Leita í fréttum mbl.is

75 milljörðum króna varið í áróður fyrir auknum samruna

Samkvæmt fjárlögum Evrópusambandsins fyrir árið 2008 mun sem samsvarar rúmlega 75 milljörðum króna verða varið í ýmis konar áróður fyrir auknum samruna innan þess eða eins og það er orðað í fjárlögunum "til að styrkja evrópskar stofnanir og félagasamtök sem vinna að auknum evrópskum samruna." Um 600 milljónum króna verður ennfremur varið í áróður með það að markmiði að reyna að fá ríki utan Evrópusambandsins til að ganga í það. Þá verður rúmum 17 milljörðum varið í ýmis almannategslaverkefni til að bæta ímynd sambandsins á meðan vel yfir 32 milljarðar fara í kostnað vegna ferðalaga og skemmtunar fyrir embættismenn þess.

Að lokum má geta þess að 17 milljarðar eru eyrnamerktir sameiginlegri utanríkis- og öryggisstefnu Evrópusambandsins jafnvel þó hún taki ekki gildi nema fyrirhuguð stjórnarskrá sambandsins nái fram að ganga. Nokkuð sem ekki liggur endanlega fyrir hvort muni verða raunin.

Heimild:
Britain will spend millions on EU opt-outs (The Sunday Telegraph 26/08/07)


Bloggfærslur 31. ágúst 2007

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 199
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 2324
  • Frá upphafi: 1239076

Annað

  • Innlit í dag: 181
  • Innlit sl. viku: 2052
  • Gestir í dag: 171
  • IP-tölur í dag: 168

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband