Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Evrópumál

Brexitafmćli og ţađ sem ekki má gleymast

Um ţessar mundir er haldiđ upp á 8 ára afmćli Brexitkosninganna.  Í tengslum viđ Brexit er tvennt sem verđur ekki of oft rifjađ upp.

Í fyrsta lagi er ekki ćtlast til ađ ríki yfirgefi Evrópusambandiđ.  Sambandiđ tekur á sig krók og kostnađ viđ ađ gera ţeim sem vilja fara lífiđ leitt.

Í öđru lagi skall á flóđbylgja af heimsendaspám, sem svo ekki rćttust.  Efnahagur Breta stendur ýmist í álika miklum eđa meiri blóma en efnahagur stćrstu ríkja sem enn eru eftir í Evrópusambandinu.

 


Uppgefinn Evrópusinni

Á meginlandi Evrópu hafa margar sálir í mörg ár rćktađ međ sér draum um einhvers konar sameinađa Evrópu ţar sem smjör drýpur af hverju strái og menn stilla sig ađ mestu um ađ drepa náunga sinn.

Líklega má telja Grikkjann Yanis Varufakis í ţessum hópi, en hann var ráđherra í ríkisstjórn Grikkja á ólgutímum og skrifar nú bćkur og heldur fyrirlestra.  Varufakis telur ađ draumurinn um sameinađa Evrópu sé brostinn og tálsýn ein standi eftir, međal annars vegna ţess ađ valdamenn í Evrópusambandinu hafi dregiđ lappirnar í sameiningarmálum, ekki síst í fjármálum hins opinbera.

Hér má sjá stutt, en hressilegt viđtal viđ hinn uppgefna Evrópusinna, Yanis Varufakis:

https://www.youtube.com/watch?v=VCf6UjQ_XYM

   


Auđvitađ engu!

Ţađ er ekki bara yfirgengilega barnalegt ađ halda ţví fram ađ Íslendingar mundu ráđa einhverju sem máli skipti í Evrópusambandinu ef ţeir vćru ţar, ţađ er líka í hrópandi andstöđu viđ evrópskar og íslenskar hugmyndir um lýđrćđi. 

Hjörtur J. Guđmundsson fer yfir málin í kjölfar lítlsháttar umrćđu um ađ Íslendingar mundu samt ráđa einhverju og ađ ţau völd lćgju í töfrasprotum sem fást í Harrýpotterbúđinni. 

Auđvitađ mundu Íslendingar engu ráđa í Evrópusambandi.  Ţađ vćri hryllilega ólýđrćđislegt og gćti aldrei stađist nema rétt á međan veriđ vćri ađ koma ţeim inn. 

 

https://www.fullveldi.is/?p=47724

 


Gull og blý

Blýhúđun (sem sumir nefna gullhúđun) kostar eflaust mikiđ, en óstöđvandi og vaxandi straumur reglna sem ekki eru skrifađar međ ţarfir Íslendinga í huga kostar ennţá meira.  

Hann er rándýr. 

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2024/06/18/Starfshopur-utanrikisradherra-leggur-til-adgerdir-gegn-gullhudun-EES-gerda/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR14-1OwlAAkwHmj0nwOSWjEMK-ot1d-CxpujnWcXjsppP1u6FiwXW0sleA_aem_tRwWwdfwk6MBbg8oWAX9PQ


Hugvekja til Íslendinga 2024

Ţá er lýđveldiđ Ísland áttrćtt.   Segja má ađ vegferđin til lýđveldis hafi byrjađ međ frćgri Hugvekju Jóns Sigurđssonar til Íslendinga í Nýjum félagsritum áriđ 1848.   Hugvekja Jóns er ekki ađeins hvatning til ađ Íslendingar taki stjórn Íslands í sínar hendur, heldur fjallar hún um sitthvađ sem kalla má stjórnmálaheimspeki.  Jón segir m.a.:

 

Ţjóđin er ekki til handa embćttismönnum sínum, heldur eru ţeir handa henni; hún á ţví međ ađ krefja ţá reikningsskapar fyrir stjórn ţeirra.

 

Á Íslandi eru stjórnmálamenn sífellt krafđir reikningsskapar fyrir stjórn sína og stóri dómur í kjörklefanum fellur ekki sjaldnar en á 4 ára fresti.    En hver er krafinn reikningsskapar fyrir tilskipanir sem koma í pósti frá Brussel áriđ 2024?  Stjórnmálamenn á Íslandi benda út í buskann, í átt ađ einhverjum sem ber ekki einu sinni nafn, enginn kaus og enginn veit hver er.   Ţegar hringt er til Brussel svarar auđvitađ enginn.  Ofan af ţessu stjórnarfyrirkomulagi ţarf ađ vinda og ţađ fer vel á ţví ađ ţađ verđi gert međ rökum Jóns Sigurđssonar sem eru 176 ára gömul, en síung.      

 

Heimssýn óskar Íslendingum öllum til hamingju međ von um farsćlt og fullvalda samfélag um ókomna tíđ.

 

https://timarit.is/page/2016419#page/n5/mode/2up


Evruskatturinn

Fréttir hafa borist af ţví ađ súkkulađiplatan sé tvöfalt dýrari í kaupfélaginu á Ítalíu en í Reykjavík.  

Líklega dettur engum á Ítalíu í hug ađ kenna evrunni um.  Ef munurinn vćri á hinn veginn, bölsótuđust eflaust einhverjir og bentu á íslensku krónuna.  Ţeir mundu hrópa "krónuskattur".  

https://www.facebook.com/photo/?fbid=8388331674514730&set=gm.672156931743601&idorvanity=439592811666682

  

 


Evrópulýđrćđi

Diljá Mist Einarsdóttir sagđi frá heimsókn til Evrópusambandsins um daginn.  Ástćđa er til ađ halda ţeirri frásögn til haga.  Hún varpar nefnilega ljósi á eđli Evrópulýđrćđisins. 

Í örstuttu máli útskýrđi embćttismađur Evrópusambandsins fyrir Diljá Mist hvernig sambandiđ geti haft áhrif á úrslit kosninga.

Evrópusambandiđ hefur nefnilega skođun á ţví hvađ eigi ađ koma upp úr kjörkössunum.

Frásögnin kemur svosem ekki á óvart.  Svona er ţetta liđ. Ţetta er auđvitađ ekki okkar liđ. 

https://www.visir.is/g/20242581718d/kosningaarodur-skrifstofu-althingis-


Samruni eđa samvinna

Í grein í Vísi fer Hjörtur J. Guđmundsson yfir nokkur atriđi í sambandi viđ Evrópusambandiđ og EES sem stundum gleymast.  Ţannig er ađ Evrópudómstóllinn er pólitískur og dćmir iđulega Evrópusamruna í hag.  Ţá má rifja ţađ upp ađ molnađ hefur undan hinu svokallađa tveggja stođa kerfi, ţ.e. ađ Evrópudómstóllinn hefur fengiđ aukiđ vćgi á kostnađ EFTA, ţar sem Ísland á heima. 

Sitt er hvađ samruni og samvinna og niđurstađan í ţessum Evrópumálum er alltaf sú sama; best er ađ stefna ađ víđtćkri fríverslun og hćtta ađ rembast viđ kerfi sem miđar ađ ţví ađ Evrópureglur fái nánast sjálfkrafa gildi á Íslandi, sama hvađ ţađ kostar. 

https://www.visir.is/g/20242582188d/heppni-ad-ekkert-fordaemi-var-til-stadar


Meint upphaf neytendaverndar

Í lögum númer 39 frá 19. júní 1922 segir međal annars:

Nú skortir hluti, ţá er kaup gerđust, einhverja ţá kosti, er ćtla má ađ áskildir vćru, eđa ţađ, sem hlutnum er áfátt, hefir gerst fyrir vanrćkt seljanda eftir ađ kaup voru gerđ eđa seljandi hefir haft svik í frammi, og getur ţá kaupandi krafist skađabóta.

Lögin fjalla um lausafjárkaup og í ţeim eru fjölmargar svipađar greinar um skyldur kaupanda og seljanda.  Orđiđ „neytendavernd“ tíđkađist ekki fyrir 100 árum, en ekki fer á milli mála ađ um er ađ rćđa lagabálk sem er m.a. um neytendavernd.

Ţađ kemur eflaust sumum í opna skjöldu ađ lesa rúmlega 100 ára gömul lög af ţessu tagi.   Heimsmynd ţeirra sem trúa ţví ađ neytendavernd hafi byrjađ međ samţykkt EES-samningsins hrynur međ braki og brestum.  Ţeir sem hafa skýrari sýn á raunveruleikann átta sig á hinn bóginn á ţví ađ ekkert bendir til ađ neytendavernd vćri verri en hún er á Íslandi, ţótt ekkert vćri EES.

https://www.althingi.is/lagas/119/1922039.html


Ísland án EES

Í Noregi rćđa menn hvernig heimurinn yrđi ef EES hyrfi.  Stutta svariđ er ţetta: Engir verulegir ókostir, en verulegir kostir.   Minnt er á ađ fyrir er fríverslunarsamningur sem tók ađ fullu gildi áriđ 1977 og hefur veriđ í gildi síđan. Ef Evrópusambandiđ fer í fýlu og segir upp fríverslunarsamningnum taka viđ taxtar Alţjóđaverslunarráđsins (WTO).  Ţeir eru alla jafna ekki sérlega íţyngjandi.  Ţađ er á hinn bóginn mjög íţyngjandi ađ ţurfa ađ taka viđ sívaxandi straumi reglna frá Evrópusambandinu.  Ţađ kostar svo mikiđ ađ enginn ţorir ađ taka ţađ saman. 

https://neitileu.no/aktuelt/handel-og-samarbeid-med-eu-uten-eos


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Sept. 2025
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 363
  • Sl. sólarhring: 526
  • Sl. viku: 2094
  • Frá upphafi: 1258057

Annađ

  • Innlit í dag: 340
  • Innlit sl. viku: 1898
  • Gestir í dag: 322
  • IP-tölur í dag: 322

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband