Leita í fréttum mbl.is

Þetta er s.s. "þroskuð umræða" um Evrópumálin?

Eins og kunnugt er hefur umræðan um Evrópumálin á undanförnum vikum og mánuðum einkennst af tilraunum Evrópusambandssinna til þess að hagnýta sér þá tímabundnu efnahagserfiðleika sem við er að etja hér á landi (og raunar miklu víðar) því áhugamáli sínu til framdráttar að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið og afsala sér þar með sjálfstæði sínu. Seint verður sagt að málflutningur þeirra í því skyni hafi verið yfirvegaður heldur miklu fremur einkennst af upphrópunum og hræðsluáróðri um að allt sé að fara norður og niður hér á Fróni og því þurfi íslenzka þjóðin að gefast upp á að standa á eigin fótum og segja sig til sveitar. Nokkuð sem þó er svo óralangt frá öllum tengslum við raunveruleikann. En eðlilega vilja skósveinar Evrópusambandsins draga upp sem allra dekksta mynd af stöðunni, enda ljóst að fátt er líklegra til að verða þeirra málstað til framdráttar en að staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar verði sem allra, allra verst. Það þarf því ekki að segja mér að ófáir í þeirra röðum hlakki ekki yfir ástandinu.

Í 24 stundum í dag segir Valgerður Sverrisdóttir að umræðan um Evrópumálin hafi "þroskast gríðarlega mikið á tiltölulega fáum vikum." Á sínum tíma talaði Halldór Ásgrímsson mikið um að umræðan um málaflokkinn þyrfti að þroskast og einhverjar umræður voru um það þá hvað fælist í því orðalagi hans. Flestum var þó væntanlega ljóst að um var að ræða hefðbundið tal í anda Evrópusambandssinna sem telja víst að ekki sé um að ræða vitiborna umræðu um Evrópumál, eða umræðu yfir höfuð, nema hún hafi þann útgangspunkt að Ísland skuli ganga í Evrópusambandið. Þeir sem eru annarrar skoðunar eru þ.a.l. alls ekkert að ræða málin! Gott ef slíkir aðilar eru þá ekki bara óþroskaðir í skoðanamyndun sinni á málaflokknum í ofanálag? Enginn hroki þar á ferð og allt saman mjög í anda lýðræðislegrar hugsunar.

En nú þarf enginn að velkjast í vafa um, í ljósi þessara orða Valgerðar sem hefur verið einhvers konar pólitískur merkisberi Halldórs Ásgrímssonar í íslenzkri stjórnmálaumræðu eftir að hann sneri sér að öðrum viðfangsefnum, að þetta var nákvæmlega það sem Halldór átti við með svokallaðri "þroskaðri umræðu" um Evrópumálin. Þó það hafi vitanlega legið fyrir.

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


Bloggfærslur 30. apríl 2008

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 61
  • Sl. sólarhring: 426
  • Sl. viku: 2407
  • Frá upphafi: 1238238

Annað

  • Innlit í dag: 53
  • Innlit sl. viku: 2142
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 51

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband