Færsluflokkur: Evrópumál
Mánudagur, 7. júlí 2025
Fyrirspurnir og fyrirgreiðsla næsta skref í forskriftinni?
Ríkisstjórnin hefur nú lýst því yfir að hún hyggist verja tugum milljóna af almannafé til þess að efla "lýðræðislega umræðu" í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Einkum er rætt um stuðning við félagasamtök, þar á meðal stéttarfélög sem eigi að fá hlutverk í upplýsingagjöf og umræðu.
En hvers konar umræða er þetta eiginlega?
Í bæklingi Evrópusambandsins "Understanding Enlargement" kemur skýrt fram að það sé markmið sambandsins að tryggja stuðning almennings í umsóknarríkjum. Til þess séu notaðar beinar aðgerðir: styrkir, samstarfsverkefni og sérstakt samtal við félagasamtök sem tali réttum rómi. Þar stendur að stuðla skuli að "skilningi á áskorunum aðildar" og að nauðsynlegt sé að ná í gegn þeim skilningi að stækkunin sjálf sé af hinu góða.
Það vekur því spurningar þegar ríkisstjórn Íslands hyggst verja háum fjárhæðum til að undirbúa "umræðu" með fyrirfram ákveðnu sniði og samstarfsaðilum sem hafa ítrekað lýst sig fylgjandi inngöngu. Þarna er ekki um að ræða hlutlausa upplýsingagjöf, heldur hluta af samþykkisaðgerð, sem Evrópusambandið hefur sjálft skilgreint sem nauðsynlegan þátt í aðildarferlinu.
Nú vantar bara síðasta skrefið í forskriftinni: að merkja sem "upplýsta lýðræðislega umræðu" það sem í reynd er afrakstur fyrirfram ákveðinnar stefnu, þar sem aðgangur og aðstoð eru aðeins í boði fyrir þá sem er
Sunnudagur, 6. júlí 2025
Forskirftinni fylgt!
Eitt af því sem Evrópusambandið leggur þunga áherslu á í tengslum við aðildarumsóknir er að fá almenning í umsóknarríkjum með í lið. Þetta kemur fram í margvíslegum gögnum frá sambandinu, þar á meðal í bæklingnum "Understanding enlargement" en í honum segir orðrétt að tryggja verði "stuðning almennra borgara" og að mikilvægt sé að „miðla betur árangrinum af stækkuninni og áskorunum vegna hennar til þess að afla stuðnings almennings.
Af þessum sökum hefur sambandið beitt sér sérstaklega fyrir því að efla samtal í umsóknarríkjum m.a. á vettvangi stéttarfélaga, neytendasamtaka og annarra félagasamtaka.
Í ljósi þessa er áhugavert að sjá hvernig ríkisstjórnin hyggst verja tugum milljóna króna af skattfé í "lýðræðislega umræðu" í aðdraganda þjóðaratkvæðis um hvort hefja skuli viðræður við ESB. Þar er sérstaklega minnst á stéttarfélögin. Það er augljóslega ekki tilviljun, nei alls ekki heldur er forskrift Evrópusambandsins fylgt í hvítvetna.
Sunnudagur, 6. júlí 2025
Ekki eitt einasta skref í átt að inngöngu - Bylgjan í dag
Planið er auðvitað að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem fáir eru ósammála, eins og til dæmis að "talast við". Í skjóli hennar er svo ætlunin að setja í gang aðildarferli meö öllu sem því fylgir, þar á meðal gríðarlegum fjárútlátum.
Haraldur Ólafsson ræðir málin á Sprengisandi á Bylgjunni hér:
https://www.visir.is/k/6e12a9f7-ca74-4bf0-bc21-b2630a606ef1-1751803377289
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 4. júlí 2025
Gegn stjórnarskrá og enn til umræðu - erindi til forseta áréttað og Jón lesinn
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 3. júlí 2025
Norðmaður fær vinnu hjá okkur
Í Noregi vill lítill minnihluti manna ganga í Evrópusambandið. Flestir þeirra sem vilja ganga inn telja þó ekki tímabært að ræða það mál. Þeir eru þó til sem vilja ræsa umræðuna um málið - eina ferðina enn.
Ein þeirra sem vilja bæði að Norðmenn verði þegar í Evrópusambandinu og koma umræðu um það af stað er Hilde nokkur Björnland. Hilde er hagfræðingur, en spennt fyrir Evrópusambandinu m.a. vegna þess sem menn hafa kallað "sæti við borðið" og vegna "öryggis", hvað sem það nú þýðir.
Það síðasta sem fréttist af Hilde er að hún er komin í vinnu hjá íslenska ríkinu við að gefa Íslendingum góð ráð.
https://www.nrk.no/norge/bor-norge-ha-euro_-eksperter-rykende-uenige-1.17373426
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 2. júlí 2025
Regluverk ESB hentar hvorki Íslandi né ESB!
Á undanförnum áratugum hefur regluverkið í Evrópusambandinu þanist út og starfsmenn í hverju skrifstofuhorni í höfuðborgum álfunnar hamast við að skoða hvort samstarfsmenn og aðrir fari reglum, svona eins og að lögreglumaður væri á hverju götuhorni að hafa auga með vegfarendum. Í ViðskiptaMogganum í dag segir Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga að regluverkið á íslenskum fjármálamarkaði sé hannað fyrir mun stærra markaðsumhverfi sem geri það að verkum að fjármálaþjónusta á Íslandi sé dýr miðað við það sem gengur og gerist annars staðar. Haraldur er alls ekki einn um þessa skoðun. Hún er útbreidd í öllu Evrópusambandinu. Forstöðumenn fjármálaeftirlita, m.a. hér á Íslandi, hafa ítrekað haldið svipuðu fram, nefnilega því að stórir hópar starfsmanna væru löngum stundum að tikka í óþörf box um að allt væri í lagi í stað þess að einbeita sér við það sem raunverulegum vanda gæti valdið. Mál er að linni.
Sjá m.a. hér:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 30. júní 2025
Hitt stóra málið
Ótal rök lúta að því að best sé að Ísland haldi sjálfstæði sínu, þ.e. að valdhafar sæki umboð sitt til fólksins í landinu, en ekki einhverra annarra sem hafa aðra hagsmuni.
Rifjað var upp í gær að tvennt hefur breyst nýverið í alþjóðamálum. Hvort tveggja leggur blýþung lóð á vogarskálar fullveldis. Annað er yfirvofandi hervæðing Evrópusambandins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hitt er tollastríðið.
Bandaríkin leggja háa tolla á vörur frá Evrópusambandinu. Tollar á vörur frá Íslandi eru mun lægri. Væri Ísland í Evrópusambandinu hefði ákvörðun Bandaríkjastjórnar um tollahækkun verið mjög þungt högg fyrir íslenskan efnahag. Þetta verður að hafa í huga í því sambandi:
1. Verslun við N-Ameríku er mun mikilvægari fyrir Íslendinga, en nánast alla 400 þúsund manna hreppa í Evrópusambandinu.
2. Evrópusambandið mun aldrei láta viðskiptahagsmuni Íslendinga stjórna ferðinni í samningum við Bandaríkin.
3. Hlaupi snurða á þráð viðskipta við Bandaríkin, eða önnur ríki, getur ríkisstjórn Íslands gengið rakleitt í að leysa þann hnút. Það getur hún ekki ef Ísland er í Evrópusambandinu.
Íslendingar verða að stjórna eigin utanríkisverslun. Það er ekki hægt séu menn í Evrópusambandinu, þá er það Evrópusambandið sem stjórnar.
Sunnudagur, 29. júní 2025
Stóru breytingarnar
Segja má að tvö mál beri hæst þegar litið er til nýlegra breytinga í heiminum, sem tengjast Evrópusambandinu og aðild að því.
Í fyrsta lagi er langþráður draumur sambandsins að gera sig gildandi sem herveldi að rætast. Draumurinn er gamall, og má m.a. rekja til ályktunar Evrópuþingsins frá febrúar 2009 um að stofna skyldi Evrópuher.
Hernaður og manndráp á iðnaðarkvarða er djúpstæður þáttur í menningu stóru Evrópusambandsríkjanna. Svoleiðis lagað á sér engar rætur í íslenskri menningu undanfarinna 800 ára. Við skulum halda því til haga.
Hitt málið verður rætt á morgun.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. júní 2025
Misvægi og misskipting í Evrópusambandinu
Sameiginlegar reglur og sama peningastefna áttu að jafna hagþróun og kjör í ríkjum evrunnar og Evrópusambandsins. Það hefur ekki gengið eftir. Þvert á móti. Þróuðustu ríkin á miðsvæðinu, eins og Þýskaland, hafa leitt hagþróunina og samkeppnishæfni á meðan jaðarríkin hafa setið eftir. Hagkvæmnin hefur löngum verið mest í Þýskalandi og útflutningur mestur, tekjur hafa því leitað þangað og til fáeinna annarra ríkja á meðan mörg jaðarríkin hafa búið við lakari afkomu og safnað skuldum á meðan Þýskaland og fáein önnur ríki hafa safnað auði. Tekjur er þó óvíða hærri en meðal embættismanna í Brussel. Ýmsir hér á landi sjá þau störf sjálfsagt í hillingum.
Miðvikudagur, 25. júní 2025
Lítil vinna fyrir ungdóminn á evrusvæðinu
Atvinnuleysi hefur verið mikið meðal ungs fólks í Evrópusambandinu. Í apríl voru 2,9 milljónir ungmenna undir 25 ára aldri, eða 14,8%, án atvinnu samkvæmt Eurostat. Í heild meðal allra aldurshópa var atvinnuleysið á þessum tíma um 5,9%. Á bak við þá tölu eru 13 milljónir manna án atvinnu. Atvinnuleysið hefur almennt verið aðeins meira á evrusvæðinu þar sem það er nú um 6,2%. Einna mest hefur atvinnuleysið verið á jaðarsvæðum Evrópusambandsins, s.s. á Spáni, Ítalíu, Finnlandi og víðar þar sem stífur og stirður vinnumarkaður heldur fólki lengi án vinnu. Nýjustu tölur um atvinnuleysi hér á landi eru 3,1% samkvæmt vef Hagstofu Íslands.
Nýjustu færslur
- Besta fyrirkomulagið
- Umboðið dularfulla
- Alltaf agnarögn hjá Hirti
- Mótsagnir ársins
- Óboðleg sölumennska Evrópuhreyfingarinnar
- Staðreyndir sussa á Hönnu Katrínu
- Pólitísk fjarvera forsætisráðherra
- Asninn gullið og Evrópuhreyfingin
- Snærós, asninn og gullið
- Vegir ástarinnar
- Frá Húnaflóa til Brussel reglugerðanetið gleypir allt
- Áhrifakapphlaup á norðurslóðum - djöflatertan er tilbúin, kre...
- Rennibraut fyrir lýðræðishalla
- Spilaborg Evrunnar og íslenska fáfræðin
- Lesa menn ekki heimspressuna í stjórnarráðinu?
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.9.): 84
- Sl. sólarhring: 286
- Sl. viku: 2071
- Frá upphafi: 1256300
Annað
- Innlit í dag: 73
- Innlit sl. viku: 1879
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 73
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar