Leita í fréttum mbl.is

Já Ísland og vandaðar viðræður

Aðildarsinnar skiptu um nafn um daginn og kallast núna Já Ísland sem gæti verið heiti á dótturfélagi Heimssýnar. Nú stofna óánægðir aðildarsinnar í Framsóknarflokknum um 30 manna félag og með þá kröfu helst á lofi að ,,vandaðar aðildarviðræður" fari fram við Evrópusambandið.

Evrópuumræða aðildarsinna á Íslandi stendur þá svona: aðildarsinnar í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki vilja Já, Ísland og nefna helst ekki Evrópusambandið á nafn. Aðildarsinnar í Framsóknarflokki eru töluvert hugaðri, þeir vilja sko vandaðar viðræður - en hafa ekki gert upp hug sinn til aðildar að Evrópusambandinu.

Annað tveggja er að aðildarsinnar eru sannfæringasnauðar gungur upp til hópa eða búa að kolsvörtum húmor sem fáir skilja. Eins og embættismaður í Brussel gæti sagt: take your pick.


mbl.is Vilja vandaðar aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland og bankakerfi Evrópu

Bretar og Hollendingar töldu áhlaup yfirvofandi á bankakerfið ef innlán í Icesave-reikninga yrðu ekki bætt. Evrópusambandið óttaðist að bankakerfi álfunnar riðaði til falls vegna tortryggni í garð fjármálakerfisins. Í stað þess að ganga úr skugga um hver bæri ábyrgð á regluverkinu sem skilaði ónógri innistæðu fyrir lágmarksábyrgð á innlánum ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld að bæta eigendum innlánanna tapið.

Bretar og Hollendingar framvísuðu reikningi fyrir björgun bankakerfisins til íslenskra stjórnvalda. Evrópusambandið gerði sambærilega ráðstöfun gagnvart Írum.

Þjóðin mun segja álit sitt á þessum reikningi eftir tvo mánuði. Þjóðin mun segja nei, bankakerfi Evrópu er ekki á ábyrgð íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 205
  • Sl. sólarhring: 207
  • Sl. viku: 1840
  • Frá upphafi: 1234772

Annað

  • Innlit í dag: 173
  • Innlit sl. viku: 1551
  • Gestir í dag: 156
  • IP-tölur í dag: 156

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband