Leita í fréttum mbl.is

ESB vill Ísland vegna norðurskautshagsmuna

Evrópusambandið á engin landssvæði sem liggja að norðurheimsskautinu en hefur hins vegar mikinn áhuga á að gera sig gildandi á svæðinu vegna hinna miklu náttúruauðlinda sem talið er að þar sé að finna og þá ekki síst olía og gas sem sambandið þarf nauðsynlega að tryggja sér aðgang að. Hlýnandi veðurfar og bráðnun á norðurskautinu hefur aukið mjög líkurnar á að hægt verði að nýta þessar auðlindir. En til þess að tryggja stöðu sína í þeim efnum þarf Evrópusambandið að eiga landfræðilega aðkomu að svæðinu og þar kemur til sögunnar stóraukinn áhugi sambandsins á að ná yfirráðum yfir Noregi og Íslandi.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Greiðsla Icesave forsenda inngöngu í ESB

Utanríkisráðherra Finnlands, Alexander Stubb, sagði í samtali við Morgunblaðið 9. júní sl. að hann tengdi saman greiðslu á Icesave skuldbindingum Landsbankans og inngöngu Íslands í Evrópusambandið. M.ö.o. að það væri forsenda fyrir því að Ísland gæti gengið í sambandið að Íslendingar greiddu fyrir Icesave. Fleira athyglisvert koma fram í viðtalinu við finnska utanríkisráðherrann og m.a. varaði hann Íslendinga við of mikilli bjartsýni á að viðræður um inngöngu í Evrópusambandið yrðu auðveldar, þær yrðu þvert á móti mjög erfitt ferli sem tæki langan tíma.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Bloggfærslur 13. júní 2009

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 4
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 1665
  • Frá upphafi: 1236897

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1488
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband