. 

https://www.youtube.com/watch?v=gddPk2OdvvI


Vindhögg

Einn ákafasti talsmaður fullveldis Íslands síðustu ár er Arnar Þór Jónsson.  Arnar Þór er rökfastur og enginn froðusnakkur.  Sumir hafa horn í síðu Arnars Þórs, en það er áberandi að efnisleg gagnrýni á málflutning hans hefur jafnan verið hverfandi lítil. 

Einn af talsmönnum framsals fullveldis var fenginn í viðtal í Vísi um daginn. Um málflutning Arnars Þórs hafði hann það helst að segja að Arnar Þór legði aðra merkingu í orðið "djúpríki", en viðmælandinn sjálfur.  Ekki er að orðlengja að viðmælandinn, sem auk þess að vera á öndverðum meiði við Arnar Þór í fullveldismálum vinnur við félagsvísindi í háskóla, telur sjálfan sig hafa kennivald um rétta og ranga merkingu orða. 

Hann telur að Arnar Þór hafi misskilið eitthvað sem hann sjálfur hafi skilið. 

Arnar Þór hefur ekkert misskilið og lesendur hlægja upphátt þegar menn úti í bæ gefa sér kennivald að tilefnislausu. 

https://www.visir.is/g/20242643012d/formadur-lydraedisflokksins-sagdur-misbeita-samsaeriskenningu

 

 


Bjarni bilar ekki

Það eru hræringar í stjórnmálunum.  Af því tilefni er rétt að rifja upp að Bjarni Jónsson stóð sem klettur til að verjast ágjöf Evrópusambandsins þá tíð er hann var þingmaður VG.  Vont er að missa slíka menn úr valdastöðu.  

Annars er eftirtektarvert að Bjarni Jónsson er einn þeirra sem áttar sig á því að náttúruvernd verður best sinnt með því að Íslendingar verði fullvalda. 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 63
  • Sl. sólarhring: 271
  • Sl. viku: 1057
  • Frá upphafi: 1221269

Annað

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 931
  • Gestir í dag: 60
  • IP-tölur í dag: 59

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband