Leita í fréttum mbl.is

Kólígerlar í ESB-fiski gætu rústað Íslandi

Rússar hafa bannað allan innflutning á grænmeti frá Evrópusambandinu vegna ótta við banvænt kólígerlasmit sem talið er víst að komi úr grænmeti. Öll 27 ríki Evrópusambandsins eru sett undir sama hattinn og er þetta dæmi um óhagkvæmni ríkjabandalagsins.

Ef Ísland væri aðili að Evrópusambandinu og kólígerlasmit kæmi upp í fiski hjá einhverri annarri aðildarþjóð er hætta á að viðskiptabann á Evrópusambandið myndi leggja sjávarútveg landsins í rúst.

Örugg vörn gegn viðskiptabanni á Evrópusambandið er að standa utan sambandsins. Við ættum ekki að afsala okkur þeirri vörn. Drögum umsóknina um aðild tilbaka.


mbl.is Nýtt afbrigði af E. coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur brýtur gegn umboði alþingis

Í meirihlutaálti alþingis vegna þingsályktunar um að sækja um aðild að Evrópusambandinu er kveðið skýrt á um að eitt af samningsmarkmiðum Íslands eigi að vera vernd íslensks landbúnaðar. Í álitinu segir orðrétt

Meiri hlutinn leggur áherslu á að skýr stuðningur við mjólkurframleiðslu og annan hefðbundinn búskap verði eitt af samningsmarkmiðum Íslands. Það á t.d. við um afnám tolla þar sem tollverndin hefur verið ein af stoðum íslensks landbúnaðar, ekki síst hefðbundins landbúnaðar.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hyggst hafa skýr fyrirmæli alþingis að engu og ekki hafa að samningsmarkmiði tollvernd landbúnaðarins. Í hinu orðinu segist utanríkisráðherra í einu og öllu fara eftir samþykkt alþingis.

Utanríkisráðherra hyggst ekki nýta sér ákvæði Lissabonsáttmálans um sameiginlegt forræði aðildarríkja og Evrópusambandsins í landbúnaðarmálum.

Hverra erinda gengur utanríkisráðherra Íslands í samskiptum við önnur ríki?


Bloggfærslur 3. júní 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.7.): 18
  • Sl. sólarhring: 243
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1234585

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 1386
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband