Leita í fréttum mbl.is

Ísland eitraða ESB-peðið á norðurslóðum

Evrópusambandið hugsar sér Ísland sem stökkpall á norðurslóðir. Þau sjö þjóðríki sem starfa með Íslandi í Norðurskautsráðinu vita af fyrirætlun Evrópusambandins og þess vegna kom það ekki til greina af þeirra hálfu að varanlegt aðsetur Norðurskautsráðsins yrði í Reykjavík.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber ábyrgð á einangrun Íslands í norðurslóðasamstarfi. Hann skrifar um nýafstaðinn fund ráðsins í Grænlandi. Niðurlangsorðin eru

Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.

Ef Össur meinar það sem hann segir ætti hann að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan umsóknin er á lífi spillir hún jafnt og stöðugt  hagsmunum Íslands.

Tekið héðan: 

http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1166685/


Þjóðin þekkir sína hagsmuni, ekki ríkisstjórnin

Íslendingar þekkja til Norðurskautsráðsins, samkvæmt könnun, og vilja ekki veita fleiri aðild að ráðinu. Þau átta þjóðríki sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu, auk Grænlendinga og Færeyinga, eiga beinna hagsmuna að gæta á norðurslóðum.

Það er á vettvangi Norðurskautsráðsins og norrænnar samvinnu sem aðaláhersla íslenskrar utanríkisstefnu á að liggja. Þar hefur Ísland eitthvað fram að færa og er málið skylt.

Vanhugsuð pólitísk útrás ríkisstjórnarinnar til Brussel gerir ekki annað en að dreifa athygli stjórnsýslunnar frá nærumhverfi okkar til meginlands Evrópu, en þangað á Ísland ekkert að sækja og getur ekki verið með markvert framlag.

Þjóðin veit hvar hagsmunir hennar liggja en ríkisstjórnin er úti á þekju. 


mbl.is Fæstir vita um Norðurskautsráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 34
  • Sl. sólarhring: 226
  • Sl. viku: 1669
  • Frá upphafi: 1234601

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1402
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband