Leita í fréttum mbl.is

Stór-Evrópa til bjargar evrunni; Ísland yrði í pakkanum

Evran mun ekki lifa af sem gjaldmiðill nema evru-ríkin 17 taki upp víðtækt samstarf á sviði ríkisfjármála, segir George Osborne fjármálaráðherra Bretlands. Hann þvertekur fyrir að Bretland verði þátttakandi í því samtarfi.

Til að bjarga evrunni verða þau þjóðríki sem hafa hana að lögeyri að framselja vald til fjárlagagerðar frá höfuðborgum 17 ríkja til Brussel. Þessi þróun er þegar hafin.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu felur í sér skuldbindingu að Ísland gangi að þeim breytingum sem verða á Evrópusambandinu á með aðlögunarferlið stendur yfir. Ísland þarf þess vegna að ganga í inn Stór-Evrópu nema að semja um undanþágu frá evru.

En evran er einmitt helsta röksemd aðildarsinna á Íslandi.


Gunnfáni getuleysisins

 Fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokksins, sem virðist telja okkur betur borgið innan sambandsins, benti á að kreppan, sem dunið hefði yfir Íslendinga og leikið þá grátt, gæfi vísbendingar um að það væri þjóðinni hollt að hafa einhvern sem gætti okkar og liti yfir öxlina á okkur. Af þessu og ýmsu í svipuðum dúr, sem birst hefur opinberlega, er ljóst að nú á 68. aldursári lýðveldisins eru í gangi alvarlegar hugleiðingar um að Íslendingar hafi alls ekki til þess getu og burði að reka sjálfstætt ríki. Hér hefur sem sagt verið reistur gunnfáni getuleysisins. Málsmetandi menn hafa skipað sér undir hann.

Tilvitnuð orð eru úr pistli Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu í dag. Tómas Ingi er fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Undanfarnar vikur hefur hann skrifað reglulega um Evrópusambandið og umsókn Íslands.


Bloggfærslur 13. ágúst 2011

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.7.): 199
  • Sl. sólarhring: 255
  • Sl. viku: 1749
  • Frá upphafi: 1234518

Annað

  • Innlit í dag: 178
  • Innlit sl. viku: 1472
  • Gestir í dag: 159
  • IP-tölur í dag: 159

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband