Leita í fréttum mbl.is

Aðlögunin að ESB og áhrif Íslands

Eina leiðin inn í Evrópusambandið er leið aðlögunar þar sem umsóknarþjóð aðlagar sig jafnt og þétt í aðildarferlinu að lögum og reglum Evrópusambandsins. Um 90 þúsund blaðsíður af laga- og regluverki ESB er aðlögunarverkið sem umsóknarþjóð eins og Ísland stendur frammi fyrir.

Aðildarsinnar reyna að telja þjóðinni trú um að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, sem Ísland er aðili að hafi þau áhrif að við séum jafnt og þétt í aðlögunarferli. Það er rangt.

Innan við tíu prósent af regluverki ESB er tekið upp í EES-samningunum.

Aðildarsinnar tala jafnan um áhrif Íslands í Evrópusambandinu ef til inngöngu kæmi. Ísland myndi fá þrjú atkvæði af 354 í ráðherraráðinu, eða 0,8 prósent vægi. Ísland fengi fimm þingmenn af 785 á Evrópuþinginu, eða 0,6 prósent áhrif.


Björgólfur neitar fjárstuðningi við Áfram

Í bloggi í gær var spurt hvort Björgólfur Björgólfsson fyrrum eigandi Landsbankans styddi fjárhagslega Áframhópinn sem berst fyrir því að íslenskir skattgreiðendur ábyrgist útstandandi skuldir Landsbankans vegna Icesave-reikninganna.

Eftirfarandi skilaboð bárust frá talsmanni Björgólfs í tilefni af blogginu.

Í pistli á heimasíðu Heimssýnar eru vangaveltur um að Björgólfur Thor fjármagni baráttu Áfram-samtakanna. Enginn fótur er fyrir þessu og er hér með farið fram á að pistillinn verði dreginn til baka.

Með kveðju, Ragnhildur Sverrisdóttir
Talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar og Novators

Pistillinn verður vitanlega ekki dregin tilbaka enda fullkomlega lögmætum spurningum varpað þar fram.


Bloggfærslur 29. mars 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 154
  • Sl. sólarhring: 206
  • Sl. viku: 1789
  • Frá upphafi: 1234721

Annað

  • Innlit í dag: 124
  • Innlit sl. viku: 1502
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 116

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband