Leita í fréttum mbl.is

Maður veit aldrei hvenær það skiptir höfuðmáli

Hugsum okkur Ísland í Evrópusambandi árið tvö þúsund og súrkál.  Það byrjar að gjósa á Reykjanesi og allt flug er stöðvað.

 

Svona gæti fréttin hljóðað: 

 

Landstjóri Íslands hefur ítrekað beiðni um undanþágu frá reglum um flug.  Hann bendir á að ekki sé um að ræða öskugos og engin hætta á ferðum fyrir flug til og frá Keflavíkurflugvelli.

Ekki náðist í neinn í stjórn Evrópusambandsins, en talsmaður ráðuneytis flugmála í Frankfurt áréttaði að samkvæmt reglum væri óheimilt að fljúga nálægt eldgosi og skipti þá engu hvernig vindar blási eða hvað sé í stróknum.   Reglurnar væru settar til að tryggja öryggi þegna Evrópusambandsins og lausung í þeim málum mundi hefna sín.  Ekki kæmi til greina að víkja frá þeim. 

Ráðuneyti smærri ríkja í Evrópusambandinu hefur bent á að heimilt sé að fljúga til Egilsstaða og að Íslendingar geti sótt um stuðning í hamfarasjóð sambandsins.  Umsókn yrði afgreidd strax á næsta ári og hægt verður að greiða úr sjóðnum um leið og nauðsynlegar ráðstafanir til að afla sjóðnum tekna hafa verið gerðar.

 

Maður veit aldrei hvenær fullveldi skiptir höfuðmáli

 


Ólýðræði

Stundum koma upp hugmyndir um að Íslendingar ættu að ganga í Evrópusambandið til að "hafa áhrif".   Hjörtur J. Guðmundsson fer skilmerkilega yfir þessi "áhrif".  

Íslendingar hafa vitaskuld mest "áhrif" með því að halda valdinu í landinu. Ef því er deilt með Evrópusambandinu yrðu áhrif Íslendinga á eigin málefni núllkommaeitthvað prósent.  Annað væri einfaldlega ólyðræðislegt!

 

https://www.fullveldi.is/?p=35431


Kjarninn dafnar, en jaðarinn fúnar

Í safaríku viðtali á Útvarpi sögu fjallar Arnar Þór Jónsson, frambjóðandi til embættis forseta Íslands um sitthvað sem varðar lög og samfélag. Í upphafi viðtalsins er rætt um það einkenni stórvelda að valdamiðjan dafnar, en jaðarhreppar koðna niður.  Dæmi eru nefnd úr fornöld og frá síðari tímum, þegar sól Vínarborgar skein hvað skærast, en ólæst fólk við ystu mörk ríkisins lapti dauðann úr skel.  Dæmin eru óteljandi og raunar er það svo að það er erfitt að finna hið gagnstæða, þ.e. dæmi um að jaðarsvæði dafni á kostnað höfuðstaðar.

Í Evrópusambandinu er þetta vitaskuld eins.  Miðja valdsins er í gömlu evrópsku nýlenduveldunum á meginlandi Evrópu.  Miðjan dafnar og sveitirnar þar í kring líka.  Þangað flytur fólkið af jaðrinum.

Örlög Íslands í Evrópusambandi gömlu nýlenduveldanna yrðu að vera Hornstrandir Evrópusambandsins.  Þar fengi einhver starfsemi að dafna á meðan hún nyti sérstaks velvilja stjórnvalda.  Stjórnvöld koma og fara og enginn veit hversu lengi velviljinn entist.  Kannski í 2 ár, kannski í 20 ár, en aldrei til langframa.

Ástæða er til að mæla með viðtalinu við Arnar Þór.  Það var sent út á þrettándanum og er gott til hlustunar.

https://utvarpsaga.is/arnar-thor-jonsson-forsetaframbjodandi-verdum-ad-verja-sjalfstaedi-og-fullveldi-islands/

 


Ókeypis þrjúbíó

Fréttir berast frá Noregi um að samið hafi verið við Evrópusambandið um greiðslur Norðmanna til Evrópusambandsins.  Þær eru háar.  Fáum orðum er farið um greiðslur Íslendinga og þegna Liechtenstein.  Kannski koma upplýsingar um þær í tölvupósti frá Brussel eða Osló þegar Norðmenn eru búnir að semja.

Um er að ræða greiðslur fyrir svokallaðan markaðsaðgang.  EES-samningurinn er nefnilega þeirrar náttúru að honum er ætlað að efla viðskipti á þeim forsendum að annar aðilinn greiði hinum fyrir að eiga við hann kaup.   Sögunni fylgir reyndar að markaðsaðgangurinn svokallaði sé takmarkaður fyrir aðalútflutningsgrein Íslendinga.

EES er eins og ókeypis þrjúbíó þar sem maður þarf að borga fyrir miðann og svo er kúrekamyndin sem var auglýst ekki sýnd, heldur rauntímaupptaka úr vefmyndavél í Kolbeinsey.

https://www.tv2.no/nyheter/utenriks/sa-mye-skal-norge-betale-til-eu-for-eos-avtalen/16266572/


Arnar Þór er ekki veifiskati

Fram er komið forsetaefni sem er Arnar Þór Jónsson.

Það er fagnaðarefni.  Arnar Þór er nefnilega afar traustur fullveldissinni. Hann er líka mjög vel að sér og það yrði erfitt að þvæla honum út í einhverja vitleysu í þeim málum. 

 

 


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 396
  • Frá upphafi: 1121187

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband