Leita í fréttum mbl.is

"Algjört brjálæði að ganga í ESB"

Gabriel Stein, aðalhagfræðingur alþjóðahagfræðisviðs Lombard Street Research, hélt erindi á ráðstefnu sem fram fór 23. ágúst sl. á vegum Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál (RSE) þar sem hann fjallaði um þá möguleika sem hann telur Íslendinga standa frammi fyrir þegar kemur að framtíðar fyrirkomulagi peningamála hér á landi. Talsverða athygli vakti að bæði á ráðstefnunni sem og í samtali við Blaðið daginn eftir varaði Stein sérstaklega við því að Íslendingar gengju í Evrópusambandið, enda myndi það m.a. ganga af íslenskum sjávarútvegi dauðum.

"Þegar kemur að Íslandi er það mitt persónulega mat að það væri algjört brjálæði fyrir ykkur að ganga í Evrópusambandið. Ef þið gangið í sambandið verður að sjálfsögðu fyrirvari um að enginn komi nálægt fiskveiðilögsögunni. Innan tveggja eða þriggja ára verður Ísland dregið fyrir Evrópudómstólinn af spánskum sjómanni. Að sjálfsögðu mun dómstóllinn úrskurða að svona misræmi gangi ekki upp og innan tíu mínútna verður spánski og portúgalski flotinn kominn til að ryksuga upp miðin," sagði Stein við Blaðið. Á ráðstefnunni sagði Stein ennfremur að gengi Ísland í Evrópusambandið á einhverjum tímapunti þá gætum við ekki sagt að við hefðum ekki verið vöruð við því.


Bloggfærslur 29. ágúst 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 199
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 2324
  • Frá upphafi: 1239076

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 2052
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband