Leita í fréttum mbl.is

Framsókn: Evrópumálin ekki forgangsmál

Nýrkjörinn formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í viðtali við Mbl.is í dag að það sem væri brýnast nú væri að koma efnahagsmálum þjóðarinnar aftur í lag. Eftir það væri hægt að ræða um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Ekki væri hægt að fara í viðræður við sambandið eins og staðan væri í dag í efnahagsmálunum. Evrópumálin eru m.ö.o. ekki forgangsmál að mati nýs formanns og í raun má segja að stefnan sé að því leyti sú sama og Jón Sigurðsson boðaði í formannstíð sinni í flokknum, þ.e. að ef hefja ætti viðræður við Evrópusambandið yrði það að vera gert í styrk en ekki veikleika. Gera má ráð fyrir að viðunandi aðstæður verði ekki fyrir hendi fyrr en í fyrsta lagi eftir eitt til tvö ár.

Eins og bent hefur verið á var formannskjör Framsóknarflokksins annars athyglisvert. Frambjóðandinn sem fékk langfæst atkvæði var sá sem jákvæðast hafði tjáð sig um aðild að Evrópusambandinu. Sá sem sigraði að lokum var sá sem mesta fyrirvara hafði á slíkri málaleitan.

Heimild:
Vill færa flokkinn frá hægri (Mbl.is 19/01/09)


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir Íra eiga að hóta því að yfirgefa Evrópusambandið

Írski hagfræðingurinn David McWilliams segir að Írar eigi að hóta því að yfirgefa Evrópusambandið ef Evrópusambandið geri ekki meira til þess að styðja við bakið á efnahag Írlands. McWillams, sem er fyrrum starfsmaður írska seðlabankans og forstöðumaður hjá svissneska stórbankanum UBS, segir að sambandið hafi gert lítið til þess að hjálpa Írum í alvarlegum efnahagserfiðleikum þeirra. Stríð sé í gangi innan evrusvæðisins á milli stærri og minni ríkja þess þar sem stóru ríkin fari sínu fram án tillits til þeirra minni.

McWillams segir Íra hafa tvo kosti ef ekki komin stóraukin aðstoð frá Evrópusambandinu, að yfirgefa evrusvæðið eða lýsa yfir gjaldþroti. Írland sé þegar nálægt því að verða gjaldþrota og verði sú niðurstaðan muni það hafa skelfilegar afleiðingar um allt Evrópusambandið, sérstaklega suðurhluta evrusvæðisins. Verði Írar gjaldþrota sé líklegt að Spánn, Ítalía og Grikkland fylgi í kjölfarið.

McWillams segir að aðild Íra að Myntbandalagi Evrópusambandsins komi í veg fyrir að efnahagur Írlands nái sér á strik á nýjan leik. Eina leiðin til þess sé að landið verði aftur útflutningsland. Bretar geti þetta með því að láta gengi pundsins falla svo útflutningsgreinar þeirra styrkist, en það geti Írar ekki þar sem þeir hafi afsalað sér sjálfstæðum gjaldmiðli með upptöku evrunnar. Hann segir Íra vera að greiða tvöfalt gjald fyrir evruna, fyrst í gegnum hátt gengi hennar og síðan í gegnum stýrivextina.

Heimildir:
Help Ireland or it will exit euro, economist warns (Telegraph.co.uk 19/01/09)
Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur
(Amx.is 19/01/09)
Segir Íra eiga að hóta að draga sig út úr evrusvæðinu
(Vísir.is 19/01/09)
,,Hjálpið Írlandi eða það hættir evrusamstarfi" (Vb.is 18/01/09)


Bloggfærslur 19. janúar 2009

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 431
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 2092
  • Frá upphafi: 1237324

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 1885
  • Gestir í dag: 382
  • IP-tölur í dag: 381

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband