Leita í fréttum mbl.is

Segir ákvæði um aukin áhrif þjóðaþinga aðildarríkja ESB gagnlaus

Eitt af því sem forystumenn Evrópusambandsins hafa fullyrt er að með fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins (sem var endurskírð Lissabon-sáttmálinn eftir að franskir og hollenskir kjósendur höfnuðu henni í þjóðaratkvæði í byrjun sumars 2005) muni þjóðþing aðildarríkjanna fá aukin áhrif á lagasetningu sem samþykkt er á þingi Evrópusambandsins. Á dögunum greindu hins vegar þýskir fjölmiðlar frá því að Hans-Jürgen Papier, forseti stjórnlagadómstóls Þýskalands sem m.a. er ætlað er að hafa eftirlit með setningu laga í landinu, hafi lýst þeirri skoðun sinni að ákvæði stjórnarskrárinnar um aukin áhrif þjóðþinga aðildarríkjanna séu gagnslaus og ennfremur óhagkvæm auk þess sem á skorti að völdum Evrópusambandsins séu settar skorður gagnvart aðildarríkjunum.

Í ágúst 2003 lýsti Siegfried Bross, dómari við stjórnlagadómstólinn og leiðandi sérfræðingur í Evrópurétti, hliðstæðum áhyggjum af stjórnarskránni. Eitt helsta valdamálið við hana væri að það kæmi ekki skýrt fram í henni hvar mörkin á milli valdsviðs Evrópusambandsins annars vegar og aðildarríkjanna hins vegar eigi að liggja. Þetta væri galli sem ekki mætti vanmeta. Bross sagðist ennfremur telja að árekstrar, á milli Evrópusambandsins og einstakra aðildarríkja þess vegna valdskiptingar, ættu eftir að aukast í framtíðinni samfara því sem sambandið geri kröfu til meiri og meiri valda á kostnað aðildarríkjanna.

Heimildir:
German constitutional court says new powers for national parliaments in Lisbon Treaty not effective (Openeurope.org.uk 25/02/08)
Top German judge fears too hasty EU constitution (EUobserver.com 21/08/03)

---

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


Bloggfærslur 27. febrúar 2008

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 400
  • Sl. sólarhring: 415
  • Sl. viku: 2746
  • Frá upphafi: 1238577

Annað

  • Innlit í dag: 358
  • Innlit sl. viku: 2447
  • Gestir í dag: 316
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband