Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Evrópumál

Fortíðar- og framtíðarvandi ESB og evrusvæðisins

Evrusvæðið glímir enn við hrikalegan fortíðarvanda eins og sést á því að enn er verið að senda evru-Grikkjum risastóran björgunarpakka. Jafnframt glímir svæðið við mikinn framtíðarvanda sem evrubankinn ræður ekki við. Því vill seðlabankastjóri í Frakklandi að ríkisstjórnir viðkomandi landa grípi til örvunaraðgerða.


EES-samningurinn skemmir ímynd Íslands

EES-samningurinn og tilskipun ESB, sem alþingismenn samþykktu gagnrýnislaust eða gagnrýnislítið, hefur í för með sér undarlegt umhverfisbókhald sem sýnir Ísland sem kjarnorkuknúinn umhverfissóða. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins kemur með þarfa ábendingu um þetta í dag og bendir í leiðinni á það hversu varasamar tilskipanir ESB á grunni EES-samningsins eru.

Er ekki ástæða til að skoða þetta og ræða frekar?

 

Í leiðara Morgunblaðsins í dag, sem ber yfirskriftina Ímyndin seld úr landi, segir:

 

Við Íslendingar höfum lengi verið stoltir af því, að flestir þeir orkugjafar sem við nýtum hafa verið í formi jarðvarma- og vatnsfallsvirkjana, sem jafnan eru taldar í hópi umhverfisvænustu orkugjafa sem völ er á. Jafnframt höfum við markaðssett íslenska náttúru sem hreina og ósnortna, og jafnvel reynt að fá ferðamenn hingað til lands á þeim forsendum að hér sé um einstaka náttúruparadís að ræða.

Það skýtur því skökku við, þegar rýnt er í raforkureikninginn, þar sem uppruna orkunnar er getið. Í staðinn fyrir að þar sjáist hið sanna, að 99,99% af orkugjöfum okkar eru endurnýjanleg, ber svo við að meirihluti orkunnar er sagður eiga uppruna sinn í kjarnorku eða jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum eða jarðgasi. Miðað við þær tölur sem Orkustofnun hefur tekið saman um „uppruna“ orkunnar okkar eru nærri því 80% orkunnar sem við nýtum runnin af þessum rótum.

Íslendingar eru því, samkvæmt bókhaldinu, miklir umhverfissóðar, en ástæðan er rakin til þess, að samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, sem leidd var hér í lög árið 2011, er orkufyrirtækjum á evrópskum markaði heimilt að selja hreinleikavottorð úr landi, þannig að ríki og fyrirtæki, sem annars myndu ekki standast skoðun, geti fengið á sig gæðastimpil fyrir umhverfisvernd. Íslendingar taka þannig á sig syndir heimsins.

Í ljósi þess að Íslendingar flytja raforkuna hvorki inn né út er hér um grófar blekkingar að ræða, þar sem neytendur í Evrópu eru látnir halda að vörur séu umhverfisvænar sem eru það ekki. Í Bændablaðinu var sagt frá því að á sama tíma hefur þetta haft áhrif á innlenda framleiðslu, þar sem matvælaframleiðendur hafa þurft að kaupa sér vottorð, hafi þeir viljað staðfesta að þeir hafi ekki nýtt sér kjarnorku eða kol, eins og bókhaldið segir.

Evróputilskipun sú, sem hér um ræðir, hefði aldrei átt að vera lögfest en rann þó í gegnum þingið mótatkvæðalaust.

Ímynd landsins sem náttúruparadísar er í húfi, þegar í orkubókhaldi þjóðarinnar má finna það út, að hér á landi hafi verið framleiddur geislavirkur úrgangur. Við þessu þarf að bregðast, og huga í framtíðinni að því, að þær tilskipanir ESB sem hér séu innleiddar eigi við íslenskar aðstæður, en séu ekki bara teknar upp í blindni.


Ráðgjafi íslenskra stjórnvalda reiður evrulöndunum

Svo sem fram hefur komið hefur verið kallað eftir erlendum ráðgjöfum fyrir verkefnisstjórn sem ríkisstjórnin skipaði til að leggja mat á peninga- og gengisstefnu Íslands eftir losun fjármagnshafta. Einn þessara ráðgjafa er Athanasios Orphanides, prófessor við MIT-háskóla og fyrrum seðlabankastjóri Kýpur. Hann var alls ekki sáttur við það hvernig evran hagnaðist Þjóðverjum en varð Kýpur og öðrum jaðarríkjum til trafala.

Um það má lesa hér: Former ECB Official Orphanides Points Finger for Euro Woes at Politicians, Mainly Germans.

Sjá einnig hér: What happened in Cyprus.


ESB leiddi hörmungar fyrir fiskiðnað í Bretlandi. Nú ná Bretar aftur miðunum

Fiskveiðar og fiskiðnaður í Bretlandi hefur orðið fyrir verulegum og neikvæðum afleiðingum af aðild Bretlands að ESB. Floti erlendra skipa hefur veitt stóran hluta af afla á Bretlandsmiðum. Andvirði þess sem skip frá öðrum ESB-löndum veiða á breskum miðum er um fimm sinnum meira en það sem bresk skip veiða á miðum annarra ESB-ríkja. Nú verður breyting á, vona Bretar, ekki hvað síst í Grimsby þar sem fólk hefur í aldir byggt afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu. Þar sér fólk nú fram á bjartari tíma þegar Bretar ná aftur yfirráðum yfir eigin fiskveiðiauðlindum.

Sjá hér: Will Brexit make Grimsby great again?

Sjá einnig hér grein í The Telegraph.


Evran ekki góður kostur

Þetta er niðurstaða OECD um gjaldmiðlamál í nýlegri skýrslu stofnunarinnar: „Með hliðsjón af öllu sem að fram­an er nefnt er það mat OECD að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála, með krón­una og fljót­andi gengi, sé raun­hæf­asti kost­ur­inn sem Íslandi standi til boða eins og staðan sé í dag.“

Sjá mbl.is.

Sjá OECD.


mbl.is Berskjaldaðri fyrir spákaupmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eygló Harðardóttir minnir á ágæti krónunnar

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðu Eyglóar Harðardóttur fyrrverandi ráðherra og Jónu Sólveigar Elínardóttur þingmanns Viðreisnar í Sprengisandi Bylgjunnar undir stjórn Kristjáns Kristjánssonar rétt í þessu. Eygló minnir á ágæti íslensku krónunnar í að aðlaga efnahgagslífið breyttum aðstæðum og minnir á þá skekkju sem evran hefur valdið innan ESB þar sem Þjóðverjar hafa grætt en Grikkir og fleiri tapað. Jóna reyndi að halda lífi í evrustefnu Viðreisnar - en viðurkenndi um leið að þar væri lítil von um árangur í framkvæmd.


Hriplekar stjórnarskrifstofur ESB

Það er ekki nóg með að forystumenn ESB séu grautfúlir yfir þeirri ákvörðun Breta að segja sig úr ESB eins og meðfylgjandi frétt ber með sér.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, virðist ekki geta rætt óformlega við neinn án þess að slúðra um samtalið ef honum svo hentar eins og þessi frétt ber með sér. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, er orðinn ákaflega þreyttur á þessari hegðun Junckers. Tusk segir af þessu tilefni að líklega sé mikil þörf á pípulagningarmönnum á skrifstofur ESB til að teppa lekann.


mbl.is Rudd svarar ummælum Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neita að innleiða tilskipun frá ESB

Oft hefur verið rætt um að tilskipanir frá ESB henti ekki öllum ríkjum vegna ólíkra aðstæðna í ríkjunum. Nú hafa Norðmenn neitað að innleiða tilskipun um þyrluflug eins og meðfylgjandi frétt frá mbl.is ber með sér.


mbl.is Neita að innleiða tilskipun ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamaður RUV spurði Benedikt ekkert út í það

UntitledSpjótin standa nú á Benedikt á evrubolnum sem málar skrattann á vegginn þegar ástandið í efnahagsmálum hefur sjaldan verið betra. Í Markaði Fréttablaðsins í dag undrast ritstjórinn framgöngu fréttamanns RUV sem virtist bara kátur yfir klæðnaði ráðherrans en spurði ekki mikilvægra spurninga.

Í dálknum Skotsilfur í blaðinu stendur eftirfarandi:

Á evrubolnum

Benedikt Jóhannesson, sem taldi tímabært að skrifa minningargrein um krónuna í mars 2009, vakti athygli fyrir klæðnað sinn í viðtali um helgina á RÚV. Þar lýsti hann yfir áhyggjum af mikilli styrkingu krónunnar, klæddur í evrubol, en fjármálaráðherra hefur löngum verið talsmaður þess að Ísland taki upp evru. Nokkrum dögum áður hafði Seðlabankinn sagt að gengishækkunin hefði spilað lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins. Á sama tíma eru mörg evruríki föst í fjötrum hárra skulda, mikils atvinnuleysis og lítils hagvaxtar, ekki síst vegna þess að evran endurspeglar ekki efnahagsaðstæður í þessum ríkjum. Fréttamaður RÚV spurði Benedikt ekkert út í það.

Leturbreyting Heimssýnar.


mbl.is Var allt í þvotti hjá ráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB herðir kverkatakið á Grikkjum

AGS telur að lengra verði ekki gengið að grísku þjóðinni. ESB vill hins vegar kreista síðustu blóðdropana úr Grikkjum. Viðskiptablaðið segir svo frá:

 

Ekkert samkomulag náðist milli Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fjármálaráðherra evruríkjanna um skuldaafléttingu gagnvart Grikklandi eftir 8 tíma fundarhöld í Brussel í nótt. AGS gerir þær kröfur að evruríkin skuldbindi sig að veita Grikkjum frekari skuldaafléttingu. 

Deilan á milli AGS og evruríkjanna er síðasta hindrunin sem stendur í vegi fyrir björgunaraðgerðum AGS í Grikklandi. Björgunaraðgerðin er Grikkjum nauðsynleg þar sem að skuldir upp á 7 milljarða evra munu falla í gjalddaga í júlí næstkomandi. 

Miklar vonir voru bundnar við samningaviðræðurnar eftir að gríska þingið samþykkti síðastliðinn fimmtudag frekari niðurskurðaraðgerðir í ríkisrekstrinum. 

Poul Thomsen framkvæmdastjóri AGS í Evrópu sagði eftir fundinn að aðgerðir grískra stjórnvalda hefðu verið nákvæmlega það sem sjóðurinn var að leita eftir en til þess að björgunaraðgerðirnar myndu eiga sér stað þyrftu skuldbindingar frá lánadrottnum Grikkja að fylgja í kjölfarið. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 31
  • Sl. sólarhring: 237
  • Sl. viku: 2466
  • Frá upphafi: 1260647

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 2320
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband