Leita í fréttum mbl.is

Íslendingar yrđu bundnir af sjávarútvegsstefnu ESB viđ ađild

Stefán Már Stefánsson, prófessor í Evrópurétti viđ Háskóla Íslands, sagđi í samtali viđ Morgunblađiđ í gćr ađ ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ yrđi ţađ bundiđ af lagareglum ţess hvađ varđar stjórnun fiskveiđa nema um yrđi ađ rćđa beinar undanţágur sem Ísland fengi í ađildarsamningum. Ţá kynni einnig í ađildarviđrćđum ađ koma fram kröfur um skađabćtur vegna tapađra veiđa frá ţeim ríkjum sem stunduđu veiđar innan íslensku lögsögunnar fyrir útfćrslu hennar á sínum tíma.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins fyrir skömmu ađ ráđgjafi sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins segđi ađ reglan um hlutfallslegan stöđugleika ćtti ađ tryggja ađ Íslendingar myndu sjálfir ákveđa hverjir veiddu í lögsögunni ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ. "Ef viđ göngum inn í Evrópusambandiđ og ef viđ fáum ekki beinar undanţágur í ađildarsamningum erum viđ bundin af lagareglum ţess og getum engu breytt um ţađ."

Stefán Már sagđi ađ ţađ vćri út af fyrir sig rétt ađ ţađ vćru teknar meirihlutaákvarđanir í ráđherraráđinu um hvađ mćtti veiđa mikiđ og ţví vćri síđan úthlutađ til ađildarríkjanna. Ţađ vćri gert á grundvelli reglunnar um hlutfallslegar stöđugar veiđar. Hins vegar hefđi ekki komiđ fram hjá ađstođarmanninum ađ reglan um hlutfallslegar stöđugar veiđar vćri mjög laus í reipunum og ađ stofnanir bandslagsins hefđu mjög víđtćkt mat um ţađ hvađ teldist hlutfallslegar stöđugar veiđar og gćtu hvernćr sem er breytt ţví međ lögjöf. Auk ţess hefđi framkvćmdastjórnin gefiđ til kynna í svonefndri Grćnbók um fiskveiđar frá árinu 2001 ađ tekiđ yrđi hugsanlega upp allt annađ kerfi í framtíđinni.

"Ađalatriđiđ er ađ ef viđ göngum inn í Evrópusambandiđ og fáum ekki beinar undanţágur í ađildarsamningum ţá erum viđ bundnir af ţessu regluverki, sem er háđ meirihlutaákvörđunum," sagđi Stefán Már. Hann sagđi ađspurđur ađ reglan um hlutfallslegar stöđugar veiđar kćmi fram í reglugerđ frá árinu 2003 og hefđi veriđ međ einum eđa öđrum hćtti í eldri reglugerđum. Reglugerđum mćtti hins vegar breyta međ meirihlutaákvörđunum og ţví ekki á vísan ađ róa í ţeim efnum. Viđ yrđum ađ hlíta slíkum ákvörđunum nema viđ fengjum beinar undanţágur í ađildarviđrćđum.

Stefán Már sagđi ađ einnig vćri vert ađ hafa í huga ađ ef til ađildarviđrćđna kćmi gćtu komiđ fram kröfur um fiskveiđikvóta frá öđrum ţjóđum, ţar á međal ţeim ţjóđum sem töpuđu rétti til fiskveiđa á sínum tíma ţegar fiskveiđilögsagan var fćrđ út í ţorskastríđunum.


Bloggfćrslur 16. febrúar 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.7.): 13
  • Sl. sólarhring: 247
  • Sl. viku: 1986
  • Frá upphafi: 1240863

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1812
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband