Leita í fréttum mbl.is

Tala af lítilsvirđingu um íslenskan sjávarútveg

c_sigurdurkariSigurđur Kári Kristjánsson, ţingmađur Sjálfstćđisflokksins, sagđi stuđningsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandiđ hafa fjallađ af ákveđinni lítilsvirđingu um sjávarútveginn hér á landi í rćđu á ađalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) sem lauk í gćr. Sigurđur Kári kom víđa viđ í rćđu sinni og m.a. inn á Evrópumálin og fer sá hluti rćđunnar hér á eftir međ góđfúslegu leyfi höfundar:

"Í ţriđja lagi vil ég nefna umrćđuna um hugsanlega ađild Íslands ađ Evrópusambandinu sem reglulega skýtur upp kollinum. Af fréttaskeytum síđustu daga ađ dćma virđast áhugamenn um ađild aftur vera farnir ađ láta ađ sér kveđa, eftir ađ hafa legiđ í leyni um nokkurt skeiđ.

Nú vill ţetta ágćta fólk fara ađ láta kanna hvort EES-samningurinn brjóti í bága viđ stjórnarskránna og vill auk ţess breyta stjórnarskránni til ađ greiđa fyrir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu.

Í umrćđum um ađild Íslands ađ Evrópusambandinu hafa Evrópusinnar ađ mínu mati talađ af ákveđinni lítilsvirđingu um sjávarútveginn.  Ţeir hafa ítrekađ sagt ađ ţar sem vćgi sjávarútvegsins í ţjóđarbúskapnum skipti nú minna og minna máli sé ţađ ekkert tiltökumál ađ íslensk útgerđarfyrirtćki ađ ţurfa ađ lúta reglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins.

Mér finnst miđur ađ íslenskir stjórnmálamenn tali međ ţessum hćtti um eina undirstöđuatvinnugrein landsins.  Raunar ćttu stjórnmálamenn ekki ađ tala međ ţessum hćtti um neina atvinnugrein.

Í mínum huga kemur ađild Íslands ađ Evrópusambandinu ekki til greina. Í henni vćri fólgin óţolandi óvissa um framtíđ fiskveiđistjórnunar á Íslandi. Ţeir sem fylgst hafa međ ţeim ađ undanförnu vita ađ drög ađ stjórnarskrá sambandsins, sem felld voru í ţjóđaratkvćđagreiđslu í Hollandi og Frakklandi og hurfu í kjölfariđ af yfirborđi jarđar, hafa dúkkađ upp á nýjan leik. Nú í formi fjölda samninga, sem ekki munu verđa lagđir fyrir íbúa sambandsins og verđa vafalítiđ ađ lögum án ţeirra vitundar.

Í ţessum samningum verđur endanlega stađfest, ađ stjórn sjávarauđlinda verđur á valdi Evrópusambandsins, en ekki ađildarríkja ţess. Ţetta er mikilvćgt fyrir okkur ađ hafa á hreinu, ţví hér dettur engum manni í hug ađ framselja yfirráđ yfir auđlindunum til Belgíu. Ţađ fćli í sér tilrćđi viđ íslenskan sjávarútveg. Ţađ vita allir sem hafa látiđ ţessi mál sig varđa, einnig ţeir sem hlynntir eru ađild. En ţví miđur virđast ţeir enn vera reiđubúnir til ađ fórna hagsmunum heillar atvinnugreinar fyrir ţetta áhugamál sitt."

Heimild:
Stjórnarskráin og stjórnmálin (Rćđa Sigurđar Kára Kristjánssonar á ađalfundi LÍÚ 2007)


Bloggfćrslur 27. október 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 281
  • Sl. viku: 2133
  • Frá upphafi: 1238885

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1875
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband